Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Bjarki Sigurðsson skrifar 20. nóvember 2025 12:02 Vignir Sigurðsson er barnalæknir. Vísir/Getty Læknir segir gríðarlega mikilvægt að bregðast sem fyrst við glími börn við offitu. Ungt fólk þarf í auknu mæli á endurhæfingu að halda vegna offitu sem börn. Algengara er að börn á landsbyggðinni glími við sjúkdóminn. Í dag fer fram heilbrigðisþing heilbrigðisráðherra en þingið í ár er helgað endurhæfingu. Fjöldi fræðimanna er þar með erindi og segir Alma Möller heilbrigðisráðherra verk að vinna í málaflokknum. Endurhæfing sé gríðarlega mikilvægur hluti af heilbrigðisþjónustu, mikilvægari en fólk geri sér grein fyrir. Meiri þörf á endurhæfingu Einn þeirra sem flytja erindi er Vignir Sigurðsson, barnalæknir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Hann leiðir verkefni sem kallast Kraftmiklir Krakkar, lífstílsmóttaka fyrir börn með offitu og foreldra þeirra. „Ég er beðinn um að tala um offitu barna strax á eftir Guðrúnu Þuríði sem er yfirlæknir á Reykjalundi, en þar eru þau að sjá mikla endurhæfingarþörf hjá ungu fullorðnu fólki. Sem er með offitu og mikla sjúkdómsbyrði. Þá þurfum við að kíkja til baka og skoða hvernig staðan er hjá börnunum í landinu. Getum við gert eitthvað til að breyta þessari þróun?“ segir Vignir. Algengara á landsbyggðinni Um fjögur þúsund börn á grunnskólaaldri glími við offitu. „Börn með offitu eru fleiri í dag en fyrir tíu árum síðan. Það er alveg klárt. Við sjáum líka að það eru talsvert fleiri börn á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Við vitum ekki alveg af hverju það er, en það er þannig. Það er svipuð þróun og sést alls staðar annars staðar í heiminum,“ segir Vignir. Erfitt að snúa þróuninni við seinna Það þurfi að bregðast við. „Ef við náum að finna að vandamálið sé í uppsiglingu er miklu auðveldara að eiga við þróunina en þegar við erum orðin fullorðin. Kannski komin á þrítugsaldur og búin að vera með vandamálið og fylgisjúkdóma í fimmtán, tuttugu ár. Þá er miklu erfiðara að snúa þróuninni í rétta átt,“ segir Vignir. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Heilsa Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Í dag fer fram heilbrigðisþing heilbrigðisráðherra en þingið í ár er helgað endurhæfingu. Fjöldi fræðimanna er þar með erindi og segir Alma Möller heilbrigðisráðherra verk að vinna í málaflokknum. Endurhæfing sé gríðarlega mikilvægur hluti af heilbrigðisþjónustu, mikilvægari en fólk geri sér grein fyrir. Meiri þörf á endurhæfingu Einn þeirra sem flytja erindi er Vignir Sigurðsson, barnalæknir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Hann leiðir verkefni sem kallast Kraftmiklir Krakkar, lífstílsmóttaka fyrir börn með offitu og foreldra þeirra. „Ég er beðinn um að tala um offitu barna strax á eftir Guðrúnu Þuríði sem er yfirlæknir á Reykjalundi, en þar eru þau að sjá mikla endurhæfingarþörf hjá ungu fullorðnu fólki. Sem er með offitu og mikla sjúkdómsbyrði. Þá þurfum við að kíkja til baka og skoða hvernig staðan er hjá börnunum í landinu. Getum við gert eitthvað til að breyta þessari þróun?“ segir Vignir. Algengara á landsbyggðinni Um fjögur þúsund börn á grunnskólaaldri glími við offitu. „Börn með offitu eru fleiri í dag en fyrir tíu árum síðan. Það er alveg klárt. Við sjáum líka að það eru talsvert fleiri börn á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Við vitum ekki alveg af hverju það er, en það er þannig. Það er svipuð þróun og sést alls staðar annars staðar í heiminum,“ segir Vignir. Erfitt að snúa þróuninni við seinna Það þurfi að bregðast við. „Ef við náum að finna að vandamálið sé í uppsiglingu er miklu auðveldara að eiga við þróunina en þegar við erum orðin fullorðin. Kannski komin á þrítugsaldur og búin að vera með vandamálið og fylgisjúkdóma í fimmtán, tuttugu ár. Þá er miklu erfiðara að snúa þróuninni í rétta átt,“ segir Vignir.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Heilsa Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira