Vilja sálfræðinga í öll fangelsi landsins Ólöf Skaftadóttir skrifar 31. mars 2018 08:00 Páll Winkel fangelsismálastjóri. vísir/anton brink Þingflokkur Samfylkingar hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar þess efnis að það verði að minnsta kosti einn sálfræðingur með starfsstöð í hverju fangelsi. Þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Páll Winkel fangelsismálastjóri fagnar þessu framtaki og vonar að málið nái fram að ganga. „Þetta eru auðvitað frábærar fréttir, ef af þessu verður. Hvað getur maður annað sagt?“ spyr Páll og bætir við að það hljóti hver maður að sjá að það sé ekki nóg að fjölga fangarýmum líkt og hefur verið gert, meðal annars með tilkomu nýs fangelsis á Hólmsheiði, heldur verði um leið að fjölga þeim sem sinna föngunum. „Það hefur ekki verið gert síðustu áratugi og raunar þvert á móti,“ útskýrir Páll.Helga Vala Helgadóttir segir málsmeðferðina skjóta skökku viðVÍSIR/VILHELMHjá Fangelsismálastofnun starfa nú fjórir sálfræðingar í þremur stöðugildum. Einn er með starfsstöð á Litla-Hrauni en hinir þrír eru með starfsstöð í Reykjavík. Sálfræðingarnir sinna öllum fangelsum. Engin föst viðvera sálfræðings er á Kvíabryggju og á Akureyri en sálfræðingur fer vikulega á Hólmsheiði og Sogn. „Stjórnvöldum ber skylda til að veita þeim sem er frelsissviptur sálræna aðstoð til að hann hafi möguleika á að koma bættari úr afplánun. Einnig er ljóst að þeir sem dvelja á bak við lás og slá glíma oftar en ekki við fyrri áföll sem mikilvægt er að vinna úr, hvort sem þau áföll tengjast uppvexti, neyslu eða öðru,“ segir í greinargerð með tillögunni. Páll tekur undir þessi orð. „Það blasir við okkur sem í fangelsunum störfum að flestir, ef ekki allir, glíma við einhvers konar fíknivanda – að sama skapi blasir það við okkur að það þarf að hjálpa öllu því fólki sem glímir við slíkan vanda. Menn eru að fremja langflesta glæpi undir áhrifum fíkniefna og ef fólki er hjálpað að takast á við slíkt, þá getum við fækkað afbrotum og þar af leiðandi endurkomum inn í fangelsin. Í mínum huga er þetta svo einfalt, að minnsta kosti hjá stórum hluta minna skjólstæðinga. Að fá sálfræðinga með fasta starfsstöð í hvert fangelsi væri mikið gæfuspor. Samfélagið á að gera allt sem mögulegt er til að hjálpa fólki af glapstigum, og það er svo sem algjörlega óháð stjórnmálaflokkum eða nokkurri pólitík.“ Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Tengdar fréttir Framhaldsskólanemar kalla eftir sálfræðiþjónustu Samband íslenskra framhaldsskólanema fór í gær af stað með herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. 19. febrúar 2018 07:24 Geðheilbrigðismál í fangelsum eru í rúst Úrbótum í geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga miðar ekkert þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar eftirlitsaðila og tvö sjálfsvíg á innan við ári. Forstjóri Fangelsismálastofnunar segir tíma úttekta og skýrslugerðar liðinn. 2. mars 2018 08:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Sjá meira
Þingflokkur Samfylkingar hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar þess efnis að það verði að minnsta kosti einn sálfræðingur með starfsstöð í hverju fangelsi. Þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Páll Winkel fangelsismálastjóri fagnar þessu framtaki og vonar að málið nái fram að ganga. „Þetta eru auðvitað frábærar fréttir, ef af þessu verður. Hvað getur maður annað sagt?“ spyr Páll og bætir við að það hljóti hver maður að sjá að það sé ekki nóg að fjölga fangarýmum líkt og hefur verið gert, meðal annars með tilkomu nýs fangelsis á Hólmsheiði, heldur verði um leið að fjölga þeim sem sinna föngunum. „Það hefur ekki verið gert síðustu áratugi og raunar þvert á móti,“ útskýrir Páll.Helga Vala Helgadóttir segir málsmeðferðina skjóta skökku viðVÍSIR/VILHELMHjá Fangelsismálastofnun starfa nú fjórir sálfræðingar í þremur stöðugildum. Einn er með starfsstöð á Litla-Hrauni en hinir þrír eru með starfsstöð í Reykjavík. Sálfræðingarnir sinna öllum fangelsum. Engin föst viðvera sálfræðings er á Kvíabryggju og á Akureyri en sálfræðingur fer vikulega á Hólmsheiði og Sogn. „Stjórnvöldum ber skylda til að veita þeim sem er frelsissviptur sálræna aðstoð til að hann hafi möguleika á að koma bættari úr afplánun. Einnig er ljóst að þeir sem dvelja á bak við lás og slá glíma oftar en ekki við fyrri áföll sem mikilvægt er að vinna úr, hvort sem þau áföll tengjast uppvexti, neyslu eða öðru,“ segir í greinargerð með tillögunni. Páll tekur undir þessi orð. „Það blasir við okkur sem í fangelsunum störfum að flestir, ef ekki allir, glíma við einhvers konar fíknivanda – að sama skapi blasir það við okkur að það þarf að hjálpa öllu því fólki sem glímir við slíkan vanda. Menn eru að fremja langflesta glæpi undir áhrifum fíkniefna og ef fólki er hjálpað að takast á við slíkt, þá getum við fækkað afbrotum og þar af leiðandi endurkomum inn í fangelsin. Í mínum huga er þetta svo einfalt, að minnsta kosti hjá stórum hluta minna skjólstæðinga. Að fá sálfræðinga með fasta starfsstöð í hvert fangelsi væri mikið gæfuspor. Samfélagið á að gera allt sem mögulegt er til að hjálpa fólki af glapstigum, og það er svo sem algjörlega óháð stjórnmálaflokkum eða nokkurri pólitík.“
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Tengdar fréttir Framhaldsskólanemar kalla eftir sálfræðiþjónustu Samband íslenskra framhaldsskólanema fór í gær af stað með herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. 19. febrúar 2018 07:24 Geðheilbrigðismál í fangelsum eru í rúst Úrbótum í geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga miðar ekkert þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar eftirlitsaðila og tvö sjálfsvíg á innan við ári. Forstjóri Fangelsismálastofnunar segir tíma úttekta og skýrslugerðar liðinn. 2. mars 2018 08:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Sjá meira
Framhaldsskólanemar kalla eftir sálfræðiþjónustu Samband íslenskra framhaldsskólanema fór í gær af stað með herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. 19. febrúar 2018 07:24
Geðheilbrigðismál í fangelsum eru í rúst Úrbótum í geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga miðar ekkert þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar eftirlitsaðila og tvö sjálfsvíg á innan við ári. Forstjóri Fangelsismálastofnunar segir tíma úttekta og skýrslugerðar liðinn. 2. mars 2018 08:00