Náttúrupassi ekki tekinn upp og skattgreiðendur borga Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. mars 2018 20:00 Ríflega 2,8 milljörðum verður varið til uppbyggingar á fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og innviðauppbyggingar á ferðamannastöðum á næstu þremur árum. Fjármagnið kemur úr vasa skattgreiðenda en ekki eru áform um að taka upp náttúrupassa til þess að fá inn tekjur. Ráðherra ferðamála og umhverfisráðherra kynntu í Norræna húsinu í dag stórsókn í uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum með áherslu á friðlýst svæði og fjölgun áfangastaða. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leggur til 722 milljónir ár hvert næstu þrjú ár í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða en þar verður ráðist í 56 verkefni á þessu ári en úr þeim sjóði er úthlutað árlega. Umhverfisráðuneytið mun verja 2,1 milljarði á næstu þremur árum í verkefnaáætlun uppbyggingarinnar á landsvísu. Þrátt fyrir þessar aðgerðir verður ekki hægt að ráðast í öll þau verkefni sem óskað var eftir fjármagni í og heldur ekki öll þau verkefni sem brýna nauðsyn þarf að ráðast í en landið hefur látið á sjá vegna þeirrar gífurlegu aukningu ferðamanna hingað til lands undanfarin ár. „Við erum samt hér að hefja ákveðna sókn í uppbyggingu. Framkvæmdastjóður ferðamannastaða hefur farið úr sjötíu milljónum í sjö hundruð og sjötíu milljónir núna. Ég segi samt líka að ég vonast auðvitað til þess að þessi sjóður þurfi ekki að vera til að eilífu, heldur séum við að bregðast við miklum vexti,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.Hvaðan kemur fjármagnið? „Þetta er í boði skattgreiðenda,“ segir Þórdís. Þórdís segir ferðaþjónustuna skila gífurlegum fjárhæðum í ríkiskassann í dag en greininni fylgja einnig mikil útgjöld og er til skoðunar að taka upp komu og brottfarargjöld til þess að auka tekjurnar.Hefur ekkert verið skoðaður sá möguleiki til að byggja upp innviðina að taka upp títt nefndan náttúrupassa? „Það er aldrei langt í gjaldtökuumræðuna. Náttúrupassi er ekki á borði neins ráðherra í dag,“ segir Þórdís. „Það er verið að skoða gjaldtöku með ýmsum hætti núna og ég nefni það líka að það er gjaldtaka sums staðar eins og í Vatnajökulsþjóðgarði og það fjármagn er þá ætlað líka til þess að fara í þessa hluti,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Í fréttatilkynningu ráðuneytanna í dag kemur fram að þetta sé í fyrsta skipti sem gerðar séu heildstæðar áætlanir til margar ára þegar kemur að mati á uppbyggingarþörf og úthlutun fjármuna. „Sums staðar er ástandið ekki nógu gott en ég held alveg tvímælalaust að með þessum aðgerðum að þá erum við að takast á við þann vanda sem að hefur safnast upp,“ segir Guðmundur. Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ríflega 2,8 milljörðum verður varið til uppbyggingar á fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og innviðauppbyggingar á ferðamannastöðum á næstu þremur árum. Fjármagnið kemur úr vasa skattgreiðenda en ekki eru áform um að taka upp náttúrupassa til þess að fá inn tekjur. Ráðherra ferðamála og umhverfisráðherra kynntu í Norræna húsinu í dag stórsókn í uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum með áherslu á friðlýst svæði og fjölgun áfangastaða. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leggur til 722 milljónir ár hvert næstu þrjú ár í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða en þar verður ráðist í 56 verkefni á þessu ári en úr þeim sjóði er úthlutað árlega. Umhverfisráðuneytið mun verja 2,1 milljarði á næstu þremur árum í verkefnaáætlun uppbyggingarinnar á landsvísu. Þrátt fyrir þessar aðgerðir verður ekki hægt að ráðast í öll þau verkefni sem óskað var eftir fjármagni í og heldur ekki öll þau verkefni sem brýna nauðsyn þarf að ráðast í en landið hefur látið á sjá vegna þeirrar gífurlegu aukningu ferðamanna hingað til lands undanfarin ár. „Við erum samt hér að hefja ákveðna sókn í uppbyggingu. Framkvæmdastjóður ferðamannastaða hefur farið úr sjötíu milljónum í sjö hundruð og sjötíu milljónir núna. Ég segi samt líka að ég vonast auðvitað til þess að þessi sjóður þurfi ekki að vera til að eilífu, heldur séum við að bregðast við miklum vexti,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.Hvaðan kemur fjármagnið? „Þetta er í boði skattgreiðenda,“ segir Þórdís. Þórdís segir ferðaþjónustuna skila gífurlegum fjárhæðum í ríkiskassann í dag en greininni fylgja einnig mikil útgjöld og er til skoðunar að taka upp komu og brottfarargjöld til þess að auka tekjurnar.Hefur ekkert verið skoðaður sá möguleiki til að byggja upp innviðina að taka upp títt nefndan náttúrupassa? „Það er aldrei langt í gjaldtökuumræðuna. Náttúrupassi er ekki á borði neins ráðherra í dag,“ segir Þórdís. „Það er verið að skoða gjaldtöku með ýmsum hætti núna og ég nefni það líka að það er gjaldtaka sums staðar eins og í Vatnajökulsþjóðgarði og það fjármagn er þá ætlað líka til þess að fara í þessa hluti,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Í fréttatilkynningu ráðuneytanna í dag kemur fram að þetta sé í fyrsta skipti sem gerðar séu heildstæðar áætlanir til margar ára þegar kemur að mati á uppbyggingarþörf og úthlutun fjármuna. „Sums staðar er ástandið ekki nógu gott en ég held alveg tvímælalaust að með þessum aðgerðum að þá erum við að takast á við þann vanda sem að hefur safnast upp,“ segir Guðmundur.
Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira