Útflutningur eykst þrátt fyrir styrkingu krónu Sveinn Arnarsson skrifar 23. mars 2018 06:00 Formaður Félags hrossabænda segir gott verð fást fyrir góða gripi en bændur hafi fækkað hjá sér eftir nokkurt offramboð Vísir/Getty Alls voru 1.485 hross flutt út á síðasta ári eða rúmlega fjögur hross á dag að meðaltali. Til samanburðar fæddust um 3.700 folöld í fyrra samkvæmt upprunaættbók íslenska hestsins. Er þetta fjölgun um nærri þrjátíu prósent frá árinu 2010. Sterk staða krónunnar virðist ekki gera hrossabændum erfitt að selja hross út. Þýskaland, Svíþjóð og Danmörk eru aðaláfangastaðir útfluttra hrossa. Samkvæmt WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins, hefur stígandi verið í sölu íslenskra hrossa erlendis. Fleiri íslenskir hestar eru samanlagt í þremur stærstu íslandshestalöndunum en á Íslandi. „Það er mikilvægt fyrir íslenska hrossabændur að flytja út hross. Það bætir stöðu ræktenda og hrossabænda hér á landi. Í gegnum tíðina hefur alltaf ákveðið hlutfall farið út af kynbótahrossum,“ segir Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda.Landsmót hestamannafélaga er haldið í sumar í Reykjavík. Þessi íslandshestahátíð er haldin annað hvert ár. Að mati Sveins er meira um að vera á landsmótsárum og menn leggja meira upp úr starfinu á þessum árum. „Landsmót er auðvitað mikill gluggi fyrir hestinn og hestamennskuna og menn kappkosta að reyna að ná árangri á landsmóti. Landsmót er til að mynda stærsta útihátíð sem haldin er á Íslandi,“ bætir Sveinn við. Mikill fjöldi erlendra gesta mætir á landsmótið hverju sinni. „Góð hross eru að fara út á góðu verði. Góðir gripir geta selst á það góðu verði að það skili miklum virðisauka til eiganda. Það er í sjálfu sér mjög gott fyrir íslandshestaheiminn allan. Íslenski hesturinn er einnig þjóðinni mikilvægur og hefur mikið aðdráttarafl. Það sannast nú best í því að fjölmargir erlendir aðilar hafa beinlínis sest hér að vegna hestsins, eiga hér aðstöðu, húsnæði og jafnvel jarðir, til að stunda sína hestamennsku og ræktun. Það auðvitað skilar sér í bættum þjóðarhag,“ bætir Sveinn við. Fæddum folöldum hefur verið að fækka undanfarið og segir Sveinn að markaðurinn sé að ná jafnvægi á nýjan leik eftir líkast til nokkurt offramboð á hestum síðustu ár. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Alls voru 1.485 hross flutt út á síðasta ári eða rúmlega fjögur hross á dag að meðaltali. Til samanburðar fæddust um 3.700 folöld í fyrra samkvæmt upprunaættbók íslenska hestsins. Er þetta fjölgun um nærri þrjátíu prósent frá árinu 2010. Sterk staða krónunnar virðist ekki gera hrossabændum erfitt að selja hross út. Þýskaland, Svíþjóð og Danmörk eru aðaláfangastaðir útfluttra hrossa. Samkvæmt WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins, hefur stígandi verið í sölu íslenskra hrossa erlendis. Fleiri íslenskir hestar eru samanlagt í þremur stærstu íslandshestalöndunum en á Íslandi. „Það er mikilvægt fyrir íslenska hrossabændur að flytja út hross. Það bætir stöðu ræktenda og hrossabænda hér á landi. Í gegnum tíðina hefur alltaf ákveðið hlutfall farið út af kynbótahrossum,“ segir Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda.Landsmót hestamannafélaga er haldið í sumar í Reykjavík. Þessi íslandshestahátíð er haldin annað hvert ár. Að mati Sveins er meira um að vera á landsmótsárum og menn leggja meira upp úr starfinu á þessum árum. „Landsmót er auðvitað mikill gluggi fyrir hestinn og hestamennskuna og menn kappkosta að reyna að ná árangri á landsmóti. Landsmót er til að mynda stærsta útihátíð sem haldin er á Íslandi,“ bætir Sveinn við. Mikill fjöldi erlendra gesta mætir á landsmótið hverju sinni. „Góð hross eru að fara út á góðu verði. Góðir gripir geta selst á það góðu verði að það skili miklum virðisauka til eiganda. Það er í sjálfu sér mjög gott fyrir íslandshestaheiminn allan. Íslenski hesturinn er einnig þjóðinni mikilvægur og hefur mikið aðdráttarafl. Það sannast nú best í því að fjölmargir erlendir aðilar hafa beinlínis sest hér að vegna hestsins, eiga hér aðstöðu, húsnæði og jafnvel jarðir, til að stunda sína hestamennsku og ræktun. Það auðvitað skilar sér í bættum þjóðarhag,“ bætir Sveinn við. Fæddum folöldum hefur verið að fækka undanfarið og segir Sveinn að markaðurinn sé að ná jafnvægi á nýjan leik eftir líkast til nokkurt offramboð á hestum síðustu ár.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira