Vill að börn læri endurlífgun í stað hertra byssulaga Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2018 21:55 Rick Santorum. Vísir/GETTY Repúblikaninn, fyrrverandi þingmaðurinn og forsetaframbjóðandinn Rick Santorum telur að nemendur í Bandaríkjunum ættu frekar að læra endurlífgun en að berjast fyrir því að „aðrir lagi vandamál þeirra“. Hundruð þúsundir nemenda Bandaríkjanna gengu um götur í gær og kröfðust hertrar löggjafar varðandi bysseign í ríkinu í kjölfar þess að 17 manns voru myrtir í skóla í Flórída í síðasta mánuði. Þetta sagði Santorum á CNN í dag þar sem kröfugöngurnar voru ræddar. „Hvernig væri það ef að, í stað þess að leita að öðrum til að laga þeirra vandamál, myndu þessir krakkar jafnvel læra endurlífgun eða athuga hvernig þau geta brugðist við skotárás.“ „Þau gripu til aðgerða til þess að fá aðra til að breyta lögum. Þau sögðu ekki: Hvernig get ég, sem einstaklingur, tekist á við þetta vandamál? Hvað get ég gert gegn einelti í mínu eigin samfélagi? Hvað get ég gert til að bregðast við skotárás?“Santorum sagði að nemendur ættu frekar að velta þessu fyrir sér en að hugsa: „Oh, einhver annar þarf að setja lög til að vernda mig,“ eins og hann orðaði það.Hér að neðan má sjá umræðuna. Ummæli Santorum má sjá á 4:30.Van Jones, annar gestur CNN, tók nú ekki vel í hugmyndir Santorum og benti á að sonur sinn væri að hefja nám. „Ég vil að hann einbeiti sér að algebru og öðru slíku. Ef hans eina leið til að lifa skólagönguna af er að læra endurlífgun svo hann geti komið vini sínum sem hefur verið skotinn til bjargar ... Þá finnst mér við hafa gengið of langt.“ Santorum var einnig á þeim nótum að hert lög varðandi byssueign myndu ekkert gagn gera. Ummæli þingmannsins fyrrverandi hafa vakið mikla athygli og hafa verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. Bandaríkin Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Obama og Paul McCartney sýndu ungmennunum samstöðu Hundruð þúsunda manna gengu í Washingon-borg í gær til að mótmæla byssuofbeldi og krefjast aðgerða. Ungmenni sem lifðu af skotárás skipulögðu gönguna. 25. mars 2018 11:00 „Nú er nóg komið“ Hundruð þúsunda tóku þátt í March for Our Lives í Bandaríkjunum í gær. 25. mars 2018 10:44 Ældi á sviði og hélt ræðu sinni áfram Sam Fuentes hélt ræðu fyrir framan um hálfa milljón manna og fjölda myndavéla sem sendu ræðuna út víða um heim. 25. mars 2018 20:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Repúblikaninn, fyrrverandi þingmaðurinn og forsetaframbjóðandinn Rick Santorum telur að nemendur í Bandaríkjunum ættu frekar að læra endurlífgun en að berjast fyrir því að „aðrir lagi vandamál þeirra“. Hundruð þúsundir nemenda Bandaríkjanna gengu um götur í gær og kröfðust hertrar löggjafar varðandi bysseign í ríkinu í kjölfar þess að 17 manns voru myrtir í skóla í Flórída í síðasta mánuði. Þetta sagði Santorum á CNN í dag þar sem kröfugöngurnar voru ræddar. „Hvernig væri það ef að, í stað þess að leita að öðrum til að laga þeirra vandamál, myndu þessir krakkar jafnvel læra endurlífgun eða athuga hvernig þau geta brugðist við skotárás.“ „Þau gripu til aðgerða til þess að fá aðra til að breyta lögum. Þau sögðu ekki: Hvernig get ég, sem einstaklingur, tekist á við þetta vandamál? Hvað get ég gert gegn einelti í mínu eigin samfélagi? Hvað get ég gert til að bregðast við skotárás?“Santorum sagði að nemendur ættu frekar að velta þessu fyrir sér en að hugsa: „Oh, einhver annar þarf að setja lög til að vernda mig,“ eins og hann orðaði það.Hér að neðan má sjá umræðuna. Ummæli Santorum má sjá á 4:30.Van Jones, annar gestur CNN, tók nú ekki vel í hugmyndir Santorum og benti á að sonur sinn væri að hefja nám. „Ég vil að hann einbeiti sér að algebru og öðru slíku. Ef hans eina leið til að lifa skólagönguna af er að læra endurlífgun svo hann geti komið vini sínum sem hefur verið skotinn til bjargar ... Þá finnst mér við hafa gengið of langt.“ Santorum var einnig á þeim nótum að hert lög varðandi byssueign myndu ekkert gagn gera. Ummæli þingmannsins fyrrverandi hafa vakið mikla athygli og hafa verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum.
Bandaríkin Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Obama og Paul McCartney sýndu ungmennunum samstöðu Hundruð þúsunda manna gengu í Washingon-borg í gær til að mótmæla byssuofbeldi og krefjast aðgerða. Ungmenni sem lifðu af skotárás skipulögðu gönguna. 25. mars 2018 11:00 „Nú er nóg komið“ Hundruð þúsunda tóku þátt í March for Our Lives í Bandaríkjunum í gær. 25. mars 2018 10:44 Ældi á sviði og hélt ræðu sinni áfram Sam Fuentes hélt ræðu fyrir framan um hálfa milljón manna og fjölda myndavéla sem sendu ræðuna út víða um heim. 25. mars 2018 20:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Obama og Paul McCartney sýndu ungmennunum samstöðu Hundruð þúsunda manna gengu í Washingon-borg í gær til að mótmæla byssuofbeldi og krefjast aðgerða. Ungmenni sem lifðu af skotárás skipulögðu gönguna. 25. mars 2018 11:00
„Nú er nóg komið“ Hundruð þúsunda tóku þátt í March for Our Lives í Bandaríkjunum í gær. 25. mars 2018 10:44
Ældi á sviði og hélt ræðu sinni áfram Sam Fuentes hélt ræðu fyrir framan um hálfa milljón manna og fjölda myndavéla sem sendu ræðuna út víða um heim. 25. mars 2018 20:45