Segir að Rússar muni svara aðgerðum Bandaríkjanna af hörku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2018 09:54 Frá rannsókn á vettvangi í Salisbury þar sem eitrað var fyrir Skripal-feðginunum. Yfir tuttugu vestræn ríki hafa gripið til þess ráðs að vísa rússneskum erindrekum úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir feðginunum. vísir/getty Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. Hann bætir þó við að rússnesk yfirvöld væru enn opin fyrir strategískum viðræðum við Bandaríkjamenn varðandi það hvernig halda megi stöðugleika í samskiptum ríkjanna. Frá því var greint í gær að Bandaríkin muni vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir Skripal-feðginunum í enska bænum Salisbury í byrjun mánaðarins.Yfir erindrekum vísað til baka til Moskvu Yfir tuttugu vestræn ríki hafa gripið til þess ráðs að vísa rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins en rússnesk yfirvald þvertaka fyrir að hafa haft eitthvað með árásina á feðginin að gera en Sergei Skripal er fyrrverandi rússneskur njósnari. Var eitrað fyrir honum og dóttur hans með taugaeitri sem Bretar hafa rakið til rússneskra yfirvalda. Alls hefur yfir 100 rússneskum erindrekum, sem talið er að séu njósnarar í vestrænum ríkjum, verið vísað til baka til Moskvu, að því er fram kemur í frétt Guardian um málið.Spyrja á Twitter hvaða bandarísku ræðisskrifstofu eigi að loka Íslendingar í þessum aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússum með því að hætta öllum tvíhliða samskiptum við Rússa auk þess sem ráðamenn héðan munu ekki mæta á heimsmeistaramótið í Rússlandi sem fram fer í sumar. Ástæða þess að íslensk stjórnvöld vísa engum rússneskum erindreka úr landi er sú að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, að það myndi lama starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu, verði einn íslenskur sendiráðsstarfsmaður rekinn frá Rússlandi, þar sem sendiráðið er svo lítið. Rússnesk yfirvöld hafa lýst aðgerðum vestrænna ríkja sem ögrandi og lofað mótaðgerðum. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, mun taka lokaákvörðunina varðandi það hvernig brugðist verði við en á Twitter hefur rússneska sendiráðið í Bandaríkjunum hlaðið í könnun þar sem spurt er hvaða bandarísku ræðisskrifstofu í Bandaríkjunum fólk vilji loka.US administration ordered the closure of the Russian Consulate in Seattle @GK_Seattle. What US Consulate General would you close in @Russia, if it was up to you to decide— Russia in USA (@RusEmbUSA) March 26, 2018 Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Ástralar vísa rússneskum erindrekum úr landi Ástralía hefur nú bæst í hóp þeirra ríkja sem reka rússneska erindreka úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir Skripal-feðginunum í bænum Salisbury á Englandi á dögunum. 27. mars 2018 08:30 Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. Hann bætir þó við að rússnesk yfirvöld væru enn opin fyrir strategískum viðræðum við Bandaríkjamenn varðandi það hvernig halda megi stöðugleika í samskiptum ríkjanna. Frá því var greint í gær að Bandaríkin muni vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir Skripal-feðginunum í enska bænum Salisbury í byrjun mánaðarins.Yfir erindrekum vísað til baka til Moskvu Yfir tuttugu vestræn ríki hafa gripið til þess ráðs að vísa rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins en rússnesk yfirvald þvertaka fyrir að hafa haft eitthvað með árásina á feðginin að gera en Sergei Skripal er fyrrverandi rússneskur njósnari. Var eitrað fyrir honum og dóttur hans með taugaeitri sem Bretar hafa rakið til rússneskra yfirvalda. Alls hefur yfir 100 rússneskum erindrekum, sem talið er að séu njósnarar í vestrænum ríkjum, verið vísað til baka til Moskvu, að því er fram kemur í frétt Guardian um málið.Spyrja á Twitter hvaða bandarísku ræðisskrifstofu eigi að loka Íslendingar í þessum aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússum með því að hætta öllum tvíhliða samskiptum við Rússa auk þess sem ráðamenn héðan munu ekki mæta á heimsmeistaramótið í Rússlandi sem fram fer í sumar. Ástæða þess að íslensk stjórnvöld vísa engum rússneskum erindreka úr landi er sú að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, að það myndi lama starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu, verði einn íslenskur sendiráðsstarfsmaður rekinn frá Rússlandi, þar sem sendiráðið er svo lítið. Rússnesk yfirvöld hafa lýst aðgerðum vestrænna ríkja sem ögrandi og lofað mótaðgerðum. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, mun taka lokaákvörðunina varðandi það hvernig brugðist verði við en á Twitter hefur rússneska sendiráðið í Bandaríkjunum hlaðið í könnun þar sem spurt er hvaða bandarísku ræðisskrifstofu í Bandaríkjunum fólk vilji loka.US administration ordered the closure of the Russian Consulate in Seattle @GK_Seattle. What US Consulate General would you close in @Russia, if it was up to you to decide— Russia in USA (@RusEmbUSA) March 26, 2018
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Ástralar vísa rússneskum erindrekum úr landi Ástralía hefur nú bæst í hóp þeirra ríkja sem reka rússneska erindreka úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir Skripal-feðginunum í bænum Salisbury á Englandi á dögunum. 27. mars 2018 08:30 Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Ástralar vísa rússneskum erindrekum úr landi Ástralía hefur nú bæst í hóp þeirra ríkja sem reka rússneska erindreka úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir Skripal-feðginunum í bænum Salisbury á Englandi á dögunum. 27. mars 2018 08:30
Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45