Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Erla Björg Gunnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 27. mars 2018 18:30 Á morgun mun frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins birtast á vefsíðu Alþingis. Vísir/pjetur Nýtt frumvarp til laga verður lagt fram á morgun er varðar aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum og aukna upplýsingagjöf til Barnaverndarstofu um þá. Fyrirmyndin er sótt til Bretlands og segir flutningsmaður frumvarpsins mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Á morgun mun frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins birtast á vefsíðu Alþingis þar sem lögð er til breyting á barnaverndarlögum og almennum hegningarlögum til að auka eftirlit með barnaníðingum. Breytingin felur í sér að ríkissaksóknari skuli láta Barnaverndarstofu vita þegar dómar falla vegna kynferðisbrots gegn börnum og fangelsismálastofnun láta vita þegar afplánun hins dæmda lýkur. Einnig að allir sem dæmdir eru fyrir barnaníð skuli samkvæmt dómsorði gangast undir áhættumat þar sem metið er hversu miklar líkur eru á að þeir brjóti af sér að nýju. Slíkt áhættumat hefur verið valkvætt hingað til. Ráðstafanir í öryggisskyni Ef veruleg hætta er talin stafa af viðkomandi eru áframhaldandi ráðstafanir gerðar í öryggisskyni og verður samstarf Barnaverndarstofu og Fangelsismálastofnunar um úrræði. „Ef að men falla undir mestu áhættu þá skuli þeir vera undir sérstöku eftirliti eftir að afplánun lýkur,“ segir Silja í samtali við fréttastofu. Með sérstöku eftirliti er átt við að hægt verði að kveða á um eftirfarandi öryggisráðstafanir í dómi. a) Skyldu til að sinna meðferð á vegum heilbrigðisstarfsmanna.b) Skyldu til að mæta í viðtöl hjá félagsþjónustu.c) Eftirlit með notkun internets og samskiptamiðla. d) Að einstaklingur haldi sig frá neyslu áfengis og vímuefna.e) Eftirlit með heimili.f) Bann við búsetu á heimili þar sem börn eru búsett eða dvelja reglulega.Silja Dögg segir frumvarpið vera tilraun til þess að ávarpa þennan málaflokk og leggja inn og taka umræðuna aðeins lengra.Vísir/HannaTilraun til að taka umræðuna lengra Í þeim tilfellum þar sem kveðið er á um sérstakar öryggisráðstafanir gagnvart einstaklingum er viðkomandi skylt að tilkynna breyttan dvalarstað og Barnaverndarstofa getur tilkynnt viðkomandi barnavernd ef einstaklingur sem veruleg hætta er talin stafa af flytur í umdæmið. Ef einstaklingur sinnir ekki öllum þessum fyrirmælum hér að ofan geti það varðað allt að tveggja ára fangelsi. Silja telur auknar eftirlitsheimildir ekki stangast á við mannréttindalög. „Þetta kerfi hefur verið við lýði í Bretlandi eða ákveðin eða ákveðin útfærsla af því í rúm 20 ár og það hefur reynt á þetta kerfi fyrir mannréttindadómstól Evrópu í tvígang og í bæði skiptin hefur breska ríkið unnið málið.“ Silja segir umræðuna síðustu ár hafa vakið hana til umhugsunar en einnig hafi hún unnið að barnaverndarmálum þegar hún starfaði hjá lögreglunni. Hún segir að bæta þurfi verkferla víða og að lagaleg umgjörð sé nú ekki nógu sterk. „Þetta frumvarp er tilraun til þess að ávarpa þennan málaflokk og leggja inn og svona taka umræðuna aðeins lengra og vonandi náum við einhverjum framförum þarna.“ Alþingi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Nýtt frumvarp til laga verður lagt fram á morgun er varðar aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum og aukna upplýsingagjöf til Barnaverndarstofu um þá. Fyrirmyndin er sótt til Bretlands og segir flutningsmaður frumvarpsins mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Á morgun mun frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins birtast á vefsíðu Alþingis þar sem lögð er til breyting á barnaverndarlögum og almennum hegningarlögum til að auka eftirlit með barnaníðingum. Breytingin felur í sér að ríkissaksóknari skuli láta Barnaverndarstofu vita þegar dómar falla vegna kynferðisbrots gegn börnum og fangelsismálastofnun láta vita þegar afplánun hins dæmda lýkur. Einnig að allir sem dæmdir eru fyrir barnaníð skuli samkvæmt dómsorði gangast undir áhættumat þar sem metið er hversu miklar líkur eru á að þeir brjóti af sér að nýju. Slíkt áhættumat hefur verið valkvætt hingað til. Ráðstafanir í öryggisskyni Ef veruleg hætta er talin stafa af viðkomandi eru áframhaldandi ráðstafanir gerðar í öryggisskyni og verður samstarf Barnaverndarstofu og Fangelsismálastofnunar um úrræði. „Ef að men falla undir mestu áhættu þá skuli þeir vera undir sérstöku eftirliti eftir að afplánun lýkur,“ segir Silja í samtali við fréttastofu. Með sérstöku eftirliti er átt við að hægt verði að kveða á um eftirfarandi öryggisráðstafanir í dómi. a) Skyldu til að sinna meðferð á vegum heilbrigðisstarfsmanna.b) Skyldu til að mæta í viðtöl hjá félagsþjónustu.c) Eftirlit með notkun internets og samskiptamiðla. d) Að einstaklingur haldi sig frá neyslu áfengis og vímuefna.e) Eftirlit með heimili.f) Bann við búsetu á heimili þar sem börn eru búsett eða dvelja reglulega.Silja Dögg segir frumvarpið vera tilraun til þess að ávarpa þennan málaflokk og leggja inn og taka umræðuna aðeins lengra.Vísir/HannaTilraun til að taka umræðuna lengra Í þeim tilfellum þar sem kveðið er á um sérstakar öryggisráðstafanir gagnvart einstaklingum er viðkomandi skylt að tilkynna breyttan dvalarstað og Barnaverndarstofa getur tilkynnt viðkomandi barnavernd ef einstaklingur sem veruleg hætta er talin stafa af flytur í umdæmið. Ef einstaklingur sinnir ekki öllum þessum fyrirmælum hér að ofan geti það varðað allt að tveggja ára fangelsi. Silja telur auknar eftirlitsheimildir ekki stangast á við mannréttindalög. „Þetta kerfi hefur verið við lýði í Bretlandi eða ákveðin eða ákveðin útfærsla af því í rúm 20 ár og það hefur reynt á þetta kerfi fyrir mannréttindadómstól Evrópu í tvígang og í bæði skiptin hefur breska ríkið unnið málið.“ Silja segir umræðuna síðustu ár hafa vakið hana til umhugsunar en einnig hafi hún unnið að barnaverndarmálum þegar hún starfaði hjá lögreglunni. Hún segir að bæta þurfi verkferla víða og að lagaleg umgjörð sé nú ekki nógu sterk. „Þetta frumvarp er tilraun til þess að ávarpa þennan málaflokk og leggja inn og svona taka umræðuna aðeins lengra og vonandi náum við einhverjum framförum þarna.“
Alþingi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira