Bæjarstjóri hækkað um hálfa milljón Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. mars 2018 08:00 Gunnar Einarsson er bæjarstjóri Garðabæjar. VÍSIR/ANTON BRINK Laun og hlunnindi bæjarstjóra Garðabæjar námu ríflega 30 milljónum króna í fyrra, eða sem nemur rúmum 2,5 milljónum króna á mánuði. Grunnlaun bæjarstjórans hafa á kjörtímabilinu hækkað um sem nemur tæpri hálfri milljón á mánuði. Þetta kemur fram í svari bæjarins við fyrirspurn Maríu Grétarsdóttur, bæjarfulltrúa M-lista Fólksins í bænum, um laun bæjarfulltrúa og æðstu stjórnenda sem lagt var fram í bæjarráði Garðabæjar í gær. Á síðasta ári fékk Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, 27,5 milljónir króna, eða sem nemur tæpum 2,3 milljónum króna á mánuði, sem bæjarstjóri. Gunnar er sömuleiðis varamaður í bæjarstjórn Garðabæjar og þiggur laun fyrir fundi þar sem hann tekur sæti. Samkvæmt svarinu fékk hann 507 þúsund krónur á síðasta ári fyrir það en fær ekki greitt fyrir aðra fundarsetu. Ofan á þessi laun bætist síðan bifreiðastyrkur til bæjarstjóra sem á síðasta ári nam rúmlega 2,2 milljónum. Garðabær leggur bæjarstjóranum til Land Cruiser-jeppa, líkt og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Að meðaltali námu því allar greiðslur til bæjarstjórans í fyrra um 30,2 milljónum króna, eða sem nemur 2,5 milljónum á mánuði. Í svarinu eru sundurliðaðar greiðslur til bæjarfulltrúa og stjórnenda frá 2014 til 2017. Þar má sjá að grunnlaun bæjarstjórans námu í upphafi kjörtímabilsins 1.796 þúsund krónum á mánuði samanborið við 2.288 þúsund árið 2017. Grunnlaun bæjarstjórans hafa því hækkað um 5,9 milljónir, eða 27 prósent á tímabilinu og mánaðarlaun hans um sem nemur 491.783 krónum. Hafa ber í huga að með tilliti til launavísitölu hafa grunnlaun bæjarstjórans ekki hækkað umfram hana. Ríflega 15 þúsund íbúar eru í Garðabæ en til samanburðar þá má nefna að heildarlaun Dags. B. Eggertssonar borgarstjóra nema rúmum tveimur milljónum á mánuði, líkt og forsætisráðherra Íslands. Af öðrum hæstlaunaða starfsmanni Garðabæjar má nefna að kostnaður vegna launa og hlunninda bæjarritara nam alls 22,3 milljónum króna á síðasta ári, eða sem nemur 1,8 milljónum á mánuði að meðaltali. María Grétarsdóttir, segir tilefni fyrirspurnarinnar hafa verið kröfu um aukið gagnsæi í launakjörum kjörinna fulltrúa. „Mér fannst mikilvægt að það myndi sama gagnsæi gilda í Garðabæ.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri OR fær þrjár milljónir eftir hækkun Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á dögunum tillögu starfskjaranefndar um að rétt væri að hækka mánaðarlaun Bjarna Bjarnasonar um 6,9 prósent. Fær tæpa hálfa milljón á mánuði fyrir stjórnarsetu í tveimur dótturfélögum OR. 27. mars 2018 06:00 Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði 15. mars 2018 08:00 Útvarpsstjóri fékk 250 þúsund króna launahækkun Árslaun og þóknanir til Magnúsar Geirs Þórðarssonar, útvarpstjóra, hækkuðu um 5,7 milljónir á síðasta ári. 26. mars 2018 20:43 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira
Laun og hlunnindi bæjarstjóra Garðabæjar námu ríflega 30 milljónum króna í fyrra, eða sem nemur rúmum 2,5 milljónum króna á mánuði. Grunnlaun bæjarstjórans hafa á kjörtímabilinu hækkað um sem nemur tæpri hálfri milljón á mánuði. Þetta kemur fram í svari bæjarins við fyrirspurn Maríu Grétarsdóttur, bæjarfulltrúa M-lista Fólksins í bænum, um laun bæjarfulltrúa og æðstu stjórnenda sem lagt var fram í bæjarráði Garðabæjar í gær. Á síðasta ári fékk Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, 27,5 milljónir króna, eða sem nemur tæpum 2,3 milljónum króna á mánuði, sem bæjarstjóri. Gunnar er sömuleiðis varamaður í bæjarstjórn Garðabæjar og þiggur laun fyrir fundi þar sem hann tekur sæti. Samkvæmt svarinu fékk hann 507 þúsund krónur á síðasta ári fyrir það en fær ekki greitt fyrir aðra fundarsetu. Ofan á þessi laun bætist síðan bifreiðastyrkur til bæjarstjóra sem á síðasta ári nam rúmlega 2,2 milljónum. Garðabær leggur bæjarstjóranum til Land Cruiser-jeppa, líkt og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Að meðaltali námu því allar greiðslur til bæjarstjórans í fyrra um 30,2 milljónum króna, eða sem nemur 2,5 milljónum á mánuði. Í svarinu eru sundurliðaðar greiðslur til bæjarfulltrúa og stjórnenda frá 2014 til 2017. Þar má sjá að grunnlaun bæjarstjórans námu í upphafi kjörtímabilsins 1.796 þúsund krónum á mánuði samanborið við 2.288 þúsund árið 2017. Grunnlaun bæjarstjórans hafa því hækkað um 5,9 milljónir, eða 27 prósent á tímabilinu og mánaðarlaun hans um sem nemur 491.783 krónum. Hafa ber í huga að með tilliti til launavísitölu hafa grunnlaun bæjarstjórans ekki hækkað umfram hana. Ríflega 15 þúsund íbúar eru í Garðabæ en til samanburðar þá má nefna að heildarlaun Dags. B. Eggertssonar borgarstjóra nema rúmum tveimur milljónum á mánuði, líkt og forsætisráðherra Íslands. Af öðrum hæstlaunaða starfsmanni Garðabæjar má nefna að kostnaður vegna launa og hlunninda bæjarritara nam alls 22,3 milljónum króna á síðasta ári, eða sem nemur 1,8 milljónum á mánuði að meðaltali. María Grétarsdóttir, segir tilefni fyrirspurnarinnar hafa verið kröfu um aukið gagnsæi í launakjörum kjörinna fulltrúa. „Mér fannst mikilvægt að það myndi sama gagnsæi gilda í Garðabæ.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri OR fær þrjár milljónir eftir hækkun Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á dögunum tillögu starfskjaranefndar um að rétt væri að hækka mánaðarlaun Bjarna Bjarnasonar um 6,9 prósent. Fær tæpa hálfa milljón á mánuði fyrir stjórnarsetu í tveimur dótturfélögum OR. 27. mars 2018 06:00 Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði 15. mars 2018 08:00 Útvarpsstjóri fékk 250 þúsund króna launahækkun Árslaun og þóknanir til Magnúsar Geirs Þórðarssonar, útvarpstjóra, hækkuðu um 5,7 milljónir á síðasta ári. 26. mars 2018 20:43 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira
Forstjóri OR fær þrjár milljónir eftir hækkun Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á dögunum tillögu starfskjaranefndar um að rétt væri að hækka mánaðarlaun Bjarna Bjarnasonar um 6,9 prósent. Fær tæpa hálfa milljón á mánuði fyrir stjórnarsetu í tveimur dótturfélögum OR. 27. mars 2018 06:00
Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði 15. mars 2018 08:00
Útvarpsstjóri fékk 250 þúsund króna launahækkun Árslaun og þóknanir til Magnúsar Geirs Þórðarssonar, útvarpstjóra, hækkuðu um 5,7 milljónir á síðasta ári. 26. mars 2018 20:43