Skripal-feðginin liggja enn þungt haldin Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 10. mars 2018 18:53 Sérfræðingar að störfum á vettvangi í Salisbury. Vísir/AFP Feðginin Sergei og Yulia Skripal, sem urðu fyrir eiturefnaárás á sunnudaginn var, liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi. Ástand þeirra er þó talið stöðugt. BBC greinir frá þessu. Sergei Skripal er fyrrverandi rússneskur njósnari en hann var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa gefið leyniþjónustu Bretlands upplýsingar um útsendara Rússa í Evrópu. Sergei fannst meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð í Salisbury á sunnudaginn var ásamt dóttur sinni, hinni 33 ára gömlu Yuliu. Lögregluþjónninn Nick Bailey, sem veiktist er hann reyndi að koma feðginunum til bjargar, er kominn til meðvitundar en ástand hans er enn alvarlegt. Amber Rudd, innanríkisráðherra Breta, á vettvangi.visir/gettyRannsókn málsins eykst að umfangi Aukið púður hefur verið sett í rannsókn málsins en um 250 starfsmenn hryðjuverkadeildar lögreglunnar leggja nú sitt af mörkum. 200 vitni hafa verið auðkennd auk þess sem verið er að rannsaka yfir 240 sönnunargögn. Cobra-öryggisráðið fundaði vegna málsins síðdegis í dag en Amber Rudd, innanríkisráðherra Breta, sagði í kjölfar fundarins að yfirvöld reyndu hvað þau gætu til þess að hafa uppi á þeim sem bera ábyrgð á tilræðinu. Jarðneskar leifar eiginkonu Skripals, Ludmilu, voru grafnar upp í gær vegna rannsóknarinnar en samkvæmt dánarvottorði var banamein hennar krabbamein. Sonur þeirra hjóna, Alexander, lést í Sankti Pétursborg í fyrra en dánarorsök hans er ókunn. Líkamsleifar hans voru brenndar og munu því ekki nýtast rannsókninni. Rússnesk yfirvöld hafa þvertekið fyrir að eiga nokkra hlutdeild í tilræðinu en Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, hefur ýjað að því að England muni mögulega draga sig úr HM í fótbolta sem fer fram í Rússlandi í sumar. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Fyrrverandi njósnari í lífshættu eftir að hafa komist í snertingu við óþekkt efni Fyrrverandi rússneskur njósnari liggur nú þungt haldinn á spítala í Bretlandi eftir að hann komst í snertingu við óþekkt efni í verslunarmiðstöð í Bretlandi í gær. 5. mars 2018 18:59 Rússar segjast ekkert vita um veikindi fyrrverandi njósnara Veikindi rússnesks njósnara í Bretlandi þykja minna á þegar eitrað var fyrir rússneskum andófsmanni þar fyrir tólf árum. 6. mars 2018 10:56 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Feðginin Sergei og Yulia Skripal, sem urðu fyrir eiturefnaárás á sunnudaginn var, liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi. Ástand þeirra er þó talið stöðugt. BBC greinir frá þessu. Sergei Skripal er fyrrverandi rússneskur njósnari en hann var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa gefið leyniþjónustu Bretlands upplýsingar um útsendara Rússa í Evrópu. Sergei fannst meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð í Salisbury á sunnudaginn var ásamt dóttur sinni, hinni 33 ára gömlu Yuliu. Lögregluþjónninn Nick Bailey, sem veiktist er hann reyndi að koma feðginunum til bjargar, er kominn til meðvitundar en ástand hans er enn alvarlegt. Amber Rudd, innanríkisráðherra Breta, á vettvangi.visir/gettyRannsókn málsins eykst að umfangi Aukið púður hefur verið sett í rannsókn málsins en um 250 starfsmenn hryðjuverkadeildar lögreglunnar leggja nú sitt af mörkum. 200 vitni hafa verið auðkennd auk þess sem verið er að rannsaka yfir 240 sönnunargögn. Cobra-öryggisráðið fundaði vegna málsins síðdegis í dag en Amber Rudd, innanríkisráðherra Breta, sagði í kjölfar fundarins að yfirvöld reyndu hvað þau gætu til þess að hafa uppi á þeim sem bera ábyrgð á tilræðinu. Jarðneskar leifar eiginkonu Skripals, Ludmilu, voru grafnar upp í gær vegna rannsóknarinnar en samkvæmt dánarvottorði var banamein hennar krabbamein. Sonur þeirra hjóna, Alexander, lést í Sankti Pétursborg í fyrra en dánarorsök hans er ókunn. Líkamsleifar hans voru brenndar og munu því ekki nýtast rannsókninni. Rússnesk yfirvöld hafa þvertekið fyrir að eiga nokkra hlutdeild í tilræðinu en Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, hefur ýjað að því að England muni mögulega draga sig úr HM í fótbolta sem fer fram í Rússlandi í sumar.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Fyrrverandi njósnari í lífshættu eftir að hafa komist í snertingu við óþekkt efni Fyrrverandi rússneskur njósnari liggur nú þungt haldinn á spítala í Bretlandi eftir að hann komst í snertingu við óþekkt efni í verslunarmiðstöð í Bretlandi í gær. 5. mars 2018 18:59 Rússar segjast ekkert vita um veikindi fyrrverandi njósnara Veikindi rússnesks njósnara í Bretlandi þykja minna á þegar eitrað var fyrir rússneskum andófsmanni þar fyrir tólf árum. 6. mars 2018 10:56 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Fyrrverandi njósnari í lífshættu eftir að hafa komist í snertingu við óþekkt efni Fyrrverandi rússneskur njósnari liggur nú þungt haldinn á spítala í Bretlandi eftir að hann komst í snertingu við óþekkt efni í verslunarmiðstöð í Bretlandi í gær. 5. mars 2018 18:59
Rússar segjast ekkert vita um veikindi fyrrverandi njósnara Veikindi rússnesks njósnara í Bretlandi þykja minna á þegar eitrað var fyrir rússneskum andófsmanni þar fyrir tólf árum. 6. mars 2018 10:56