Útvarp Akureyri ætlar að útvarpa fréttum RÚV Jakob Bjarnar skrifar 12. mars 2018 11:25 Axel hefur ekki borið þessa ákvörðun neitt sérstaklega undir Magnús Geir Þórðarsson útvarpsstjóra, né þau hjá RÚV. En, mennamálaráðherra veit af þessum fyrirætlunum. Útvarp Akureyri FM 98,7 ætlar að útvarpa fréttum RÚV á tíðnisviði sínu. Axel Axelsson útvarpsstjóri segir RÚV eign þjóðarinnar og sér þessu ekkert til fyrirstöðu. Axel segir þetta lið í að auka þjónustu við hlustendur sína. Fréttir verða sendar út á heila tímanum, alla virka daga til að byrja með. Sent verður út frá fréttastofu Ríkisútvarpsins, sömu fréttir og birtast á Rás 1 og Rás 2 og í Sjónvarpinu.Breytt fjölmiðlalandslag Axel, sem tók við Útvarpi Akureyrar í desember, segist ekki hafa tilkynnt ráðamönnum á RÚV þetta sérstaklega en hann hafi sent Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra tilkynningu þess efnis að þetta standi til. Og fjölmiðlalandslagið sé breytt. „Menn spila allskonar klippur og dót, höfundarréttarmál eru þannig að ekki eru skörp skil. Bara ef vitnað er í „sorsinn“ þá ætti þetta að vera í lagi, hvaðan þú færð fréttina.“ Axel segir að þessi hugmynd hafi komið upp á sínum tíma, þá er hann kom að rekstri X FM og Kiss FM á sínum tíma, sem Síminn var meðal annars hlutahafi í. „Þá var Páll Magnússon útvarpsstjóri. Ég bar þetta upp við hann en viðbrögð voru lítil. Og það varð ekkert af því að við færum í þetta þá.“RÚV er eign allra landsmanna En, nú er lag. Útvarpsstjórinn segir rétt að vissulega séu á þessu margir fletir, svo sem þeir sem snúa að höfundarréttarmálum. Og vissulega megi setja upp „hypothetical“ dæmi, ef allar útvarpsstöðvar myndu bara grípa til þess að senda bara út fréttir RÚV, þá myndi það leiða til einsleitni í fréttaflutningi. En, hann vísar til smæðar útvarpsstöðvarinnar og staðsetningar, þetta sé lítil staðbundin útvarpsstöð. Og á heimasíðu Ríkisútvarpsins þar sem segir: „Ríkisútvarpið er eign allra landsmanna og það er starfsfólki mikið kappsmál að eigendurnir – almenningur – hafi greiðan og góðan aðgang að dagskrá RÚV í sjónvarpi, útvarpi og á vef.“ Auk þess má nefna samkeppnissjónarmið, en í öllu falli verður spennandi að sjá hver framvinda þessa máls verður; hvort RÚV láti þetta óátölulaust.Hefur borið fyrirætlanirnar undir lögmenn Axel segir einsýnt að með þessu, það er að stilla einfaldlega inn á fréttatíma ríkisútvarpsins, þá uppfyllist þetta markmið Ríkisútvarpsins enn betur með dreifingu frétta til allra landsmanna. Þetta sé öryggisatriði, meðal annars, auk þess sem Axel vill gjarnan halda hlustendum sínum upplýstum um gang mála. Hann segir að þessi ákvörðun, að senda fréttir RÚV út með þessum hætti á tíðni stöðvarinnar, hafi verið borin undir lögmenn og sjá þeir ekkert útsendingunum til fyrirstöðu. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Útvarp Akureyri FM 98,7 ætlar að útvarpa fréttum RÚV á tíðnisviði sínu. Axel Axelsson útvarpsstjóri segir RÚV eign þjóðarinnar og sér þessu ekkert til fyrirstöðu. Axel segir þetta lið í að auka þjónustu við hlustendur sína. Fréttir verða sendar út á heila tímanum, alla virka daga til að byrja með. Sent verður út frá fréttastofu Ríkisútvarpsins, sömu fréttir og birtast á Rás 1 og Rás 2 og í Sjónvarpinu.Breytt fjölmiðlalandslag Axel, sem tók við Útvarpi Akureyrar í desember, segist ekki hafa tilkynnt ráðamönnum á RÚV þetta sérstaklega en hann hafi sent Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra tilkynningu þess efnis að þetta standi til. Og fjölmiðlalandslagið sé breytt. „Menn spila allskonar klippur og dót, höfundarréttarmál eru þannig að ekki eru skörp skil. Bara ef vitnað er í „sorsinn“ þá ætti þetta að vera í lagi, hvaðan þú færð fréttina.“ Axel segir að þessi hugmynd hafi komið upp á sínum tíma, þá er hann kom að rekstri X FM og Kiss FM á sínum tíma, sem Síminn var meðal annars hlutahafi í. „Þá var Páll Magnússon útvarpsstjóri. Ég bar þetta upp við hann en viðbrögð voru lítil. Og það varð ekkert af því að við færum í þetta þá.“RÚV er eign allra landsmanna En, nú er lag. Útvarpsstjórinn segir rétt að vissulega séu á þessu margir fletir, svo sem þeir sem snúa að höfundarréttarmálum. Og vissulega megi setja upp „hypothetical“ dæmi, ef allar útvarpsstöðvar myndu bara grípa til þess að senda bara út fréttir RÚV, þá myndi það leiða til einsleitni í fréttaflutningi. En, hann vísar til smæðar útvarpsstöðvarinnar og staðsetningar, þetta sé lítil staðbundin útvarpsstöð. Og á heimasíðu Ríkisútvarpsins þar sem segir: „Ríkisútvarpið er eign allra landsmanna og það er starfsfólki mikið kappsmál að eigendurnir – almenningur – hafi greiðan og góðan aðgang að dagskrá RÚV í sjónvarpi, útvarpi og á vef.“ Auk þess má nefna samkeppnissjónarmið, en í öllu falli verður spennandi að sjá hver framvinda þessa máls verður; hvort RÚV láti þetta óátölulaust.Hefur borið fyrirætlanirnar undir lögmenn Axel segir einsýnt að með þessu, það er að stilla einfaldlega inn á fréttatíma ríkisútvarpsins, þá uppfyllist þetta markmið Ríkisútvarpsins enn betur með dreifingu frétta til allra landsmanna. Þetta sé öryggisatriði, meðal annars, auk þess sem Axel vill gjarnan halda hlustendum sínum upplýstum um gang mála. Hann segir að þessi ákvörðun, að senda fréttir RÚV út með þessum hætti á tíðni stöðvarinnar, hafi verið borin undir lögmenn og sjá þeir ekkert útsendingunum til fyrirstöðu.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira