Líbanskur leikari hreinsaður af ásökunum um njósnir fyrir Ísraelsmenn Birgir Olgeirsson skrifar 13. mars 2018 23:43 Ziad Itani var sigri hrósandi þegar honum var sleppt úr haldi. Vísir/EPA Dómari í Líbanon hefur fellt niður mál gegn líbönskum leikara sem hefur verið í haldi þar í landi í nokkra mánuði grunaður um njósnir fyrir Ísraelsmenn.Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC. Þar kemur fram að leikarinn, Ziad Itani, hafi verið grunaður um að safna upplýsingum um líbanska stjórnmálamenn fyrir Ísraelsmenn. Líbanon á strangt til tekið í stríði við Ísrael og liggur dauðarefsing við því í Líbanon að vinna með Ísraelsmönnum. Itani var handtekinn í nóvember síðastliðnum grunaður um að starfa með og eiga í samskiptum við Ísraelsmenn. Embættismenn á vegum líbanskra yfirvalda sögðust hafa fylgst með leikaranum í nokkra mánuði og rannsakað hans mál. Því var haldið fram að Itani hefði gengist við þessum ásökunum en síðar meir bárust fregnir um að sú játning hefði verið þvinguð fram. Yfirvöld í Líbanon hafa hins vegar neitað þeim ásökunum. Málið hefur fengið mikla umfjöllun í Líbanon og beint sjónum að hvernig þjóðaröryggismálum er háttað þar í landi.„Ég er listamaður og sonur sviðsins. Hvernig gat ég verið sakaður um svo ljótan hlut?,“ sagði Itani þegar fjölmiðlar ræddu við hann eftir að honum var sleppt úr haldi. Dómarinn í máli Itani fyrirskipaði lögreglumönnum að handtaka embættismanninn sem hafði yfirumsjón með rannsókninni á Itani. Sú sem var handtekin heitir Suzan Hobeiche en fyrr í mánuðinum hafði hún verið handtekin grunuðu um að hafa falsað sönnunargögn sem notuð voru gegn leikaranum. BBC segir ekki ljóst fyrir hvað hún var handtekin í dag. Ísrael Líbanon Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Dómari í Líbanon hefur fellt niður mál gegn líbönskum leikara sem hefur verið í haldi þar í landi í nokkra mánuði grunaður um njósnir fyrir Ísraelsmenn.Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC. Þar kemur fram að leikarinn, Ziad Itani, hafi verið grunaður um að safna upplýsingum um líbanska stjórnmálamenn fyrir Ísraelsmenn. Líbanon á strangt til tekið í stríði við Ísrael og liggur dauðarefsing við því í Líbanon að vinna með Ísraelsmönnum. Itani var handtekinn í nóvember síðastliðnum grunaður um að starfa með og eiga í samskiptum við Ísraelsmenn. Embættismenn á vegum líbanskra yfirvalda sögðust hafa fylgst með leikaranum í nokkra mánuði og rannsakað hans mál. Því var haldið fram að Itani hefði gengist við þessum ásökunum en síðar meir bárust fregnir um að sú játning hefði verið þvinguð fram. Yfirvöld í Líbanon hafa hins vegar neitað þeim ásökunum. Málið hefur fengið mikla umfjöllun í Líbanon og beint sjónum að hvernig þjóðaröryggismálum er háttað þar í landi.„Ég er listamaður og sonur sviðsins. Hvernig gat ég verið sakaður um svo ljótan hlut?,“ sagði Itani þegar fjölmiðlar ræddu við hann eftir að honum var sleppt úr haldi. Dómarinn í máli Itani fyrirskipaði lögreglumönnum að handtaka embættismanninn sem hafði yfirumsjón með rannsókninni á Itani. Sú sem var handtekin heitir Suzan Hobeiche en fyrr í mánuðinum hafði hún verið handtekin grunuðu um að hafa falsað sönnunargögn sem notuð voru gegn leikaranum. BBC segir ekki ljóst fyrir hvað hún var handtekin í dag.
Ísrael Líbanon Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira