Annað hljóð í bandaríska strokknum Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. mars 2018 06:28 Theresa May heimsótti Donald Trump í Hvíta húsið í upphafi síðasta árs. Hér má sjá þau með brjóstmynd af hinum breska Winston Churchill. Vísir/AFp Hvíta húsið segist styðja breska bandamenn sína heilshugar þegar kemur að brottvísun 23 rússneskra erindreka frá Bretlandi.Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, tilkynnti í gær að erindrekarnir yrðu sendir úr landi eftir að stjórnvöld í Moskvu neituðu að útskýra hvernig taugaeitur, sem sagt er að eingöngu sé framleitt í Rússlandi, var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. Skripal og dóttir hans liggja þungt haldin á sjúkrahúsi og urðu fleiri fyrir áhrifum eitursins. Rússar hafa ekki hvikað í afstöðu sinni. Þeir komu ekki nálægt banatilræðinu, ekki frekar en 13 öðrum tilfellum þegar eitrað hefur verið fyrir einstaklingum, sem allir höfðu tengsl við Rússland, í Bretlandi.Sjá einnig: Mestu brottvísanir í áratugiBandaríkjamenn hafa til þessa ekki verið tilbúnir til að taka jafn djúpt í árinni þegar kemur að íhlutun Rússa í innanríkismálum annarra landa eins og bresk stjórnvöld gerðu í gær. Síðustu mánuði hefur ítrekað verið rætt og ritað um hugsanlega aðkomu rússneskra stjórnvalda að forsetakosningunum vestanhafs. Leyniþjónustur Bandaríkjanna eru sannfærðar um íhlutun, rannsóknarnefnd repúblikana ekki. Hvað sem því líður virðist vera komið nýtt hljóð í bandaríska strokkinn. Talsmaður Hvíta hússins sakaði þannig Rússa um að grafa undan öryggi ríkja um víða veröld, eitthvað sem bandarísk stjórnvöld hafa verið treg við að tala um opinberlega. Fréttaskýrendur eru líka á einu máli um að eindreginn stuðningur Hvíta hússins við Theresu May í brottvísunarmálinu teljist til töluverðra tíðinda. Talsmaður Hvíta Hússins, Sarah Huckabee Sanders, sagði í samtali við blaðamenn í gær að Bandaríkin vildu tryggja að sambærilegar árásir myndu ekki eiga sér stað aftur. Brottvísun erindrekanna væru jafnframt bara viðbrögð Breta við árásinni. „Þessar nýjustu gjörðir Rússa falla inn í hegðunarmynstur þeirra þar sem gefa lítið fyrir alþjóðlegt lagaumhverfi, grafa undan sjálfstæði og öryggi ríkja heimsins ásamt því að draga úr tiltrú á lýðræðislegum ferlum og stofnunum á Vesturlöndum,“ sagði Sanders. Yfirlýsingar talsmannsins ríma við ummæli sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Nikki Haley, sem sagði í gær að samband Breta og Bandaríkjamanna væri afar sérstakt. Þjóð hennar myndi ávallt standa þétt við bakið á sínum nánustu bandamönnum. Bandaríkin Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32 Mestu brottvísanir í áratugi Deila Rússa og Breta vegna Skripal-málsins harðnar. Tugum erindreka vísað á brott. Rússar ósáttir og hóta gagnaðgerðum. Formaður Verkamannaflokksins hneykslar Theresu May. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Sjá meira
Hvíta húsið segist styðja breska bandamenn sína heilshugar þegar kemur að brottvísun 23 rússneskra erindreka frá Bretlandi.Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, tilkynnti í gær að erindrekarnir yrðu sendir úr landi eftir að stjórnvöld í Moskvu neituðu að útskýra hvernig taugaeitur, sem sagt er að eingöngu sé framleitt í Rússlandi, var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. Skripal og dóttir hans liggja þungt haldin á sjúkrahúsi og urðu fleiri fyrir áhrifum eitursins. Rússar hafa ekki hvikað í afstöðu sinni. Þeir komu ekki nálægt banatilræðinu, ekki frekar en 13 öðrum tilfellum þegar eitrað hefur verið fyrir einstaklingum, sem allir höfðu tengsl við Rússland, í Bretlandi.Sjá einnig: Mestu brottvísanir í áratugiBandaríkjamenn hafa til þessa ekki verið tilbúnir til að taka jafn djúpt í árinni þegar kemur að íhlutun Rússa í innanríkismálum annarra landa eins og bresk stjórnvöld gerðu í gær. Síðustu mánuði hefur ítrekað verið rætt og ritað um hugsanlega aðkomu rússneskra stjórnvalda að forsetakosningunum vestanhafs. Leyniþjónustur Bandaríkjanna eru sannfærðar um íhlutun, rannsóknarnefnd repúblikana ekki. Hvað sem því líður virðist vera komið nýtt hljóð í bandaríska strokkinn. Talsmaður Hvíta hússins sakaði þannig Rússa um að grafa undan öryggi ríkja um víða veröld, eitthvað sem bandarísk stjórnvöld hafa verið treg við að tala um opinberlega. Fréttaskýrendur eru líka á einu máli um að eindreginn stuðningur Hvíta hússins við Theresu May í brottvísunarmálinu teljist til töluverðra tíðinda. Talsmaður Hvíta Hússins, Sarah Huckabee Sanders, sagði í samtali við blaðamenn í gær að Bandaríkin vildu tryggja að sambærilegar árásir myndu ekki eiga sér stað aftur. Brottvísun erindrekanna væru jafnframt bara viðbrögð Breta við árásinni. „Þessar nýjustu gjörðir Rússa falla inn í hegðunarmynstur þeirra þar sem gefa lítið fyrir alþjóðlegt lagaumhverfi, grafa undan sjálfstæði og öryggi ríkja heimsins ásamt því að draga úr tiltrú á lýðræðislegum ferlum og stofnunum á Vesturlöndum,“ sagði Sanders. Yfirlýsingar talsmannsins ríma við ummæli sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Nikki Haley, sem sagði í gær að samband Breta og Bandaríkjamanna væri afar sérstakt. Þjóð hennar myndi ávallt standa þétt við bakið á sínum nánustu bandamönnum.
Bandaríkin Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32 Mestu brottvísanir í áratugi Deila Rússa og Breta vegna Skripal-málsins harðnar. Tugum erindreka vísað á brott. Rússar ósáttir og hóta gagnaðgerðum. Formaður Verkamannaflokksins hneykslar Theresu May. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Sjá meira
Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52
Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32
Mestu brottvísanir í áratugi Deila Rússa og Breta vegna Skripal-málsins harðnar. Tugum erindreka vísað á brott. Rússar ósáttir og hóta gagnaðgerðum. Formaður Verkamannaflokksins hneykslar Theresu May. 15. mars 2018 06:00