Flugvélar að æra þau Ævar og Guðrúnu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. mars 2018 10:30 Guðrún Kristjánsdóttir og Ævar Kjartansson segja sér vart vært í garði sínum á Nönnugötu á góðviðrisdögum vegna ólýsanlegs hávaða frá flugumferð. Vísir/Valli „Mér finnst svo sérkennilegt að þessi litla þjóð okkar skuli ekki vera framsýnni en það að vera með flugvöll í hjarta mið- bæjarins,“ segir listakonan Guðrún Kristjánsdóttir, íbúi á Nönnugötu í miðbæ Reykjavíkur. Guðrún og eiginmaður hennar, Ævar Kjartansson útvarpsmaður, skrifuðu í fyrrasumar bréf til umhverfis og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar vegna hávaða- og olíumengunar frá flugumferð. „Hvunndagurinn verður á einhvern óljósan hátt óttablandinn. Sérstaklega á góðviðrisdögum, því þá fer hávaðinn yfir öll velsæmismörk,“ segir í bréfi hjónanna sem lagt var fyrir á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs með umsögn frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Hjónin hafa búið við Nönnugötu í 45 ár. Þau segja hávaðann og olíuþefinn í vissri vindátt angra þau mikið. Í fyrrasumar hafi þó keyrt um þverbak. „Á sólríkum dögum má oft telja smárellur og þyrlur sem taka á loft á 4 til 5 mínútna fresti og valda ólýsanlegum hávaða. Í brekkunni frá Hallgrímskirkju niður í Hljómskálagarð er hávaðinn sennilega hvað mestur, en allur miðbærinn er undirlagður,“ er rakið í bréfinu. „Nú er svo komið að flugvélahávaðinn nær fram yfir miðnætti og byrjar eldsnemma á morgnana. Umferð þyrla hefur aukist stórlega og útsýnisflug og/eða kennsluflug einnig.“ Umhverfisráð fékk umsögn heilbrigðiseftirlitsins. Hún er byggð á gögnum frá Isavia, sem annast rekstur flugvalla hérlendis. Kemur fram að þótt „flughreyfingum“ við Reykjavíkurflugvöll hafi vissulega fjölgað 2014 til 2016 miðað við næstu þrjú ár þar á undan hafi „flughreyfingum“ við völlinn fækkað sé horft tuttugu ár aftur í tímann. „Þessi gögn styðja því ekki þá fullyrðingu kvartanda að stóraukin flugumferð sé yfir miðbæ Reykjavíkur,“ segir í umsögninni. Þá kemur fram að heilbrigðiseftirlitið hafi ekki gert mælingar á hávaða frá flugumferð í tilefni kvartana. „Ástæðan er sú að ekki er hægt að greina hávaða frá flugi frá bakgrunnshávaða, svo sem umferð.“ Guðrún segir það koma mjög óvart á að flugumferð sé sögð hafa dregist saman. Það sé ekki sú tilfinning sem þau Ævar hafi. Augljóst sé til dæmis að þyrluflug hafi aukist mikið. Einkaþotum fjölgi einnig. „Það sem kemur mér líka á óvart er að umsögn heilbrigðiseftirlitsins sé beint upp úr svörum Isavia. Það er eins og þeir hafi engar rannsóknir sjálfir gert,“ segir Guðrún. Að sögn Guðrúnar eru þau ekki að kvarta stórlega undan áætlunarflugi. „Það er miklu meira álag frá litlum rellum sem gefa frá sér mikinn hávaða,“ undirstrikar hún. Fólk ætti að spyrja sig hvort það vilji menga höfuðborgina með hávaða. Þrátt fyrir umsögn heilbrigðiseftirlitsins bókar umhverfis- og skipulagsráð að mikilvægt sé að brugðist verði við kvörtunum íbúa vegna aukins hávaða af flugumferð. Flugrekstraraðilar eigi eftir föngum að minnka ónæði sem íbúar verða fyrir. „Svo virðist sem það sé einkum hringsól lítilla flugvéla og þyrluflug sem veldur mestu ónæði. Ráðið minnir á að fyrir liggur samningur milli ríkis og borgar frá 25. október 2013 um að innanríkisráðuneytið og Isavia skuli hafa forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður,“ segir ráðið. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Telur hjartað í Vatnsmýri gera illt verra Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður frá Akureyri, segir þróun byggðar í Reykjavík þrengja svo að flugvellinum að hann þurfi að víkja. 11. apríl 2017 07:00 Borgarstjóri segir sjálfstæðismenn komna í innanflokksátök um Reykjavíkurflugvöll „Eina rannsóknarefnið í þessu er hugsanlega þáttur borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins.“ 6. júlí 2017 13:10 Þungavigtarfólk í Viðreisn mótfallið áformum samgönguráðherra um nýja flugstöð í Vatnsmýri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, segir að framtíð innanlandsflugs sé ekki í Vatnsmýri. Að ætla annað sé sóun á dýrmætum tíma og peningum segir ráðherrann í færslu á Twitter. 21. júní 2017 15:30 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
„Mér finnst svo sérkennilegt að þessi litla þjóð okkar skuli ekki vera framsýnni en það að vera með flugvöll í hjarta mið- bæjarins,“ segir listakonan Guðrún Kristjánsdóttir, íbúi á Nönnugötu í miðbæ Reykjavíkur. Guðrún og eiginmaður hennar, Ævar Kjartansson útvarpsmaður, skrifuðu í fyrrasumar bréf til umhverfis og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar vegna hávaða- og olíumengunar frá flugumferð. „Hvunndagurinn verður á einhvern óljósan hátt óttablandinn. Sérstaklega á góðviðrisdögum, því þá fer hávaðinn yfir öll velsæmismörk,“ segir í bréfi hjónanna sem lagt var fyrir á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs með umsögn frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Hjónin hafa búið við Nönnugötu í 45 ár. Þau segja hávaðann og olíuþefinn í vissri vindátt angra þau mikið. Í fyrrasumar hafi þó keyrt um þverbak. „Á sólríkum dögum má oft telja smárellur og þyrlur sem taka á loft á 4 til 5 mínútna fresti og valda ólýsanlegum hávaða. Í brekkunni frá Hallgrímskirkju niður í Hljómskálagarð er hávaðinn sennilega hvað mestur, en allur miðbærinn er undirlagður,“ er rakið í bréfinu. „Nú er svo komið að flugvélahávaðinn nær fram yfir miðnætti og byrjar eldsnemma á morgnana. Umferð þyrla hefur aukist stórlega og útsýnisflug og/eða kennsluflug einnig.“ Umhverfisráð fékk umsögn heilbrigðiseftirlitsins. Hún er byggð á gögnum frá Isavia, sem annast rekstur flugvalla hérlendis. Kemur fram að þótt „flughreyfingum“ við Reykjavíkurflugvöll hafi vissulega fjölgað 2014 til 2016 miðað við næstu þrjú ár þar á undan hafi „flughreyfingum“ við völlinn fækkað sé horft tuttugu ár aftur í tímann. „Þessi gögn styðja því ekki þá fullyrðingu kvartanda að stóraukin flugumferð sé yfir miðbæ Reykjavíkur,“ segir í umsögninni. Þá kemur fram að heilbrigðiseftirlitið hafi ekki gert mælingar á hávaða frá flugumferð í tilefni kvartana. „Ástæðan er sú að ekki er hægt að greina hávaða frá flugi frá bakgrunnshávaða, svo sem umferð.“ Guðrún segir það koma mjög óvart á að flugumferð sé sögð hafa dregist saman. Það sé ekki sú tilfinning sem þau Ævar hafi. Augljóst sé til dæmis að þyrluflug hafi aukist mikið. Einkaþotum fjölgi einnig. „Það sem kemur mér líka á óvart er að umsögn heilbrigðiseftirlitsins sé beint upp úr svörum Isavia. Það er eins og þeir hafi engar rannsóknir sjálfir gert,“ segir Guðrún. Að sögn Guðrúnar eru þau ekki að kvarta stórlega undan áætlunarflugi. „Það er miklu meira álag frá litlum rellum sem gefa frá sér mikinn hávaða,“ undirstrikar hún. Fólk ætti að spyrja sig hvort það vilji menga höfuðborgina með hávaða. Þrátt fyrir umsögn heilbrigðiseftirlitsins bókar umhverfis- og skipulagsráð að mikilvægt sé að brugðist verði við kvörtunum íbúa vegna aukins hávaða af flugumferð. Flugrekstraraðilar eigi eftir föngum að minnka ónæði sem íbúar verða fyrir. „Svo virðist sem það sé einkum hringsól lítilla flugvéla og þyrluflug sem veldur mestu ónæði. Ráðið minnir á að fyrir liggur samningur milli ríkis og borgar frá 25. október 2013 um að innanríkisráðuneytið og Isavia skuli hafa forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður,“ segir ráðið.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Telur hjartað í Vatnsmýri gera illt verra Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður frá Akureyri, segir þróun byggðar í Reykjavík þrengja svo að flugvellinum að hann þurfi að víkja. 11. apríl 2017 07:00 Borgarstjóri segir sjálfstæðismenn komna í innanflokksátök um Reykjavíkurflugvöll „Eina rannsóknarefnið í þessu er hugsanlega þáttur borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins.“ 6. júlí 2017 13:10 Þungavigtarfólk í Viðreisn mótfallið áformum samgönguráðherra um nýja flugstöð í Vatnsmýri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, segir að framtíð innanlandsflugs sé ekki í Vatnsmýri. Að ætla annað sé sóun á dýrmætum tíma og peningum segir ráðherrann í færslu á Twitter. 21. júní 2017 15:30 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Telur hjartað í Vatnsmýri gera illt verra Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður frá Akureyri, segir þróun byggðar í Reykjavík þrengja svo að flugvellinum að hann þurfi að víkja. 11. apríl 2017 07:00
Borgarstjóri segir sjálfstæðismenn komna í innanflokksátök um Reykjavíkurflugvöll „Eina rannsóknarefnið í þessu er hugsanlega þáttur borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins.“ 6. júlí 2017 13:10
Þungavigtarfólk í Viðreisn mótfallið áformum samgönguráðherra um nýja flugstöð í Vatnsmýri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, segir að framtíð innanlandsflugs sé ekki í Vatnsmýri. Að ætla annað sé sóun á dýrmætum tíma og peningum segir ráðherrann í færslu á Twitter. 21. júní 2017 15:30