Óli Jó um ákvörðun KSÍ: Þetta setti blett á íslenska knattspyrnu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2018 14:45 Ólafur Jóhannesson í starfi sínu sem landsliðsþjálfari. Vísir/AFP Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals og fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, var gestur í þættinum Návígi hjá Gunnlaugi Jónssyni á vefmiðlinum fótbolti.net. Ólafur þjálfaði íslenska landsliðið á árunum 2007 til 2011 en síðan tók Lars Lagerbäck við liðinu og við tók gullaldartími liðsins þar sem strákarnir hafa komist inn á EM og HM í fyrsta sinn. Ólafur fer yfir landsliðsárin í samtalinu við Gunnlaug og segir að hann hafi nokkrum sinnum verið nálægt því að hætta að þjálfa liðið sem auk þess að einu sinni hafi hann verið rekinn en haldið samt áfram störfum. Ólafur ræðir meðal annars það þegar KSÍ ákvað að 21 árs landsliðið gengi fyrir A-landsliðinu en þá kom, gullkynslóð íslenska landsliðsins í dag, 21 árs liðinu inn í úrslitakeppni EM. Ólafur var allt annað en ánægður með þá ákvörðun KSÍ. „Ég sagði þeim þarna að ég væri alvarlega að íhuga að stíga frá borði. Mér var misboðið þarna. Við ræddum þetta og á endanum gerði ég það ekki. Það voru kannski mistök hjá mér að hafa ekki gengið frá borði. Í kjölfarið á þessu voru þung samskipti á milli okkar. Ég var rekinn á einhverjum tímapunkti líka en það varð ekkert úr því einhverja hluta vegna," sagði Ólafur í samtalinu við Gunnlaug en hann hélt áfram: „Þjálfararnir hjá hinum liðunum hringdu í mig og spurðu hvað væri í gangi. Við vorum í keppni við önnur lið í riðlinum. Þetta var móðgun við önnur lið að stilla upp B-liði í leik þar sem stig og markatala skipti máli. Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, átti ekki orð. Þetta setti blett á íslenska knattspyrnu,“ sagði Ólafur. Ólafur fékk talsverða gagnrýni í starfi sínu enda gekk lítið hjá liðinu inn á vellinum í leikjum í undankeppnunum. „Ég íhugaði oft hvort ég ætti ekki bara að hætta þessu helvíti. Ég held að það hefðu margir gengið frá borði miðað við þá gagnrýni og bull sem ég fékk yfir mig. Auðvitað er ég ekki besti vinur blaðamanna, ég hef vitað það alla tíð. Ég hef alltaf verið heiðarlegur og unnið mína vinnu. Það sem sumir sögðu á þessum tíma var fyrri neðan allar hellur,“ sagði Ólafur en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér. EM 2016 í Frakklandi EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals og fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, var gestur í þættinum Návígi hjá Gunnlaugi Jónssyni á vefmiðlinum fótbolti.net. Ólafur þjálfaði íslenska landsliðið á árunum 2007 til 2011 en síðan tók Lars Lagerbäck við liðinu og við tók gullaldartími liðsins þar sem strákarnir hafa komist inn á EM og HM í fyrsta sinn. Ólafur fer yfir landsliðsárin í samtalinu við Gunnlaug og segir að hann hafi nokkrum sinnum verið nálægt því að hætta að þjálfa liðið sem auk þess að einu sinni hafi hann verið rekinn en haldið samt áfram störfum. Ólafur ræðir meðal annars það þegar KSÍ ákvað að 21 árs landsliðið gengi fyrir A-landsliðinu en þá kom, gullkynslóð íslenska landsliðsins í dag, 21 árs liðinu inn í úrslitakeppni EM. Ólafur var allt annað en ánægður með þá ákvörðun KSÍ. „Ég sagði þeim þarna að ég væri alvarlega að íhuga að stíga frá borði. Mér var misboðið þarna. Við ræddum þetta og á endanum gerði ég það ekki. Það voru kannski mistök hjá mér að hafa ekki gengið frá borði. Í kjölfarið á þessu voru þung samskipti á milli okkar. Ég var rekinn á einhverjum tímapunkti líka en það varð ekkert úr því einhverja hluta vegna," sagði Ólafur í samtalinu við Gunnlaug en hann hélt áfram: „Þjálfararnir hjá hinum liðunum hringdu í mig og spurðu hvað væri í gangi. Við vorum í keppni við önnur lið í riðlinum. Þetta var móðgun við önnur lið að stilla upp B-liði í leik þar sem stig og markatala skipti máli. Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, átti ekki orð. Þetta setti blett á íslenska knattspyrnu,“ sagði Ólafur. Ólafur fékk talsverða gagnrýni í starfi sínu enda gekk lítið hjá liðinu inn á vellinum í leikjum í undankeppnunum. „Ég íhugaði oft hvort ég ætti ekki bara að hætta þessu helvíti. Ég held að það hefðu margir gengið frá borði miðað við þá gagnrýni og bull sem ég fékk yfir mig. Auðvitað er ég ekki besti vinur blaðamanna, ég hef vitað það alla tíð. Ég hef alltaf verið heiðarlegur og unnið mína vinnu. Það sem sumir sögðu á þessum tíma var fyrri neðan allar hellur,“ sagði Ólafur en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér.
EM 2016 í Frakklandi EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira