Segir umskurð drengja ekki eins sársaukafullan og af er látið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. mars 2018 19:30 Erlendur kvensjúkdómalæknir sem framkvæmt hefur umskurð á drengjum í hundruð skipta hvetur til upplýsandi umræðu um þessi mál hér á landi. Hann segir umskurðinn ekki sársaukafullan og að flest börn hafi verið sofandi á meðan framkvæmdin átti sér stað. Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins um bann við umskurði drengja liggur nú fyrir til annarrar umræðu í allsherjar- og menntamálanefnd. Málið þykir afar umdeilt en verði frumvarpið að lögum verður umskurður á drengjum gerður refsiverður. Ty Erickson er sérfræðilæknir frá Bandaríkjunum og hefur framkvæmt hundruð umskurða í heimalandi sínu. Honum finnst áhugavert hversu mikil umræða er um þessi mál hér á landi. Hann segir að á engan hátt sé hægt að bera saman umskurð drengja og umskurð stúlkna. „Við tölum ekki lengur um "umskurð kvenna" því þetta var ekki umskurður, þetta var afskræming á kynfærum kvenna. Ég er algerlega á móti hvers konar löskun á kynfærum kvenna“, segir Ty Erickson, kvensjúkdómalæknir. Sú aðgerð hafi verið ofbeldisfull og meiðandi en svo sé ekki með umskurð drengja.Ty Erickson segir að umskurður drengja sé alls ekki eins sársaukafullur og af er látið.Stöð 2„Ég hef framkvæmt hundruð umskurða á barnungum drengjum með deyfingu og í dauðhreinsuðu umhverfi. Þarna er um það að ræða að fjarlægja dálitla húð en ekki karlkyns kynfæri, sem er allt annar handleggur,“ segir Ty. Hann segir umskurð drengja alls ekki eins sársaukafullan og af er látið. „Flest börnin sem ég hef gert þetta við hafa sofið, bókstaflega sofið á meðan á aðgerðinni stóð. Svo þetta er ekki sársaukafull aðgerð. Ég hef gert hundruð aðgerða. Ef þetta er gert rétt, með deyfingu, þá er þetta ekki kvalafull aðgerð,“ segir Ty. Ty hvetur áfram til upplýsandi umræðu í þjóðfélaginu en segir að ekki sé rétt að glæpavæða framkvæmdina. Hann segir læknisfræðina hafa margsannað að umskurður drengja sé af hinu góða. „Það er tíföld fækkun reðurkrabbameinstilfella, það er fjórföld fækkun þvagfærasýkinga, það dregur úr hættunni á útbreiðslu kynsjúkdóma. Af þessum ástæðum og öðrum er mikill læknisfræðilegur ávinningur. Ég er ekki að segja að það ætti að umskera alla en þar sem það er ávinningur af þessu ætti að taka foreldrana inn í jöfnuna þegar ákveðið er hver menningin er og hvernig best sé að þjóna barninu,“ segir Ty Erickson kvensjúkdómalæknir. Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48 Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Erlendur kvensjúkdómalæknir sem framkvæmt hefur umskurð á drengjum í hundruð skipta hvetur til upplýsandi umræðu um þessi mál hér á landi. Hann segir umskurðinn ekki sársaukafullan og að flest börn hafi verið sofandi á meðan framkvæmdin átti sér stað. Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins um bann við umskurði drengja liggur nú fyrir til annarrar umræðu í allsherjar- og menntamálanefnd. Málið þykir afar umdeilt en verði frumvarpið að lögum verður umskurður á drengjum gerður refsiverður. Ty Erickson er sérfræðilæknir frá Bandaríkjunum og hefur framkvæmt hundruð umskurða í heimalandi sínu. Honum finnst áhugavert hversu mikil umræða er um þessi mál hér á landi. Hann segir að á engan hátt sé hægt að bera saman umskurð drengja og umskurð stúlkna. „Við tölum ekki lengur um "umskurð kvenna" því þetta var ekki umskurður, þetta var afskræming á kynfærum kvenna. Ég er algerlega á móti hvers konar löskun á kynfærum kvenna“, segir Ty Erickson, kvensjúkdómalæknir. Sú aðgerð hafi verið ofbeldisfull og meiðandi en svo sé ekki með umskurð drengja.Ty Erickson segir að umskurður drengja sé alls ekki eins sársaukafullur og af er látið.Stöð 2„Ég hef framkvæmt hundruð umskurða á barnungum drengjum með deyfingu og í dauðhreinsuðu umhverfi. Þarna er um það að ræða að fjarlægja dálitla húð en ekki karlkyns kynfæri, sem er allt annar handleggur,“ segir Ty. Hann segir umskurð drengja alls ekki eins sársaukafullan og af er látið. „Flest börnin sem ég hef gert þetta við hafa sofið, bókstaflega sofið á meðan á aðgerðinni stóð. Svo þetta er ekki sársaukafull aðgerð. Ég hef gert hundruð aðgerða. Ef þetta er gert rétt, með deyfingu, þá er þetta ekki kvalafull aðgerð,“ segir Ty. Ty hvetur áfram til upplýsandi umræðu í þjóðfélaginu en segir að ekki sé rétt að glæpavæða framkvæmdina. Hann segir læknisfræðina hafa margsannað að umskurður drengja sé af hinu góða. „Það er tíföld fækkun reðurkrabbameinstilfella, það er fjórföld fækkun þvagfærasýkinga, það dregur úr hættunni á útbreiðslu kynsjúkdóma. Af þessum ástæðum og öðrum er mikill læknisfræðilegur ávinningur. Ég er ekki að segja að það ætti að umskera alla en þar sem það er ávinningur af þessu ætti að taka foreldrana inn í jöfnuna þegar ákveðið er hver menningin er og hvernig best sé að þjóna barninu,“ segir Ty Erickson kvensjúkdómalæknir.
Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48 Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20
Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48
Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30