Breytingar á skotvopnalögum einni undirskrift frá veruleika Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. mars 2018 06:20 Vegfarandi leggur hér tuskudýr á skólalóð Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans þar sem 17 manns létust í skotárás um miðjan febrúarmánuð. Vísir/AFP Ný skotvopnalöggjöf í Flórída-ríki er einu skrefi nær því að líta dagsins ljós eftir að fulltrúadeild ríkisþingsins samþykkti frumvarp þess efnis í gærkvöldi. Frumvarpið felur meðal annars í sér að hækka byssukaupaaldurinn úr 18 árum í 21 og innleiða þriggja daga biðtíma frá kaupum til afhendingar skotvopna. Frumvarpið hefur þegar við samþykkt af öldungadeild ríkisþingsins og bíður samþykkis ríkisstjórans Rick Scott. Rúmar þrjár vikur eru frá skotárásinni í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland en árásin er ein sú mannskæðasta sem framin hefur verið í bandarískum skóla. Sautján manns létu lífið, flestir þeirra ungmenni. Eftir árásina tóku námsmenn um öll Bandaríkin að berjast fyrir harðari skotvopnalöggjöf. Fjöldafundir voru skipulagðir og þúsundir sóttu kröfugöngur í mörgum af stærstu borgum landsins. Þessi barátta ungmennanna virðist hafa skilað árangri. Margar stórar verslunarkeðjur í Bandaríkjunum, til að mynda íþróttavöruverslanir Dick's og smávörurisinn Walmart, hafa takmarkað eða hætt sölu á hríðskotarifflum eftir árásina. Að sama skapi hafa mörg stórfyrirtæki hætt að veita meðlimum samtaka bandarískra byssueigenda (NRA) afslætti. Óhætt er að ætla að fyrrnefnt frumvarp í Flórída sé jafnframt afsprengi þessarar baráttu. Þingmenn fulltrúardeildar ríkisins tókust á um frumvarpið í um átta klukkustundir áður en það var samþykkt með 67 atkvæðum gegn 50. Frumvarpið bannar þó ekki sölu á hríðskotarifflum sambærilegum þeim sem Nikolas Cruz notaði til að skjóta samnemendur sína. Slíkt bann var þó ein háværasta krafa mótmælahreyfingarnnar. Þá heimilar frumvarpið einnig starfsmönnum skóla að ganga með skotvopn en kennarar eru þó undanskildir. Starfsmennirnir þurfa að sækja námskeið og fá þjálfun áður en þeir fá leyfi til að bera skotvopn. Gert er ráð fyrir því að frumvarpið verði orðið að lögum að 15 dögum liðnum, nema að ríkisstjórinn neiti að skrifa undir. Rick Scott hefur sjálfur sagst efins um hvort hann undirriti breytingarnar. Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Stuðningur við takmarkanir á byssueign komi ekki til greina Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum segja ekki koma til greina að samtökin styðji við einhverskonar takmarkanir á byssueign í Bandaríkjunum. 26. febrúar 2018 11:45 Stórfyrirtæki yfirgefa hagsmunasamtök byssueigenda eftir skotárásina á Flórída NRA hafa verið holdgervingur andstöðu við herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum um árabil. 24. febrúar 2018 17:29 Öryggisvörðurinn ver aðgerðir sínar í skotárásinni Vopnaði öryggisvörðurinn, sem Bandaríkjaforseti kallaði heigul, hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. 27. febrúar 2018 05:47 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Ný skotvopnalöggjöf í Flórída-ríki er einu skrefi nær því að líta dagsins ljós eftir að fulltrúadeild ríkisþingsins samþykkti frumvarp þess efnis í gærkvöldi. Frumvarpið felur meðal annars í sér að hækka byssukaupaaldurinn úr 18 árum í 21 og innleiða þriggja daga biðtíma frá kaupum til afhendingar skotvopna. Frumvarpið hefur þegar við samþykkt af öldungadeild ríkisþingsins og bíður samþykkis ríkisstjórans Rick Scott. Rúmar þrjár vikur eru frá skotárásinni í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland en árásin er ein sú mannskæðasta sem framin hefur verið í bandarískum skóla. Sautján manns létu lífið, flestir þeirra ungmenni. Eftir árásina tóku námsmenn um öll Bandaríkin að berjast fyrir harðari skotvopnalöggjöf. Fjöldafundir voru skipulagðir og þúsundir sóttu kröfugöngur í mörgum af stærstu borgum landsins. Þessi barátta ungmennanna virðist hafa skilað árangri. Margar stórar verslunarkeðjur í Bandaríkjunum, til að mynda íþróttavöruverslanir Dick's og smávörurisinn Walmart, hafa takmarkað eða hætt sölu á hríðskotarifflum eftir árásina. Að sama skapi hafa mörg stórfyrirtæki hætt að veita meðlimum samtaka bandarískra byssueigenda (NRA) afslætti. Óhætt er að ætla að fyrrnefnt frumvarp í Flórída sé jafnframt afsprengi þessarar baráttu. Þingmenn fulltrúardeildar ríkisins tókust á um frumvarpið í um átta klukkustundir áður en það var samþykkt með 67 atkvæðum gegn 50. Frumvarpið bannar þó ekki sölu á hríðskotarifflum sambærilegum þeim sem Nikolas Cruz notaði til að skjóta samnemendur sína. Slíkt bann var þó ein háværasta krafa mótmælahreyfingarnnar. Þá heimilar frumvarpið einnig starfsmönnum skóla að ganga með skotvopn en kennarar eru þó undanskildir. Starfsmennirnir þurfa að sækja námskeið og fá þjálfun áður en þeir fá leyfi til að bera skotvopn. Gert er ráð fyrir því að frumvarpið verði orðið að lögum að 15 dögum liðnum, nema að ríkisstjórinn neiti að skrifa undir. Rick Scott hefur sjálfur sagst efins um hvort hann undirriti breytingarnar.
Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Stuðningur við takmarkanir á byssueign komi ekki til greina Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum segja ekki koma til greina að samtökin styðji við einhverskonar takmarkanir á byssueign í Bandaríkjunum. 26. febrúar 2018 11:45 Stórfyrirtæki yfirgefa hagsmunasamtök byssueigenda eftir skotárásina á Flórída NRA hafa verið holdgervingur andstöðu við herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum um árabil. 24. febrúar 2018 17:29 Öryggisvörðurinn ver aðgerðir sínar í skotárásinni Vopnaði öryggisvörðurinn, sem Bandaríkjaforseti kallaði heigul, hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. 27. febrúar 2018 05:47 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Stuðningur við takmarkanir á byssueign komi ekki til greina Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum segja ekki koma til greina að samtökin styðji við einhverskonar takmarkanir á byssueign í Bandaríkjunum. 26. febrúar 2018 11:45
Stórfyrirtæki yfirgefa hagsmunasamtök byssueigenda eftir skotárásina á Flórída NRA hafa verið holdgervingur andstöðu við herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum um árabil. 24. febrúar 2018 17:29
Öryggisvörðurinn ver aðgerðir sínar í skotárásinni Vopnaði öryggisvörðurinn, sem Bandaríkjaforseti kallaði heigul, hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. 27. febrúar 2018 05:47