Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Jakob Bjarnar skrifar 21. febrúar 2018 09:48 Hrafn segir mikla gæfu að til sé fólk eins og Silja Dögg sem berst fyrir réttindum barna. Sjálfur talar hann af reynslu í þessum efnum. Silja Dögg Gunnarsdóttir alþingismaður hefur fengið óvæntan stuðningsmann við afar umdeilt umskurðarfrumvarp sitt. Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður hefur stigið fram og sagt það mikla gæfu að til sé fólk eins og Silja Dögg, sem berst fyrir réttlæti til handa börnum. Hrafn hefur sínar persónulegu ástæður fyrir afstöðu sinni, sjálfur var hann umskorinn sem barn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess.Hatröm umræða Hatröm umræða hefur geisað á samfélags- og í fjölmiðlum eftir að Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins ákvað að leggja fram frumvarp þar sem kveðið er á um að bann verði lagt við því að ungir drengir verði umskornir. Málið er afar umdeilt. Agnes M. Sigurðardóttir biskup yfir Íslandi er full efa og telur vert að sýna trúarathöfnum gyðinga og hefðir þeim tengdum ýtrustu virðingu. DV hefur greint frá því að Séra Hildur Eir Bolladóttir sé sömu meiningar. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata hefur meðal annarra lýst sig alfarið á öndverðum meiði. „Mín skylda er sú að ef trúariðkun brýtur réttindi barna þá erum við þingmenn skuldbundnir að láta barnið njóta verndar, samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem er lögfestur á Íslandi,“ segir þingmaðurinn, meðal annars á Pírataspjallinu á Facebook.Margir ósammála Hrafni Fólk skiptist þannig í tvær fylkingar. Hrafn Gunnlaugsson steig inn í hringinn í gær og efndi til umræðna um þetta sjóðheita mál á Facebook-síðu sinni.„Silja Dögg, ásamt átta öðrum þingmönnum, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að umskurður barna almennt yrði bannaður. Frumvarpið felur í sér að einnig verði lagt bann við umskurði á kynfærum drengja en nú þegar er umskurður á kynfærum stúlkna bannaður,“ segir Hrafn og bætir því við að mikil gæfa sé að til sé fólk eins og Silja Dögg, sem berst fyrir réttlæti til handa börnum: „Ber virðingu fyrir þér Silja“. Ekki eru allir sammála þessu uppleggi eins og við mátti búast. Bryndís Böðvarsdóttir bendir á að Silja Dögg leggi til að 6 ára fangelsi verði sem viðurlög fyrir foreldrana, sem er nú varla hagur barnsins.Óvænt afhjúpun Hrafns „Ef trúarhópar telja sig verða að gera þetta fyrir sinn guð, þá munu þeir gera þetta samt á laun einhvernvegin, þá undir kringumstæðum sem ekki tryggja hreinlæti, deyfingu og yfirumsjón lækna.“ Hrafn spyr hvort hún vilji réttlæta glæpi í skjóli trúarkredda? En, Gunnar Theodór Gunnarsson vill taka undir með Bryndísi, segir himinn og haf milli umskurðar drengja og stúlkna. Þórarinn Friðriksson leggur einnig orð í belg og leyfir sér einhverra hluta vegna að efast um að Hrafn sé rétti maðurinn til að vera fundarstjóri í þessari umræðu? En, þar skjátlast honum því Hrafn talar einmitt af reynslu. „Já, ég var umskorinn og það reyndist mér mjög erfitt á unglingsárum. Hef kynnt mér þetta mál þess vegna mikið,“ segir Hrafn.Fer illa með sál og líkama Gunnar Theodór reynir að malda í móinn og hefur sálfræðinga fyrir því að þetta geti reynst börnum og unglingum á Íslandi erfitt vegna þess hversu fáttítt þetta er hér á landi. En Hrafn segist hafa verið umskorinn á barnsaldri „og hef búið við þá bæklun síðan, mér til mikils hnjóðs,“ segir Hrafn og ítrekar að það sé ekki síst vegna þeirrar staðreyndar sem hann hefur kynnt sér þetta mál mjög vel. „Þetta er bæklun og fer illa með sál og líkama.“Uppfært 11:10 Vísir ræddi við Hrafn nú undir hádegi og spurði hann hvernig þetta kom til á sínum tíma. Hrafn segir að aðgerðin hafi verið á einhverjum misskilningi byggð, og fer ekki nánar í saumana á því. „Hér var einhver læknir af erlendu bergi brotinn og þetta var bara einhver misskilningur. Þetta var aldrei rætt við mig sem barn og ungling. Maður sá bara að maður var öðru vísi þegar maður kíkti á tippið á sér. Auðvitað hafði maður áhyggjur af því. Ekki þægilegt heldur. Tippið rekst allt öðru vísi í nærbuxurnar en á öðrum mönnum. Þetta er í raun og veru limlesting, þú ert örkumla,“ segir Hrafn.Hrafn rabbar við Einar Kárason rithöfund. Hrafn segist hafa verið eini drengurinn sem var umskorinn og í leikfimi var komið og hann tekinn sérstaklega út.visir/Anton BrinkHrafn ítrekar að hann sé stoltur af Silju Dögg og þeim þingmönnum sem standa að þessu máli. „Frábærir að koma fram með þetta frumvarp. Hins vegar held ég að biskupinn sé ekki á guðs vegum. Ég held að hún sé á vegum einhverra annarra afla.“Blöskrar afstaða biskups í málinu Hrafni þykir furðu sæta að nú, árið 2018, byggi fólk röksemdafærslu sína á trúarkreddum. „Eigum við ekki að samþykkja það að konur séu grýttar. Það er trúarhefð í sumum samfélögum. Eigum við ekki að sýna ákveðið umburðarlyndi í því?“ spyr Hrafn og bendir á, til að girða fyrir fabúleringar um rasisma, að sjálfur eigi hann þeldökka konu og get ekki talist mikill rasisti. „En, þetta er spurning um að ef þú ert með sjúkt hugarfar, og skiptir engu máli hvort það er komið úr trúarbrögðum eða öðru, þá eigum við að taka á því í nútíma samfélagi.Skelfilegt að vita til þess að biskup landsins sé ekki á guðs vegum heldur tali fyrir svona miðaldahugsunum. Mér finnst að svona kona eigi að segja af sér. Hún skilur ekki sitt hlutverk. Heldur að hún sé einhver pólitíkus; manneskja sem ber að túlka einhverja mismunandi hugmyndir manna um lífið á þennan hátt. Það er ekki hlutverk biskups. Þetta er mjög slæmt. Hún er komin langt út fyrir sitt svið. Mér finnst hún ætti að biðjast afsökunar og/eða segja af sér,“ segir Hrafn.Verður fróðlegt að sjá hverjir standa gegn frumvarpinu Hrafn segir jafnframt að biskupinn sé ekki karlmaður og „veit ekki hvað hún er að röfla um. Það er eins og þessi kona þurfi endilega að hafa skoðanir á einhverju sem hún ætti að láta kjurrt liggja. Kemur mér ekki á óvart að alltaf fækki í Þjóðkirkjunni og þetta verður ekki til að kalla menn þangað inn heldur þvert á móti. Í raun þyrfti að segja öllum þar stríð á hendur. Þegar maður sér fólk hegða sér svona. Þeir sem tala mest tala oft af vanþekkingu.“ Hrafn vonast til að sem flestir þingmenn muni fylgja Silju Dögg í málinu Verður fróðlegt að sjá hverjir ætla að verja forneskjuna og hverjir ætla að standa með nútímanum. Kvikmyndaleikstjórinn segist hafa dregið sig að mestu út úr deilum bæði í samfélagsumræðu sem og í listaverkum sínum. En, þetta mál er út úr öllum ramma að hans mati og honum blöskrar afstaða biskups. Þetta er svo mikil forneskja. „Aðallega sorglegt.“Eini strákurinn sem var umskorinn En, aftur að umskurðinum. Spurt er hvort hann hafi orðið fyrir aðkasti meðal jafnaldra sinna. Hrafn segir það ekki endilega hafa verið svo, en það sé heldur ekki málið.Í leikfimi og sundi og svona, þá koma náttúrlega allir til að horfa á tippið á þér. „Ekki þar með sagt að þeir segi eitthvað ljótt. En þegar allir vilja fara að skoða þig eins og eitthvað fyrirbæri. Ég var eini strákurinn sem var umskorinn. Enginn segir neitt er nóg að hrökkvi upp úr einum: djöfull er þetta ógeðslegt. Nóg að einn segi það þó aðrir reyni að segja annað. Þú ert bara allt öðru vísi.“ Hrafn gefur lítið fyrir allt tal um að opna umræðu og útskýra þetta fyrir krökkunum. Þetta sé einfaldlega bara eins og hver önnur forneskja. Heilbrigðismál Trúmál Tengdar fréttir Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38 Umskurður drengja: Algjörlega óumdeilt að um sársaukafulla aðgerð er að ræða segir barnaskurðlæknir "Allir sem á annað borð eru svona af guði gerðir geta sennilega rétt ímyndað sér hvernig er að láta klippa þetta af ódeyft.“ 14. febrúar 2018 22:02 Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07 Fríkirkjuprestur um umskurðarfrumvarpið: „Verulega vanhugsað og skaðlegt“ Harðorður í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 14. febrúar 2018 11:15 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir alþingismaður hefur fengið óvæntan stuðningsmann við afar umdeilt umskurðarfrumvarp sitt. Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður hefur stigið fram og sagt það mikla gæfu að til sé fólk eins og Silja Dögg, sem berst fyrir réttlæti til handa börnum. Hrafn hefur sínar persónulegu ástæður fyrir afstöðu sinni, sjálfur var hann umskorinn sem barn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess.Hatröm umræða Hatröm umræða hefur geisað á samfélags- og í fjölmiðlum eftir að Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins ákvað að leggja fram frumvarp þar sem kveðið er á um að bann verði lagt við því að ungir drengir verði umskornir. Málið er afar umdeilt. Agnes M. Sigurðardóttir biskup yfir Íslandi er full efa og telur vert að sýna trúarathöfnum gyðinga og hefðir þeim tengdum ýtrustu virðingu. DV hefur greint frá því að Séra Hildur Eir Bolladóttir sé sömu meiningar. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata hefur meðal annarra lýst sig alfarið á öndverðum meiði. „Mín skylda er sú að ef trúariðkun brýtur réttindi barna þá erum við þingmenn skuldbundnir að láta barnið njóta verndar, samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem er lögfestur á Íslandi,“ segir þingmaðurinn, meðal annars á Pírataspjallinu á Facebook.Margir ósammála Hrafni Fólk skiptist þannig í tvær fylkingar. Hrafn Gunnlaugsson steig inn í hringinn í gær og efndi til umræðna um þetta sjóðheita mál á Facebook-síðu sinni.„Silja Dögg, ásamt átta öðrum þingmönnum, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að umskurður barna almennt yrði bannaður. Frumvarpið felur í sér að einnig verði lagt bann við umskurði á kynfærum drengja en nú þegar er umskurður á kynfærum stúlkna bannaður,“ segir Hrafn og bætir því við að mikil gæfa sé að til sé fólk eins og Silja Dögg, sem berst fyrir réttlæti til handa börnum: „Ber virðingu fyrir þér Silja“. Ekki eru allir sammála þessu uppleggi eins og við mátti búast. Bryndís Böðvarsdóttir bendir á að Silja Dögg leggi til að 6 ára fangelsi verði sem viðurlög fyrir foreldrana, sem er nú varla hagur barnsins.Óvænt afhjúpun Hrafns „Ef trúarhópar telja sig verða að gera þetta fyrir sinn guð, þá munu þeir gera þetta samt á laun einhvernvegin, þá undir kringumstæðum sem ekki tryggja hreinlæti, deyfingu og yfirumsjón lækna.“ Hrafn spyr hvort hún vilji réttlæta glæpi í skjóli trúarkredda? En, Gunnar Theodór Gunnarsson vill taka undir með Bryndísi, segir himinn og haf milli umskurðar drengja og stúlkna. Þórarinn Friðriksson leggur einnig orð í belg og leyfir sér einhverra hluta vegna að efast um að Hrafn sé rétti maðurinn til að vera fundarstjóri í þessari umræðu? En, þar skjátlast honum því Hrafn talar einmitt af reynslu. „Já, ég var umskorinn og það reyndist mér mjög erfitt á unglingsárum. Hef kynnt mér þetta mál þess vegna mikið,“ segir Hrafn.Fer illa með sál og líkama Gunnar Theodór reynir að malda í móinn og hefur sálfræðinga fyrir því að þetta geti reynst börnum og unglingum á Íslandi erfitt vegna þess hversu fáttítt þetta er hér á landi. En Hrafn segist hafa verið umskorinn á barnsaldri „og hef búið við þá bæklun síðan, mér til mikils hnjóðs,“ segir Hrafn og ítrekar að það sé ekki síst vegna þeirrar staðreyndar sem hann hefur kynnt sér þetta mál mjög vel. „Þetta er bæklun og fer illa með sál og líkama.“Uppfært 11:10 Vísir ræddi við Hrafn nú undir hádegi og spurði hann hvernig þetta kom til á sínum tíma. Hrafn segir að aðgerðin hafi verið á einhverjum misskilningi byggð, og fer ekki nánar í saumana á því. „Hér var einhver læknir af erlendu bergi brotinn og þetta var bara einhver misskilningur. Þetta var aldrei rætt við mig sem barn og ungling. Maður sá bara að maður var öðru vísi þegar maður kíkti á tippið á sér. Auðvitað hafði maður áhyggjur af því. Ekki þægilegt heldur. Tippið rekst allt öðru vísi í nærbuxurnar en á öðrum mönnum. Þetta er í raun og veru limlesting, þú ert örkumla,“ segir Hrafn.Hrafn rabbar við Einar Kárason rithöfund. Hrafn segist hafa verið eini drengurinn sem var umskorinn og í leikfimi var komið og hann tekinn sérstaklega út.visir/Anton BrinkHrafn ítrekar að hann sé stoltur af Silju Dögg og þeim þingmönnum sem standa að þessu máli. „Frábærir að koma fram með þetta frumvarp. Hins vegar held ég að biskupinn sé ekki á guðs vegum. Ég held að hún sé á vegum einhverra annarra afla.“Blöskrar afstaða biskups í málinu Hrafni þykir furðu sæta að nú, árið 2018, byggi fólk röksemdafærslu sína á trúarkreddum. „Eigum við ekki að samþykkja það að konur séu grýttar. Það er trúarhefð í sumum samfélögum. Eigum við ekki að sýna ákveðið umburðarlyndi í því?“ spyr Hrafn og bendir á, til að girða fyrir fabúleringar um rasisma, að sjálfur eigi hann þeldökka konu og get ekki talist mikill rasisti. „En, þetta er spurning um að ef þú ert með sjúkt hugarfar, og skiptir engu máli hvort það er komið úr trúarbrögðum eða öðru, þá eigum við að taka á því í nútíma samfélagi.Skelfilegt að vita til þess að biskup landsins sé ekki á guðs vegum heldur tali fyrir svona miðaldahugsunum. Mér finnst að svona kona eigi að segja af sér. Hún skilur ekki sitt hlutverk. Heldur að hún sé einhver pólitíkus; manneskja sem ber að túlka einhverja mismunandi hugmyndir manna um lífið á þennan hátt. Það er ekki hlutverk biskups. Þetta er mjög slæmt. Hún er komin langt út fyrir sitt svið. Mér finnst hún ætti að biðjast afsökunar og/eða segja af sér,“ segir Hrafn.Verður fróðlegt að sjá hverjir standa gegn frumvarpinu Hrafn segir jafnframt að biskupinn sé ekki karlmaður og „veit ekki hvað hún er að röfla um. Það er eins og þessi kona þurfi endilega að hafa skoðanir á einhverju sem hún ætti að láta kjurrt liggja. Kemur mér ekki á óvart að alltaf fækki í Þjóðkirkjunni og þetta verður ekki til að kalla menn þangað inn heldur þvert á móti. Í raun þyrfti að segja öllum þar stríð á hendur. Þegar maður sér fólk hegða sér svona. Þeir sem tala mest tala oft af vanþekkingu.“ Hrafn vonast til að sem flestir þingmenn muni fylgja Silju Dögg í málinu Verður fróðlegt að sjá hverjir ætla að verja forneskjuna og hverjir ætla að standa með nútímanum. Kvikmyndaleikstjórinn segist hafa dregið sig að mestu út úr deilum bæði í samfélagsumræðu sem og í listaverkum sínum. En, þetta mál er út úr öllum ramma að hans mati og honum blöskrar afstaða biskups. Þetta er svo mikil forneskja. „Aðallega sorglegt.“Eini strákurinn sem var umskorinn En, aftur að umskurðinum. Spurt er hvort hann hafi orðið fyrir aðkasti meðal jafnaldra sinna. Hrafn segir það ekki endilega hafa verið svo, en það sé heldur ekki málið.Í leikfimi og sundi og svona, þá koma náttúrlega allir til að horfa á tippið á þér. „Ekki þar með sagt að þeir segi eitthvað ljótt. En þegar allir vilja fara að skoða þig eins og eitthvað fyrirbæri. Ég var eini strákurinn sem var umskorinn. Enginn segir neitt er nóg að hrökkvi upp úr einum: djöfull er þetta ógeðslegt. Nóg að einn segi það þó aðrir reyni að segja annað. Þú ert bara allt öðru vísi.“ Hrafn gefur lítið fyrir allt tal um að opna umræðu og útskýra þetta fyrir krökkunum. Þetta sé einfaldlega bara eins og hver önnur forneskja.
Heilbrigðismál Trúmál Tengdar fréttir Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38 Umskurður drengja: Algjörlega óumdeilt að um sársaukafulla aðgerð er að ræða segir barnaskurðlæknir "Allir sem á annað borð eru svona af guði gerðir geta sennilega rétt ímyndað sér hvernig er að láta klippa þetta af ódeyft.“ 14. febrúar 2018 22:02 Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07 Fríkirkjuprestur um umskurðarfrumvarpið: „Verulega vanhugsað og skaðlegt“ Harðorður í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 14. febrúar 2018 11:15 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38
Umskurður drengja: Algjörlega óumdeilt að um sársaukafulla aðgerð er að ræða segir barnaskurðlæknir "Allir sem á annað borð eru svona af guði gerðir geta sennilega rétt ímyndað sér hvernig er að láta klippa þetta af ódeyft.“ 14. febrúar 2018 22:02
Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07
Fríkirkjuprestur um umskurðarfrumvarpið: „Verulega vanhugsað og skaðlegt“ Harðorður í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 14. febrúar 2018 11:15