Evrópskir stjórnmálamenn sverja af sér tengsl við kosningastjóra Trump Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2018 21:01 Gusenbauer stjórnaði Habsborgarhópnum svonefnda. Í ákæru Mueller kemur fram að félögum hans hafi verið ætlað að koma fram sem óháðir álitsgjafar um málefni Úkraínu þegar þeir voru í reynd á launum hjá stjórnvöldum í Kænugarði. Vísir/AFP Alfred Gusenbauer, fyrrverandi kanslari Austurríkis, segist ekki hafa vitað af því að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump, hafi staðið að baki hópi fyrrverandi háttsetra evrópskra stjórnmálamanna sem töluðu máli úkraínskra stjórnvalda. Vísað er til hópsins í ákæru gegn Manafort. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016, hefur ákært Manafort fyrir fjölda brota sem tengjast störfum hans sem málafylgjumaður fyrir Viktor Janúkovitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Í nýjum liðum sem bætt hefur verið við ákæruna kemur fram að Manafort hafi greitt hópi fyrrverandi háttsettra stjórnmálamanna frá Evrópu tvær milljónir dollara á laun fyrir að koma fram sem óháðir álitsgjafar um málefni Úkraínu undir stjórn Janúkovitsj sem var tengdur stjórnvöldum í Kreml. Í ákærunni kom aðeins fram að „kanslari“ hafi leitt hópinn og hafa böndin borist að Gusenbauer. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir honum að hann hafi tekið þátt í „göfugum“ tilraunum til þess að færa Úkraínu nær Evrópusambandinu. Hann hafi staðið í þeirri meiningu að hann hefði fengið greitt fyrir ráðgjafarstörf frá bandarísku fyrirtæki, ekki Manafort eða ríkisstjórn Janúkovitsj. Hann segist þó hafa hitt Manafort í tvígang. „Ég vissi ekki af því að Manafort fjármagnaði þetta starf og að sjálfsögðu tengdist ég ekki störfum hans innan Úkraínu,“ segir Gusenbauer.Leyndu fé sem þeir fengu fyrir málafylgjustörfin fyrir JanúkovitsjRomano Prodi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur einnig verið bendlaður við „Habsborgarhópinn“ svonefnda sem Manafort kom á fót. Hann segist hafa verið hluti af hópi evrópskra stjórnmálamanna sem hafi verið að reyna að skilja hvort eitthvað væri hægt að gera í málefnum Úkraínu. Það hafi hins vegar ekki reynst hægt og því hafi þeir hætt þeim tilraunum. Janúkovitsj flúði til Moskvu eftir að honum var steypt af stóli í miklum mótmælum í Úkraínu árið 2013. Manafort fékk milljónir dollara fyrir ráðgjafarstörf fyrir Héraðaflokk Janúkovitsj fram að þeim tíma. Ákærur Mueller á hendur Manafort varða að miklu leyti fjármunina sem Manafort fékk fyrir þau störf. Hann og Rick Gates, viðskiptafélagi hans og aðstoðarkosningastjóri Trump, eru sakaðir um að hafa falið féð fyrir bandarískum stjórnvöldum og vanrækt að skrá sig sem málafylgjumenn erlends ríkis eins og þeim bar lagaleg skylda til að gera. Gates játaði sök að hluta til í gær. Hann er sagður hafa náð samkomulagi við saksóknarana um að vinna með þeim og veita upplýsingar. Þrátt fyrir að Manafort hafi hætt sem kosningastjóri Trump eftir ásakanir um að hann hefði þegið milljónir frá Janúkovitsj í ágúst árið 2016 hélt Gates áfram að starfa fyrir framboðið. Hann var jafnframt varaformaður nefndar sem annaðist valdatöku Trump eftir kosningarnar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bætt við ákærurnar gegn starfsmönnum framboðs Trump Ekki er ljóst hvort að nýjum áskökunum hafi verið bætt við eða hugsanlegu samkomulagi um játningu annars eða beggja sakborninga. 21. febrúar 2018 22:15 Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55 Evrópskir stjórnmálamenn blandast inn í Rússarannsóknina Fyrrverandi kosningastjóri Trump greiddi evrópskum fyrrverandi stjórnmálamönnum á laun fyrir að tala máli úkraínskra stjórnvalda sem voru höll undir Kreml. 23. febrúar 2018 23:00 Starfsmenn framboðs Trump ákærðir fyrir fleiri fjármálaglæpi Fleiri liðum um fjársvik og peningaþvætti hefur verið bætt við ákæru á hendur fyrrverandi kosningastjóra og aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump. 22. febrúar 2018 22:12 Starfsmaður framboðs Trump játar sök Rick Gates gæti veitt rannsakendum upplýsingar um það sem gekk á innan forsetaframboðs Donalds Trump fyrir kosningarnar árið 2016. Hann hefur gert samkomulag við saksóknara. 23. febrúar 2018 19:02 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Alfred Gusenbauer, fyrrverandi kanslari Austurríkis, segist ekki hafa vitað af því að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump, hafi staðið að baki hópi fyrrverandi háttsetra evrópskra stjórnmálamanna sem töluðu máli úkraínskra stjórnvalda. Vísað er til hópsins í ákæru gegn Manafort. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016, hefur ákært Manafort fyrir fjölda brota sem tengjast störfum hans sem málafylgjumaður fyrir Viktor Janúkovitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Í nýjum liðum sem bætt hefur verið við ákæruna kemur fram að Manafort hafi greitt hópi fyrrverandi háttsettra stjórnmálamanna frá Evrópu tvær milljónir dollara á laun fyrir að koma fram sem óháðir álitsgjafar um málefni Úkraínu undir stjórn Janúkovitsj sem var tengdur stjórnvöldum í Kreml. Í ákærunni kom aðeins fram að „kanslari“ hafi leitt hópinn og hafa böndin borist að Gusenbauer. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir honum að hann hafi tekið þátt í „göfugum“ tilraunum til þess að færa Úkraínu nær Evrópusambandinu. Hann hafi staðið í þeirri meiningu að hann hefði fengið greitt fyrir ráðgjafarstörf frá bandarísku fyrirtæki, ekki Manafort eða ríkisstjórn Janúkovitsj. Hann segist þó hafa hitt Manafort í tvígang. „Ég vissi ekki af því að Manafort fjármagnaði þetta starf og að sjálfsögðu tengdist ég ekki störfum hans innan Úkraínu,“ segir Gusenbauer.Leyndu fé sem þeir fengu fyrir málafylgjustörfin fyrir JanúkovitsjRomano Prodi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur einnig verið bendlaður við „Habsborgarhópinn“ svonefnda sem Manafort kom á fót. Hann segist hafa verið hluti af hópi evrópskra stjórnmálamanna sem hafi verið að reyna að skilja hvort eitthvað væri hægt að gera í málefnum Úkraínu. Það hafi hins vegar ekki reynst hægt og því hafi þeir hætt þeim tilraunum. Janúkovitsj flúði til Moskvu eftir að honum var steypt af stóli í miklum mótmælum í Úkraínu árið 2013. Manafort fékk milljónir dollara fyrir ráðgjafarstörf fyrir Héraðaflokk Janúkovitsj fram að þeim tíma. Ákærur Mueller á hendur Manafort varða að miklu leyti fjármunina sem Manafort fékk fyrir þau störf. Hann og Rick Gates, viðskiptafélagi hans og aðstoðarkosningastjóri Trump, eru sakaðir um að hafa falið féð fyrir bandarískum stjórnvöldum og vanrækt að skrá sig sem málafylgjumenn erlends ríkis eins og þeim bar lagaleg skylda til að gera. Gates játaði sök að hluta til í gær. Hann er sagður hafa náð samkomulagi við saksóknarana um að vinna með þeim og veita upplýsingar. Þrátt fyrir að Manafort hafi hætt sem kosningastjóri Trump eftir ásakanir um að hann hefði þegið milljónir frá Janúkovitsj í ágúst árið 2016 hélt Gates áfram að starfa fyrir framboðið. Hann var jafnframt varaformaður nefndar sem annaðist valdatöku Trump eftir kosningarnar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bætt við ákærurnar gegn starfsmönnum framboðs Trump Ekki er ljóst hvort að nýjum áskökunum hafi verið bætt við eða hugsanlegu samkomulagi um játningu annars eða beggja sakborninga. 21. febrúar 2018 22:15 Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55 Evrópskir stjórnmálamenn blandast inn í Rússarannsóknina Fyrrverandi kosningastjóri Trump greiddi evrópskum fyrrverandi stjórnmálamönnum á laun fyrir að tala máli úkraínskra stjórnvalda sem voru höll undir Kreml. 23. febrúar 2018 23:00 Starfsmenn framboðs Trump ákærðir fyrir fleiri fjármálaglæpi Fleiri liðum um fjársvik og peningaþvætti hefur verið bætt við ákæru á hendur fyrrverandi kosningastjóra og aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump. 22. febrúar 2018 22:12 Starfsmaður framboðs Trump játar sök Rick Gates gæti veitt rannsakendum upplýsingar um það sem gekk á innan forsetaframboðs Donalds Trump fyrir kosningarnar árið 2016. Hann hefur gert samkomulag við saksóknara. 23. febrúar 2018 19:02 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Bætt við ákærurnar gegn starfsmönnum framboðs Trump Ekki er ljóst hvort að nýjum áskökunum hafi verið bætt við eða hugsanlegu samkomulagi um játningu annars eða beggja sakborninga. 21. febrúar 2018 22:15
Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55
Evrópskir stjórnmálamenn blandast inn í Rússarannsóknina Fyrrverandi kosningastjóri Trump greiddi evrópskum fyrrverandi stjórnmálamönnum á laun fyrir að tala máli úkraínskra stjórnvalda sem voru höll undir Kreml. 23. febrúar 2018 23:00
Starfsmenn framboðs Trump ákærðir fyrir fleiri fjármálaglæpi Fleiri liðum um fjársvik og peningaþvætti hefur verið bætt við ákæru á hendur fyrrverandi kosningastjóra og aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump. 22. febrúar 2018 22:12
Starfsmaður framboðs Trump játar sök Rick Gates gæti veitt rannsakendum upplýsingar um það sem gekk á innan forsetaframboðs Donalds Trump fyrir kosningarnar árið 2016. Hann hefur gert samkomulag við saksóknara. 23. febrúar 2018 19:02