Togstreita hamlar hagkvæmni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. febrúar 2018 07:11 Skýrsla ríkisendurskoðunar er svört en þar segir að fjármunir í heilbrigðiskerfinu nýtist illa sökum togstreitu stofnana VÍSIR/VILHELM Togstreitu gætir milli lykilstofnana í heilbrigðiskerfinu og má rekja hana til óljósrar stefnu stjórnvalda um skipulag heilbrigðiskerfisins. Afleiðingin er sú að fjármunir nýtast illa og hamlar það því að samningar, kaup og greiðsluþátttaka vegna heilbrigðisþjónustu séu þjóðhagslega hagkvæm. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) sem kaupanda heilbrigðisþjónustu. SÍ var komið á fót með lögum árið 2008 en hlutverk þeirra er að hafa umsjón með verkþáttum sem varða samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu og greiðslu endurgjalds fyrir hana. Heildstæð stefna um heilbrigðisþjónustu hefur síðan þá ekki legið fyrir. Sömu sögu er að segja af langtímastefnu fyrir stofnunina. Afleiðingin er sú að samningar SÍ hafa verið stefnumótandi fyrir þróun og gerð kerfisins.Sjá einnig: Samningar Sjúkratrygginga hafa ekki tryggt markviss kaup ríkisins Meðal þess sem vakin er athygli á í skýrslunni er að útgjöld SÍ til sérgreinalækna jukust um tæp 50 prósent að teknu tilliti til verðlagsþróunar, fóru úr 6,1 milljarði í 9,8 milljarða, milli 2012 og 2016. Þá er þess einnig getið að samstarf um gæðaeftirlit milli Embættis landlæknis og SÍ hafi ekki verið fyrir hendi frá stofnun SÍ. Stærsta ástæðan er „ósamstaða stofnananna“. Sem dæmi um þetta er nefnt í skýrslunni að SÍ hafi haldið áfram greiðslum til meðferðarþjónustu í Krýsuvík til dagsins í dag þrátt fyrir alvarlegar athugasemdir Landlæknis við fyrirkomulag þjónustunnar frá árinu 2016. Þá er þess einnig getið að SÍ hafi árið 2016 komist að þeirri niðurstöðu að ákveðnir þjónustuþættir Reykjalundar væru allt að tvöfalt dýrari en þjónusta annars staðar. Þrátt fyrir það var þeim viðskiptum haldið áfram. Þessar niðurstöður koma mér í sjálfu sér ekkert á óvart,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, læknir og varaformaður velferðarnefndar Alþingis. „Við sem samfélag höfum ekki verið nægilega dugleg að búa til heilbrigðisáætlanir og fylgja þeim eftir. Í því endurspeglast þessi vandi sem er að koma upp.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra gat ekki veitt svör um málið í gær. Svar aðstoðarmanns hennar var á þann veg að það yrði gert síðar í vikunni. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Samningar Sjúkratrygginga hafa ekki tryggt markviss kaup ríkisins Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. 26. febrúar 2018 14:24 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Togstreitu gætir milli lykilstofnana í heilbrigðiskerfinu og má rekja hana til óljósrar stefnu stjórnvalda um skipulag heilbrigðiskerfisins. Afleiðingin er sú að fjármunir nýtast illa og hamlar það því að samningar, kaup og greiðsluþátttaka vegna heilbrigðisþjónustu séu þjóðhagslega hagkvæm. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) sem kaupanda heilbrigðisþjónustu. SÍ var komið á fót með lögum árið 2008 en hlutverk þeirra er að hafa umsjón með verkþáttum sem varða samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu og greiðslu endurgjalds fyrir hana. Heildstæð stefna um heilbrigðisþjónustu hefur síðan þá ekki legið fyrir. Sömu sögu er að segja af langtímastefnu fyrir stofnunina. Afleiðingin er sú að samningar SÍ hafa verið stefnumótandi fyrir þróun og gerð kerfisins.Sjá einnig: Samningar Sjúkratrygginga hafa ekki tryggt markviss kaup ríkisins Meðal þess sem vakin er athygli á í skýrslunni er að útgjöld SÍ til sérgreinalækna jukust um tæp 50 prósent að teknu tilliti til verðlagsþróunar, fóru úr 6,1 milljarði í 9,8 milljarða, milli 2012 og 2016. Þá er þess einnig getið að samstarf um gæðaeftirlit milli Embættis landlæknis og SÍ hafi ekki verið fyrir hendi frá stofnun SÍ. Stærsta ástæðan er „ósamstaða stofnananna“. Sem dæmi um þetta er nefnt í skýrslunni að SÍ hafi haldið áfram greiðslum til meðferðarþjónustu í Krýsuvík til dagsins í dag þrátt fyrir alvarlegar athugasemdir Landlæknis við fyrirkomulag þjónustunnar frá árinu 2016. Þá er þess einnig getið að SÍ hafi árið 2016 komist að þeirri niðurstöðu að ákveðnir þjónustuþættir Reykjalundar væru allt að tvöfalt dýrari en þjónusta annars staðar. Þrátt fyrir það var þeim viðskiptum haldið áfram. Þessar niðurstöður koma mér í sjálfu sér ekkert á óvart,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, læknir og varaformaður velferðarnefndar Alþingis. „Við sem samfélag höfum ekki verið nægilega dugleg að búa til heilbrigðisáætlanir og fylgja þeim eftir. Í því endurspeglast þessi vandi sem er að koma upp.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra gat ekki veitt svör um málið í gær. Svar aðstoðarmanns hennar var á þann veg að það yrði gert síðar í vikunni.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Samningar Sjúkratrygginga hafa ekki tryggt markviss kaup ríkisins Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. 26. febrúar 2018 14:24 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Samningar Sjúkratrygginga hafa ekki tryggt markviss kaup ríkisins Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. 26. febrúar 2018 14:24