Laugum neitað um 110 milljóna króna bætur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. febrúar 2018 07:00 Aðstaðan í kjallara Sundlaugar Kópavogs er eftirsótt. Visir/Eyþór Kröfu líkamsræktarstöðvarinnar Lauga á hendur Kópavogsbæ um 110 milljóna króna bætur var hafnað í Héraðsdómi Reykjaness. Laugar, undir nafninu Þrek ehf. á þeim tíma, kvartaði til Samkeppniseftirlitsins undan niðurgreiðslu Kópavogsbæjar á rekstri líkamsræktarstöðvar Gym heilsu ehf. í sundlaugum bæjarins. Þannig væri Gym heilsu gert kleift að bjóða þjónustu á verði sem aðrir gætu ekki keppt við. Samkeppniseftirlitið tók afstöðu með Laugum og í febrúar 2012 féllst bærinn á að bjóða líkamsræktaraðstöðuna út. Engin tilboð bárust hins vegar og hélt Gym heilsa starfseminni áfram. Undan því kvörtuðu Laugar til Samkeppniseftirlitsins og í mars 2014 auglýsti bærinn aftur eftir tilboðum í aðstöðuna. Laugar buðu þá ríflega 101 milljón króna og Gym heilsa tæpar 88 milljónir. Formgalli var á tilboði Gym heilsu þar sem einingarverð og undirskrift vantaði og bent var á að trygg fjárhagsstaða væri skilyrði en að eiginfjárstaða Lauga væri neikvæð.Björn Leifsson, annar aðaleigandi Lauga.Í umfjöllun héraðsdóms kemur fram að Björn Leifsson, eigandi Lauga, sagði að tilteknir stjórnmálamenn í Kópavogi hefðu lýst sig andsnúna því að tilboði Lauga yrði tekið. Vísað hafi verið til hans sem „Herra Gróða“ og undirskriftum safnað gegn Laugum. „Val á rekstraraðila í útboðinu hafi því orðið hápólitískt mál og markvisst unnið gegn því að tilboði stefnanda [Lauga] yrði tekið, á forsendum sem hvergi væru nefndar í útboðslýsingu.“ Kópavogsbær sagði viðbrögð kjörinna fulltrúa ekki hafa skipt máli er tilboði Lauga var hafnað. Tilboð Gym heilsu var metið ógilt og því hvorugu tilboðinu tekið en samningurinn við Gym heilsu framlengdur til 1. júní 2016. Eftir tvo útboð til viðbótar tók Rebook Fitness aðstöðuna á leigu. Laugar kröfðust 659 milljóna króna í bætur í desember 2014 vegna ólögmætrar höfnunar á tilboði. Þessari kröfu hafnaði Kópavogsbær. Laugar fékk þá dómkvaddan matsmann til að meta tjón fyrirtækisins. Taldi hann tjónið vera 201 milljón króna ef samningur hefði verið til tólf ára og 155 milljónir miðað við átta ára samning. Stefndu Laugar síðan Kópavogsbæ og kröfðust 201 milljónar króna bóta en upphæðin var síðan lækkuð í 110 milljónir eftir yfirmat nýrra dómkvaddra matsmanna. Héraðsdómur Reykjanes segir að þar sem ársreikningar Lauga hafi síðustu tvö árin sýnt neikvætt eigið fé hafi höfnun tilboðsins verið á málefnalegum grunni. „Voru engar grunnreglur stjórnsýslu brotnar sem geta leitt til skaðabótaskyldu,“ segir í dóminum. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Kópavogur Sundlaugar Tengdar fréttir Hafna 659 milljóna kröfu World Class Kópavogsbær segist verja hagsmuni með framlengingu samnings við Gym heilsu um leigu á líkamsræktaraðstöðu í sundlaugum Kópavogs og hafnar 659 milljóna króna kröfu Lauga sem tóku þátt í útboði um leiguna og segja ekki farið að lögum. 13. desember 2014 08:00 Af „mönnum“ og misskilningi í Sundlaug Kópavogs Tilefni þessarar greinar er grein sem Lárus Jón Guðmundsson skrifar og birtist Fréttablaðinu 16. júní sl., undir yfirskriftinni "Er kúkur í Sundlaug Kópavogs“. Nokkurs misskilnings gætir í greininni sem rétt að leiðrétta. 22. júní 2016 07:00 Gengið til samninga við Reebok Fitness Alls bárust fjögur tilboð, frá Gym heilsu, Reebok Fitness, World Class og Förlunda Gard AB. 19. febrúar 2016 14:33 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Kröfu líkamsræktarstöðvarinnar Lauga á hendur Kópavogsbæ um 110 milljóna króna bætur var hafnað í Héraðsdómi Reykjaness. Laugar, undir nafninu Þrek ehf. á þeim tíma, kvartaði til Samkeppniseftirlitsins undan niðurgreiðslu Kópavogsbæjar á rekstri líkamsræktarstöðvar Gym heilsu ehf. í sundlaugum bæjarins. Þannig væri Gym heilsu gert kleift að bjóða þjónustu á verði sem aðrir gætu ekki keppt við. Samkeppniseftirlitið tók afstöðu með Laugum og í febrúar 2012 féllst bærinn á að bjóða líkamsræktaraðstöðuna út. Engin tilboð bárust hins vegar og hélt Gym heilsa starfseminni áfram. Undan því kvörtuðu Laugar til Samkeppniseftirlitsins og í mars 2014 auglýsti bærinn aftur eftir tilboðum í aðstöðuna. Laugar buðu þá ríflega 101 milljón króna og Gym heilsa tæpar 88 milljónir. Formgalli var á tilboði Gym heilsu þar sem einingarverð og undirskrift vantaði og bent var á að trygg fjárhagsstaða væri skilyrði en að eiginfjárstaða Lauga væri neikvæð.Björn Leifsson, annar aðaleigandi Lauga.Í umfjöllun héraðsdóms kemur fram að Björn Leifsson, eigandi Lauga, sagði að tilteknir stjórnmálamenn í Kópavogi hefðu lýst sig andsnúna því að tilboði Lauga yrði tekið. Vísað hafi verið til hans sem „Herra Gróða“ og undirskriftum safnað gegn Laugum. „Val á rekstraraðila í útboðinu hafi því orðið hápólitískt mál og markvisst unnið gegn því að tilboði stefnanda [Lauga] yrði tekið, á forsendum sem hvergi væru nefndar í útboðslýsingu.“ Kópavogsbær sagði viðbrögð kjörinna fulltrúa ekki hafa skipt máli er tilboði Lauga var hafnað. Tilboð Gym heilsu var metið ógilt og því hvorugu tilboðinu tekið en samningurinn við Gym heilsu framlengdur til 1. júní 2016. Eftir tvo útboð til viðbótar tók Rebook Fitness aðstöðuna á leigu. Laugar kröfðust 659 milljóna króna í bætur í desember 2014 vegna ólögmætrar höfnunar á tilboði. Þessari kröfu hafnaði Kópavogsbær. Laugar fékk þá dómkvaddan matsmann til að meta tjón fyrirtækisins. Taldi hann tjónið vera 201 milljón króna ef samningur hefði verið til tólf ára og 155 milljónir miðað við átta ára samning. Stefndu Laugar síðan Kópavogsbæ og kröfðust 201 milljónar króna bóta en upphæðin var síðan lækkuð í 110 milljónir eftir yfirmat nýrra dómkvaddra matsmanna. Héraðsdómur Reykjanes segir að þar sem ársreikningar Lauga hafi síðustu tvö árin sýnt neikvætt eigið fé hafi höfnun tilboðsins verið á málefnalegum grunni. „Voru engar grunnreglur stjórnsýslu brotnar sem geta leitt til skaðabótaskyldu,“ segir í dóminum.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Kópavogur Sundlaugar Tengdar fréttir Hafna 659 milljóna kröfu World Class Kópavogsbær segist verja hagsmuni með framlengingu samnings við Gym heilsu um leigu á líkamsræktaraðstöðu í sundlaugum Kópavogs og hafnar 659 milljóna króna kröfu Lauga sem tóku þátt í útboði um leiguna og segja ekki farið að lögum. 13. desember 2014 08:00 Af „mönnum“ og misskilningi í Sundlaug Kópavogs Tilefni þessarar greinar er grein sem Lárus Jón Guðmundsson skrifar og birtist Fréttablaðinu 16. júní sl., undir yfirskriftinni "Er kúkur í Sundlaug Kópavogs“. Nokkurs misskilnings gætir í greininni sem rétt að leiðrétta. 22. júní 2016 07:00 Gengið til samninga við Reebok Fitness Alls bárust fjögur tilboð, frá Gym heilsu, Reebok Fitness, World Class og Förlunda Gard AB. 19. febrúar 2016 14:33 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Hafna 659 milljóna kröfu World Class Kópavogsbær segist verja hagsmuni með framlengingu samnings við Gym heilsu um leigu á líkamsræktaraðstöðu í sundlaugum Kópavogs og hafnar 659 milljóna króna kröfu Lauga sem tóku þátt í útboði um leiguna og segja ekki farið að lögum. 13. desember 2014 08:00
Af „mönnum“ og misskilningi í Sundlaug Kópavogs Tilefni þessarar greinar er grein sem Lárus Jón Guðmundsson skrifar og birtist Fréttablaðinu 16. júní sl., undir yfirskriftinni "Er kúkur í Sundlaug Kópavogs“. Nokkurs misskilnings gætir í greininni sem rétt að leiðrétta. 22. júní 2016 07:00
Gengið til samninga við Reebok Fitness Alls bárust fjögur tilboð, frá Gym heilsu, Reebok Fitness, World Class og Förlunda Gard AB. 19. febrúar 2016 14:33