Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 06:45 Lögregla og sérsveit fluttu nemendur burt af vettvangi. Vísir/Getty Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída í gærkvöldi er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. Hann er fyrrverandi nemendi Marjory Stoneman Douglas High skólans en 17 samnemendur hans og kennarar létust í árásinni. Lögreglan vinnur nú að því að greina hegðun Cruz á samfélagsmiðlum. Haft eftir lögreglustjóra á vef breska ríkisútvarpsins að margar færslur byssumannsins í aðdraganda árásarinnar hafi verið „mjög, mjög óhugnalegar.“ Að sögn miðla vestanhafs hafði Cruz verið vikið úr skólanum vegna hegðunarvandamála, sem þó eru ekki útskýrð nánar. Þá er haft eftir samnemendum hans að Cruz hafi áður hótað þeim öllu illu. Þeir hafi jafnvel grínast með það sín á milli að Cruz væri líklegur til þess að mæta einn daginn með sjálfvirkan riffil í skólann. Sjá einnig: Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í FlórídaByssumaðurinn er sagður hafa notað AR-15 hríðskotariffil til verksins, ekki ósvipaðan þessum hér.Vísir/GettyCruz hélt að framhaldsskólanum klukkan 20 í gærkvöldi að íslenskum tíma eða um það leyti sem flestir nemenda skólans voru á heimleið. Hann myrti þrjá fyrir utan skólann áður en hann stráfelldi 12 á göngum byggingarinnar. Þeirra á meðal var þjálfari ruðningsliðs skólans. 17 voru fluttir á sjúkrahús og létust 2 af sárum sínum þegar þangað var komið. Rúma klukkustund tók að yfirbuga Cruz sem sagður er hafa kveikt á brunavarnakerfi skólans áður en hann hleypti af. Varð það til þess eins að valda meiri glundroða að sögn vitna, sem margir töldu að um eldvarnaræfingu væri að ræða. Var það til þess að margir leituðu skjóls á svokölluðum söfnunarsvæðum þangað sem fólk skal leita í eldsvoða. Bandarískir miðlar greina frá því að Cruz sé meðal hinna særðu og að þrír séu enn taldir í lífshættu. Enn er unnið að því að nafngreina fórnarlömbin en árásin er sú mannskæðasta í bandarískum framhaldsskóla síðan árið 2012. Þá létust 26 í skotárás í Connecticut.Hér að neðan má sjá myndband BBC sem rekur atburðarásina í gær. Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída í gærkvöldi er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. Hann er fyrrverandi nemendi Marjory Stoneman Douglas High skólans en 17 samnemendur hans og kennarar létust í árásinni. Lögreglan vinnur nú að því að greina hegðun Cruz á samfélagsmiðlum. Haft eftir lögreglustjóra á vef breska ríkisútvarpsins að margar færslur byssumannsins í aðdraganda árásarinnar hafi verið „mjög, mjög óhugnalegar.“ Að sögn miðla vestanhafs hafði Cruz verið vikið úr skólanum vegna hegðunarvandamála, sem þó eru ekki útskýrð nánar. Þá er haft eftir samnemendum hans að Cruz hafi áður hótað þeim öllu illu. Þeir hafi jafnvel grínast með það sín á milli að Cruz væri líklegur til þess að mæta einn daginn með sjálfvirkan riffil í skólann. Sjá einnig: Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í FlórídaByssumaðurinn er sagður hafa notað AR-15 hríðskotariffil til verksins, ekki ósvipaðan þessum hér.Vísir/GettyCruz hélt að framhaldsskólanum klukkan 20 í gærkvöldi að íslenskum tíma eða um það leyti sem flestir nemenda skólans voru á heimleið. Hann myrti þrjá fyrir utan skólann áður en hann stráfelldi 12 á göngum byggingarinnar. Þeirra á meðal var þjálfari ruðningsliðs skólans. 17 voru fluttir á sjúkrahús og létust 2 af sárum sínum þegar þangað var komið. Rúma klukkustund tók að yfirbuga Cruz sem sagður er hafa kveikt á brunavarnakerfi skólans áður en hann hleypti af. Varð það til þess eins að valda meiri glundroða að sögn vitna, sem margir töldu að um eldvarnaræfingu væri að ræða. Var það til þess að margir leituðu skjóls á svokölluðum söfnunarsvæðum þangað sem fólk skal leita í eldsvoða. Bandarískir miðlar greina frá því að Cruz sé meðal hinna særðu og að þrír séu enn taldir í lífshættu. Enn er unnið að því að nafngreina fórnarlömbin en árásin er sú mannskæðasta í bandarískum framhaldsskóla síðan árið 2012. Þá létust 26 í skotárás í Connecticut.Hér að neðan má sjá myndband BBC sem rekur atburðarásina í gær.
Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26