Skilorðsbundinn dómur fyrir stórfellt brot í nánu sambandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. febrúar 2018 22:00 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness í desember síðastliðnum. Vísir/GVA Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi sambýliskonu hans.Vísir greindi frá ákæru á hendur manninum á síðasta ári en honum var meðal annars gefið að sök að hafa slegið hana ítrekað í andlit og líkama, haldið henni niðri í gólfinu og slegið ítrekað með olnboga í brjóstkassa. Þá var honum einnig gefið að sök að hafa hótað konunni lífláti og svipta hana frelsi með því að meina henni útgöngu úr íbúðinni þar sem árásin átti sér stað. Hlaut konan, sem er um þrítugt, miklar bólgur í andliti, sýnilega áverka í andliti í formi sokkins auga og brotinnar tannar. Þá hlaut hún mar um allan líkamann.Maðurinn neitaði að hleypa lögreglu inn til sín, en heimilaði sjúkraflutningamanni sem var með lögreglu að koma inn. Eftir stutt samtal þeirra heimilaði ákærði lögreglu aðgang að íbúðinVísir/eyþórSagðist hafa ætlað að hræða konuna til þess að segja sannleikannEftir að hafa verið saman í afmæli fóru maðurinn og konan saman á heimili mannsins. Óumdeilt er í málinu að allt var í góðu á milli þeirra þangað til konan fór í sturtu. Notaði maðurinn þá tækifærið til þess að skoða samskipti hennar og vinkonu hennar á Facebook. Reiddist hann þegar hann uppgötvaði að konan hafði breytt lykilorðinu. Krafðist hann þess að fá að sjá skilaboðin en sagðist maðurinn hafa „brotnað niður“ er konan eyddi þeim. Lagði hann þá hendur á konuna, líkt og lýst er hér fyrir ofan. Sagði hann einnig að ofbeldið hefði stigmagnast því að hann hafi reynt að hræða konuna til þess að segja sér „sannleikann“. Þá sagði hann einnig að tilgangur ofbeldisins hafi ekki verið að meiða konuna líkamlega, enda hafi hann ekki kýlt konuna með krepptum hnefa, heldur notað „þykkhöndina“. Fyrir dómi sagði maðurinn að árásin hefði staðið yfir í um fimmtán til tuttugu mínútur en í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að miðað við málsatvik sé ekki óvarlegt að ætla að atlagan hafi staðið yfir í allt að eina klukkustund.Þótti hafa sýnt iðrun en úthúðaði konunnni í athugasemdakerfum vefmiðlaJátaði maðurinn líkamsárás á hendur konunni en hafnaði því að árásin varðaði við 218. grein almennra hegningarlaga sem nær meðal annars yfir brot gegn heilsu eða velferð núverandi eða fyrrverandi maka eða sambúðaraðila. Þá hafnaði hann því að hafa svipt konuna frelsi, að hafa tekið hana kverkataki, þrengt að öndunarvegi og slegið hana með olnbogum. Þá neitaði hann því að hafa hótað henni lífláti. Að mati héraðsdóms var framburður konunnar fyrir dómi metinn trúverðugur um það að maðurinn hefði á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð brotaþola. Þá renndi álit réttarmeinafræðings stoðum undir framburð konunnar. „Er það niðurstaða dómsins að ekki sé óvarlegt, eins og atvikum málsins er háttað, að leggja til grundvallar framburð brotaþola og þykir sannað að ákærði hafi veist á alvarlegan hátt að brotaþola með þeim afleiðingum sem lýst er, svipt hana frelsi um stund og haldið henni nauðugri á heimili hans og hótað henni lífláti,“ að því er segir í dómi héraðsdóms. Í dóminum kemur fram að maðurinn hafi ekki áður sætt refsingu. Fyrir dómi sagði hann að árásin hefði verið framin í mikilli geðshræringu og „sæi hann mjög eftir þessu.“ Þá segir einnig að fyrir liggi að maðurinn hafi glímt við sálræna erfiðleika og hafi sýnt iðrun vegna verksins. Væri því hæfilegt að dæma manninn í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna sem falli niður haldi maðurinn almennt skilorð næstu tvö árin. Athygli vekur að í dóminum segir að maðurinn hafi sett sig í sambandi við brotaþola og aðra henni tengda eftir atvikið. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn hafi sent vinum konunnar skilaboð þar sem hann úthúðar sinni fyrrverandi sambýliskonu. Þá hefur hann sömuleiðis gripið til ummælakerfis vefmiðla og farið ófögrum orðum um konuna. Var maðurinn einnig dæmdur til þess að greiða konunni 1,2 milljónir króna í miska- og skaðabætur, auk þess sem hann var dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, um 1,3 milljónir króna.Dóm Héraðsdóms Reykjaness má sjá hér. Dómsmál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi sambýliskonu hans.Vísir greindi frá ákæru á hendur manninum á síðasta ári en honum var meðal annars gefið að sök að hafa slegið hana ítrekað í andlit og líkama, haldið henni niðri í gólfinu og slegið ítrekað með olnboga í brjóstkassa. Þá var honum einnig gefið að sök að hafa hótað konunni lífláti og svipta hana frelsi með því að meina henni útgöngu úr íbúðinni þar sem árásin átti sér stað. Hlaut konan, sem er um þrítugt, miklar bólgur í andliti, sýnilega áverka í andliti í formi sokkins auga og brotinnar tannar. Þá hlaut hún mar um allan líkamann.Maðurinn neitaði að hleypa lögreglu inn til sín, en heimilaði sjúkraflutningamanni sem var með lögreglu að koma inn. Eftir stutt samtal þeirra heimilaði ákærði lögreglu aðgang að íbúðinVísir/eyþórSagðist hafa ætlað að hræða konuna til þess að segja sannleikannEftir að hafa verið saman í afmæli fóru maðurinn og konan saman á heimili mannsins. Óumdeilt er í málinu að allt var í góðu á milli þeirra þangað til konan fór í sturtu. Notaði maðurinn þá tækifærið til þess að skoða samskipti hennar og vinkonu hennar á Facebook. Reiddist hann þegar hann uppgötvaði að konan hafði breytt lykilorðinu. Krafðist hann þess að fá að sjá skilaboðin en sagðist maðurinn hafa „brotnað niður“ er konan eyddi þeim. Lagði hann þá hendur á konuna, líkt og lýst er hér fyrir ofan. Sagði hann einnig að ofbeldið hefði stigmagnast því að hann hafi reynt að hræða konuna til þess að segja sér „sannleikann“. Þá sagði hann einnig að tilgangur ofbeldisins hafi ekki verið að meiða konuna líkamlega, enda hafi hann ekki kýlt konuna með krepptum hnefa, heldur notað „þykkhöndina“. Fyrir dómi sagði maðurinn að árásin hefði staðið yfir í um fimmtán til tuttugu mínútur en í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að miðað við málsatvik sé ekki óvarlegt að ætla að atlagan hafi staðið yfir í allt að eina klukkustund.Þótti hafa sýnt iðrun en úthúðaði konunnni í athugasemdakerfum vefmiðlaJátaði maðurinn líkamsárás á hendur konunni en hafnaði því að árásin varðaði við 218. grein almennra hegningarlaga sem nær meðal annars yfir brot gegn heilsu eða velferð núverandi eða fyrrverandi maka eða sambúðaraðila. Þá hafnaði hann því að hafa svipt konuna frelsi, að hafa tekið hana kverkataki, þrengt að öndunarvegi og slegið hana með olnbogum. Þá neitaði hann því að hafa hótað henni lífláti. Að mati héraðsdóms var framburður konunnar fyrir dómi metinn trúverðugur um það að maðurinn hefði á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð brotaþola. Þá renndi álit réttarmeinafræðings stoðum undir framburð konunnar. „Er það niðurstaða dómsins að ekki sé óvarlegt, eins og atvikum málsins er háttað, að leggja til grundvallar framburð brotaþola og þykir sannað að ákærði hafi veist á alvarlegan hátt að brotaþola með þeim afleiðingum sem lýst er, svipt hana frelsi um stund og haldið henni nauðugri á heimili hans og hótað henni lífláti,“ að því er segir í dómi héraðsdóms. Í dóminum kemur fram að maðurinn hafi ekki áður sætt refsingu. Fyrir dómi sagði hann að árásin hefði verið framin í mikilli geðshræringu og „sæi hann mjög eftir þessu.“ Þá segir einnig að fyrir liggi að maðurinn hafi glímt við sálræna erfiðleika og hafi sýnt iðrun vegna verksins. Væri því hæfilegt að dæma manninn í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna sem falli niður haldi maðurinn almennt skilorð næstu tvö árin. Athygli vekur að í dóminum segir að maðurinn hafi sett sig í sambandi við brotaþola og aðra henni tengda eftir atvikið. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn hafi sent vinum konunnar skilaboð þar sem hann úthúðar sinni fyrrverandi sambýliskonu. Þá hefur hann sömuleiðis gripið til ummælakerfis vefmiðla og farið ófögrum orðum um konuna. Var maðurinn einnig dæmdur til þess að greiða konunni 1,2 milljónir króna í miska- og skaðabætur, auk þess sem hann var dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, um 1,3 milljónir króna.Dóm Héraðsdóms Reykjaness má sjá hér.
Dómsmál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent