Innflutningur átjánfaldaðist vegna Costco Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. febrúar 2018 08:00 Gríðarlegt magn berja hefur endað í risavöxnum innkaupakerrum Costco síðan verslunin var opnuð. Vísir/ernir Viðskipti Innflutningur á ferskum jarðarberjum frá Bandaríkjunum fór úr rúmum 26 tonnum árið 2016 í rúm 465 tonn á síðasta ári samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Sprenging varð einnig á innflutningi annarra berja milli ára þar sem gríðarlega aukningu má merkja þegar Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í maí í fyrra. Bandarísku Driscoll’s-jarðarberin sem Costco hóf að selja á hagstæðara verði en áður hafði þekkst hér á landi í fyrra hafa verið ein vinsælasta vara verslunarinnar frá opnun. Steve Pappas, framkvæmdastjóri Costco í Evrópu, lét hafa eftir sér á fjármálaþingi Íslandsbanka í september að sala á jarðarberjum hefði farið fram úr öllum þeirra væntingum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa jarðarberjaöskjurnar verið söluhæsta vara Costco hér á landi, að eldsneyti undanskildu.Sjá einnig: Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu CostcoFrá opnun Costco í maí til ársloka 2017 nam innflutningur á ferskum jarðarberjum tæpum 464 tonnum. Mánuðina þar áður, frá janúar til apríl, nam innflutningurinn 1,6 tonnum. Ljóst er því að koma Costco og innflutningur verslunarinnar á berjum frá Bandaríkjunum útskýrir nær alla þessa aukningu.Ekki bara jarðaber Jarðarberin hafa verið seld í 907 gramma öskjum í Costco, en kílóverðið er um 1.200 krónur. Ef við gefum okkur að hvert innflutt kíló í fyrra hafi selst má áætla að Íslendingar hafi keypt jarðarber fyrir nærri 560 milljónir króna, eða rúmlega 513 þúsund öskjur. Innflutt kílómagn í fyrra jafngildir því að hvert mannsbarn á landinu hafi látið tæplega 1,4 kíló af jarðarberjum inn fyrir sínar varir á síðasta ári.Costco-berjaæði Íslendinga hefur þó ekki einskorðast við jarðarber. Samkvæmt tölum Hagstofunnar um innflutning á kirsuberjum jókst hann úr tæpum 8,4 tonnum árið 2016 í ríflega 54 tonn í fyrra. Þar má sömuleiðis merkja mikla aukningu á innflutningi eftir opnun Costco. Hindber, brómber, mórber og lóganber eru flokkuð saman í innflutningstölum. Þar jókst innflutningur úr rúmum 2 tonnum árið 2016 í rúm 107 tonn í fyrra. Hér er aðeins litið til innflutnings frá Bandaríkjunum, þaðan sem Costco flytur inn ber sín, en hafa ber í huga að flutt er inn nokkuð af berjum á ársvísu hér á landi frá löndum á borð við Belgíu, Holland og Spán svo eitthvað sé nefnt. Stærsti markaðurinn er þó frá Bandaríkjunum.Í desember síðastliðnum ræddi Fréttablaðið við íslenska jarðarberjabændur sem sögðu komu Costco hafa reynst þeim mikið högg. Henda hefði þurft berjum í tonnavís eftir að landinn fór að kaupa þau í hundruðum tonna í Costco. Birtist í Fréttablaðinu Costco Tengdar fréttir Sprenging orðið í innflutningi á breska klósettpappír Costco Fyrstu sjö mánuðina eftir opnun Costco í Garðabæ jókst innflutningur á salernispappír um 748 tonn eða 61 prósent. Rekja má aukninguna til Bretlands þaðan sem 364 tonn bárust í júnímánuði einum. 25. janúar 2018 08:00 Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu Costco Eiríkur Ágústsson bóndi þurfti eftir opnun Costco að henda nokkrum tonnum af jarðarberjum. Stærstu jarðarberjabændurnir vona að Íslendingar velji íslenskt. 7. desember 2017 07:00 Innkoma Costco viðskipti ársins Koma bandaríska verslunarrisans Costco hingað til lands er viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Costco er sagt hafa breytt landslaginu í íslenskri verslun og hrist verulega upp í smásölumarkaðinum. 27. desember 2017 07:00 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Sjá meira
Viðskipti Innflutningur á ferskum jarðarberjum frá Bandaríkjunum fór úr rúmum 26 tonnum árið 2016 í rúm 465 tonn á síðasta ári samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Sprenging varð einnig á innflutningi annarra berja milli ára þar sem gríðarlega aukningu má merkja þegar Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í maí í fyrra. Bandarísku Driscoll’s-jarðarberin sem Costco hóf að selja á hagstæðara verði en áður hafði þekkst hér á landi í fyrra hafa verið ein vinsælasta vara verslunarinnar frá opnun. Steve Pappas, framkvæmdastjóri Costco í Evrópu, lét hafa eftir sér á fjármálaþingi Íslandsbanka í september að sala á jarðarberjum hefði farið fram úr öllum þeirra væntingum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa jarðarberjaöskjurnar verið söluhæsta vara Costco hér á landi, að eldsneyti undanskildu.Sjá einnig: Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu CostcoFrá opnun Costco í maí til ársloka 2017 nam innflutningur á ferskum jarðarberjum tæpum 464 tonnum. Mánuðina þar áður, frá janúar til apríl, nam innflutningurinn 1,6 tonnum. Ljóst er því að koma Costco og innflutningur verslunarinnar á berjum frá Bandaríkjunum útskýrir nær alla þessa aukningu.Ekki bara jarðaber Jarðarberin hafa verið seld í 907 gramma öskjum í Costco, en kílóverðið er um 1.200 krónur. Ef við gefum okkur að hvert innflutt kíló í fyrra hafi selst má áætla að Íslendingar hafi keypt jarðarber fyrir nærri 560 milljónir króna, eða rúmlega 513 þúsund öskjur. Innflutt kílómagn í fyrra jafngildir því að hvert mannsbarn á landinu hafi látið tæplega 1,4 kíló af jarðarberjum inn fyrir sínar varir á síðasta ári.Costco-berjaæði Íslendinga hefur þó ekki einskorðast við jarðarber. Samkvæmt tölum Hagstofunnar um innflutning á kirsuberjum jókst hann úr tæpum 8,4 tonnum árið 2016 í ríflega 54 tonn í fyrra. Þar má sömuleiðis merkja mikla aukningu á innflutningi eftir opnun Costco. Hindber, brómber, mórber og lóganber eru flokkuð saman í innflutningstölum. Þar jókst innflutningur úr rúmum 2 tonnum árið 2016 í rúm 107 tonn í fyrra. Hér er aðeins litið til innflutnings frá Bandaríkjunum, þaðan sem Costco flytur inn ber sín, en hafa ber í huga að flutt er inn nokkuð af berjum á ársvísu hér á landi frá löndum á borð við Belgíu, Holland og Spán svo eitthvað sé nefnt. Stærsti markaðurinn er þó frá Bandaríkjunum.Í desember síðastliðnum ræddi Fréttablaðið við íslenska jarðarberjabændur sem sögðu komu Costco hafa reynst þeim mikið högg. Henda hefði þurft berjum í tonnavís eftir að landinn fór að kaupa þau í hundruðum tonna í Costco.
Birtist í Fréttablaðinu Costco Tengdar fréttir Sprenging orðið í innflutningi á breska klósettpappír Costco Fyrstu sjö mánuðina eftir opnun Costco í Garðabæ jókst innflutningur á salernispappír um 748 tonn eða 61 prósent. Rekja má aukninguna til Bretlands þaðan sem 364 tonn bárust í júnímánuði einum. 25. janúar 2018 08:00 Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu Costco Eiríkur Ágústsson bóndi þurfti eftir opnun Costco að henda nokkrum tonnum af jarðarberjum. Stærstu jarðarberjabændurnir vona að Íslendingar velji íslenskt. 7. desember 2017 07:00 Innkoma Costco viðskipti ársins Koma bandaríska verslunarrisans Costco hingað til lands er viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Costco er sagt hafa breytt landslaginu í íslenskri verslun og hrist verulega upp í smásölumarkaðinum. 27. desember 2017 07:00 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Sjá meira
Sprenging orðið í innflutningi á breska klósettpappír Costco Fyrstu sjö mánuðina eftir opnun Costco í Garðabæ jókst innflutningur á salernispappír um 748 tonn eða 61 prósent. Rekja má aukninguna til Bretlands þaðan sem 364 tonn bárust í júnímánuði einum. 25. janúar 2018 08:00
Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu Costco Eiríkur Ágústsson bóndi þurfti eftir opnun Costco að henda nokkrum tonnum af jarðarberjum. Stærstu jarðarberjabændurnir vona að Íslendingar velji íslenskt. 7. desember 2017 07:00
Innkoma Costco viðskipti ársins Koma bandaríska verslunarrisans Costco hingað til lands er viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Costco er sagt hafa breytt landslaginu í íslenskri verslun og hrist verulega upp í smásölumarkaðinum. 27. desember 2017 07:00