Auður Jónsdóttir sýknuð af meiðyrðum Birgir Olgeirsson skrifar 31. janúar 2018 16:38 Vísir/GVA Rithöfundurinn Auður Jónsdóttur var í dag sýknuð af ásökunum um meiðyrði vegna greinar hennar, Forseti landsins, sem birtist á Kjarnanum 13. júní árið 2016. Greinina ritaði Auður til stuðnings forsetaframboðs Andra Snæs Magnasonar rithöfundar en þar gagnrýndi hún ágang hestaleigunnar Laxnes á gróðurfar í Mosfellsdal. Sá sem stefndi Auði fyrir meiðyrði er Þórarinn Jónasson, eigandi hestaleigunnar, jafnan kallaður Póri í Laxnesi, en hann vildi fá eftirfarandi ummæli dæmd dauð og ómerk:a. „Hann sagði þetta vera dýraníð og náttúruníð af verstu sort. En hann gat ekkert gert, sama hvernig hann fjargviðraðist og skammaðist og varaði fólk við. Því hestabóndinn var í rjúkandi feitum viðskiptum og sennilega með nógu góð tök á hreppsnefndinni til að þetta fengi að viðgangast ár eftir ár- og enn þann dag í dag.“b. „Mikið mátt þú skammast þín, Póri í Laxnessi [sic]. Karlkjáni með dollaraseðlana upp úr rassskorunni á reiðbuxunum þínum. Skammastu þín fyrir að eyðileggja náttúru Íslands og skammastu þín fyrir að fara svona illa með hestana þína að bjóða þeim upp á strá og mold.“c. „Körlum og kerlingum eins og Póra í Laxnessi [sic] sem eygja ekki náttúruna heldur bara peninga. Það sem hefur lifað og dafnað í þúsundir ára er skemmt á augabragði svo firrt fólk geti keypt sér nýtt sófasett eða farið í skemmtisiglingu, gott ef ekki stofnað póstkassafyrirtæki á suðrænni eyju og sent þangað féð sem ætti með réttu að vera burðarstoð samfélagsins.“ Auk þess vildi Þórarinn fá Auði dæmda til að greiða honum eina milljón króna í miskabætur og að hún yrði dæmd til að greiða honum 500 þúsund krónur til að kosta birtingu á forsendum og niðurstöðu dómsins. Fyrir dóm voru kallaðir til fagaðilar á vegum landgræðslu og voru lögð fram gögn sem studd voru framburði vitna um áralanga ofbeit á svæðinu, þrátt fyrir tilmæli fagaðila um annað. Var því ekki fallist á að gagnrýni Auðar á meðferð aðstandenda hestaleigunnar á landinu í æsku hennar séu úr lausu lofti gripin og tilhæfulaus. Þá þóttu fullyrðingar Auðar um að ofbeit á landinu fengi enn þann dag í dag að viðgangast eiga sér stoð í staðreyndum málsins að mati Héraðsdóms Reykjavíkur. Orð hennar væru innlegg í mikilvæga þjóðfélagsumræðu. Var Auður því sýknuð af ákærunni.Dóminn má lesa á heimasíðu dómstólanna. Dómsmál Tengdar fréttir Ætlar að kæra Auði Jónsdóttur fyrir meiðyrði Haukur í Laxnesi er fjúkandi reiður vegna skrifa Auðar um sig og fjölskyldu sína. 15. júní 2016 11:57 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Rithöfundurinn Auður Jónsdóttur var í dag sýknuð af ásökunum um meiðyrði vegna greinar hennar, Forseti landsins, sem birtist á Kjarnanum 13. júní árið 2016. Greinina ritaði Auður til stuðnings forsetaframboðs Andra Snæs Magnasonar rithöfundar en þar gagnrýndi hún ágang hestaleigunnar Laxnes á gróðurfar í Mosfellsdal. Sá sem stefndi Auði fyrir meiðyrði er Þórarinn Jónasson, eigandi hestaleigunnar, jafnan kallaður Póri í Laxnesi, en hann vildi fá eftirfarandi ummæli dæmd dauð og ómerk:a. „Hann sagði þetta vera dýraníð og náttúruníð af verstu sort. En hann gat ekkert gert, sama hvernig hann fjargviðraðist og skammaðist og varaði fólk við. Því hestabóndinn var í rjúkandi feitum viðskiptum og sennilega með nógu góð tök á hreppsnefndinni til að þetta fengi að viðgangast ár eftir ár- og enn þann dag í dag.“b. „Mikið mátt þú skammast þín, Póri í Laxnessi [sic]. Karlkjáni með dollaraseðlana upp úr rassskorunni á reiðbuxunum þínum. Skammastu þín fyrir að eyðileggja náttúru Íslands og skammastu þín fyrir að fara svona illa með hestana þína að bjóða þeim upp á strá og mold.“c. „Körlum og kerlingum eins og Póra í Laxnessi [sic] sem eygja ekki náttúruna heldur bara peninga. Það sem hefur lifað og dafnað í þúsundir ára er skemmt á augabragði svo firrt fólk geti keypt sér nýtt sófasett eða farið í skemmtisiglingu, gott ef ekki stofnað póstkassafyrirtæki á suðrænni eyju og sent þangað féð sem ætti með réttu að vera burðarstoð samfélagsins.“ Auk þess vildi Þórarinn fá Auði dæmda til að greiða honum eina milljón króna í miskabætur og að hún yrði dæmd til að greiða honum 500 þúsund krónur til að kosta birtingu á forsendum og niðurstöðu dómsins. Fyrir dóm voru kallaðir til fagaðilar á vegum landgræðslu og voru lögð fram gögn sem studd voru framburði vitna um áralanga ofbeit á svæðinu, þrátt fyrir tilmæli fagaðila um annað. Var því ekki fallist á að gagnrýni Auðar á meðferð aðstandenda hestaleigunnar á landinu í æsku hennar séu úr lausu lofti gripin og tilhæfulaus. Þá þóttu fullyrðingar Auðar um að ofbeit á landinu fengi enn þann dag í dag að viðgangast eiga sér stoð í staðreyndum málsins að mati Héraðsdóms Reykjavíkur. Orð hennar væru innlegg í mikilvæga þjóðfélagsumræðu. Var Auður því sýknuð af ákærunni.Dóminn má lesa á heimasíðu dómstólanna.
Dómsmál Tengdar fréttir Ætlar að kæra Auði Jónsdóttur fyrir meiðyrði Haukur í Laxnesi er fjúkandi reiður vegna skrifa Auðar um sig og fjölskyldu sína. 15. júní 2016 11:57 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Ætlar að kæra Auði Jónsdóttur fyrir meiðyrði Haukur í Laxnesi er fjúkandi reiður vegna skrifa Auðar um sig og fjölskyldu sína. 15. júní 2016 11:57