Starfsfólkið fékk borgað áður en United Silicon fór í þrot Haraldur Guðmundsson skrifar 23. janúar 2018 06:00 Tapið af rekstri United Silicon er umtalsvert. vísir/anton brink Starfsfólk United Silicon fékk í gær greidd laun sem það átti inni fyrir vinnu í janúar áður en beiðni um heimild um gjaldþrotaskipti kísilversins var send héraðsdómara í gær. Ákvörðun um hvað verður um störfin 56 er í höndum nýskipaðs skiptastjóra félagsins, hæstaréttarlögmannsins Geirs Gestssonar. Stjórn United Silicon sendi í gær beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti. Samkvæmt tilkynningu fyrirtækisins var þá útséð um að nauðasamningar næðust og engar forsendur fyrir frekari framlengingu á greiðslustöðvun sem fyrirtækið fékk í ágúst síðastliðnum. Þar segir einnig að ákvörðunin hafi verið tekin eftir að Umhverfisstofnun gerði kröfu um að rekstur verksmiðjunnar hæfist ekki á ný fyrr en eftir viðamiklar framkvæmdir sem gætu tekið vel á annað ár. „Verkefni stjórnar á greiðslustöðvunartímabilinu var að reyna að ná nauðasamningum og fá nýja fjárfesta að félaginu. Forsenda þess var að fá betri upplýsingar um stöðu félagsins. Þær úttektir sem unnar voru leiddu meðal annars í ljós mikla óreiðu og upp kom rökstuddur grunur um fjárdrátt stofnanda félagsins. Hann hefur verið kærður til embættis héraðssaksóknara,“ sagði í tilkynningunni og þar vísað til Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon. Sérfræðingar sem framkvæmdu ítarlegar úttektir á búnaði verksmiðjunnar í Helguvík telja að um 25 milljónir evra, tæpa 3,2 milljarða króna, þurfi til að verksmiðjan teljist fullkláruð. Grunnhönnun ljósbogaofnsins sjálfs sé góð en augljóst að „ódýr og óvandaður jaðarbúnaður hafi orsakaða tíðar bilanir og skapað erfiðleika við framleiðsluna“. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, vildi ekki tjá sig við blaðið í gær um ákvörðun stjórnar kísilversins en bankinn lánaði alls átta milljarða króna til verkefnisins. Bankinn færði í haust kröfur og aðrar eignir, þar á meðal allt hlutafé sitt í kísilverinu, niður um 4,8 milljarða króna. Í tilkynningu félagsins í gær segir að gjaldþrot félagsins leiði ekki til frekari niðurfærslna í bókum bankans. „Arion banki mun óska eftir því við skiptastjóra þrotabúsins að ganga að veðum sínum í eignum fyrirtækisins en bankinn, sem er stærsti kröfuhafi United Silicon, er einn á fyrsta veðrétti eigna félagsins,“ segir í tilkynningu frá bankanum. Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Stjórn United Silicon óskar eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu Stjórn United Silicon hf. hefur sent beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti á búi félagsins. 22. janúar 2018 16:13 Hvetja starfsfólk kísilverksmiðjunnar til að mæta á morgun þrátt fyrir gjaldþrot Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík er gjaldþrota. Um sextíu starfsmenn missa vinnuna og tap fjárfesta er gríðarlegt. Ekki er ljóst hvort starfsemi verði á svæðinu í framtíðinni. 22. janúar 2018 20:30 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Starfsfólk United Silicon fékk í gær greidd laun sem það átti inni fyrir vinnu í janúar áður en beiðni um heimild um gjaldþrotaskipti kísilversins var send héraðsdómara í gær. Ákvörðun um hvað verður um störfin 56 er í höndum nýskipaðs skiptastjóra félagsins, hæstaréttarlögmannsins Geirs Gestssonar. Stjórn United Silicon sendi í gær beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti. Samkvæmt tilkynningu fyrirtækisins var þá útséð um að nauðasamningar næðust og engar forsendur fyrir frekari framlengingu á greiðslustöðvun sem fyrirtækið fékk í ágúst síðastliðnum. Þar segir einnig að ákvörðunin hafi verið tekin eftir að Umhverfisstofnun gerði kröfu um að rekstur verksmiðjunnar hæfist ekki á ný fyrr en eftir viðamiklar framkvæmdir sem gætu tekið vel á annað ár. „Verkefni stjórnar á greiðslustöðvunartímabilinu var að reyna að ná nauðasamningum og fá nýja fjárfesta að félaginu. Forsenda þess var að fá betri upplýsingar um stöðu félagsins. Þær úttektir sem unnar voru leiddu meðal annars í ljós mikla óreiðu og upp kom rökstuddur grunur um fjárdrátt stofnanda félagsins. Hann hefur verið kærður til embættis héraðssaksóknara,“ sagði í tilkynningunni og þar vísað til Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon. Sérfræðingar sem framkvæmdu ítarlegar úttektir á búnaði verksmiðjunnar í Helguvík telja að um 25 milljónir evra, tæpa 3,2 milljarða króna, þurfi til að verksmiðjan teljist fullkláruð. Grunnhönnun ljósbogaofnsins sjálfs sé góð en augljóst að „ódýr og óvandaður jaðarbúnaður hafi orsakaða tíðar bilanir og skapað erfiðleika við framleiðsluna“. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, vildi ekki tjá sig við blaðið í gær um ákvörðun stjórnar kísilversins en bankinn lánaði alls átta milljarða króna til verkefnisins. Bankinn færði í haust kröfur og aðrar eignir, þar á meðal allt hlutafé sitt í kísilverinu, niður um 4,8 milljarða króna. Í tilkynningu félagsins í gær segir að gjaldþrot félagsins leiði ekki til frekari niðurfærslna í bókum bankans. „Arion banki mun óska eftir því við skiptastjóra þrotabúsins að ganga að veðum sínum í eignum fyrirtækisins en bankinn, sem er stærsti kröfuhafi United Silicon, er einn á fyrsta veðrétti eigna félagsins,“ segir í tilkynningu frá bankanum.
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Stjórn United Silicon óskar eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu Stjórn United Silicon hf. hefur sent beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti á búi félagsins. 22. janúar 2018 16:13 Hvetja starfsfólk kísilverksmiðjunnar til að mæta á morgun þrátt fyrir gjaldþrot Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík er gjaldþrota. Um sextíu starfsmenn missa vinnuna og tap fjárfesta er gríðarlegt. Ekki er ljóst hvort starfsemi verði á svæðinu í framtíðinni. 22. janúar 2018 20:30 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Stjórn United Silicon óskar eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu Stjórn United Silicon hf. hefur sent beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti á búi félagsins. 22. janúar 2018 16:13
Hvetja starfsfólk kísilverksmiðjunnar til að mæta á morgun þrátt fyrir gjaldþrot Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík er gjaldþrota. Um sextíu starfsmenn missa vinnuna og tap fjárfesta er gríðarlegt. Ekki er ljóst hvort starfsemi verði á svæðinu í framtíðinni. 22. janúar 2018 20:30