Fasteignasalar sjá ekki lægra verð í kortunum Haraldur Guðmundsson skrifar 11. janúar 2018 06:00 Fasteignaviðskiptum þar sem keypt er yfir ásettu verði hefur fækkað hratt síðan í vor. Fréttablaðið/Vilhelm Viðskipti „Það er ekkert sem bendir til þess að fasteignaverð muni lækka enda hafa vextir lækkað og kaupmáttur að aukast,“ segir Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala (FF), um þær tölur sem birtast í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs um þróun húsnæðismarkaðarins. Í skýrslunni segir að sumir geti orðið varir um sig í ljósi sögunnar eftir að 0,7 prósenta lækkun varð á fasteignaverði í nóvember síðastliðnum. Það hafi verið í fyrsta skipti síðan í júní 2014 sem verð á fjölbýli og sérbýli lækkaði milli mánaða. Sex mánaða hækkun íbúðaverðs sé nú aðeins 1,8 prósent og hækkunartakturinn minnkað mikið síðan í sumar. Einnig er bent á að þinglýstum kaupsamningum um íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um 16 prósent í desember miðað við mánuðinn á undan og 20 prósent miðað við sama mánuð 2016. „Þessi 0,7 prósenta lækkun er mjög óveruleg og segir ekki til um að markaðurinn sé á niðurleið heldur sé þetta allt að ná jafnvægi með minniháttar sveiflum eftir að hann ofreis um síðustu páska. Árið lítur vel út með auknu framboði á nýbyggingum og okkar reynsla er sú að það hefur alltaf ruðningsáhrif og aðrir losa sig við eignir og markaðurinn kemst í eðlilega hringrás,“ segir Kjartan. „Þetta hefur einkennst af meira jafnvægi og framboði og eðlilegri markaði. Þessar tölur sýna hvað er að seljast yfir ásettu verði og er eðlilegt hlutfall að mínu mati,“ segir Kjartan en í skýrslunni kemur fram að um 78 prósent íbúða hafi selst undir ásettu verði í nóvember. Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali hjá Híbýlum og fyrrverandi formaður FF, tekur undir með Kjartani og spáir að verð muni hækka. „Þessir mánuðir sem þarna er um að ræða eru einmitt þeir rólegustu á árinu. Núna á nýju ári finn ég strax að markaðurinn er að taka allvel við sér en hins vegar er það fagnaðarefni að það hægist að einhverju leyti á honum því ástandið í byrjun árs í fyrra með þeim hækkunum var ekki gott,“ segir Ingibjörg. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Viðskipti Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Viðskipti „Það er ekkert sem bendir til þess að fasteignaverð muni lækka enda hafa vextir lækkað og kaupmáttur að aukast,“ segir Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala (FF), um þær tölur sem birtast í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs um þróun húsnæðismarkaðarins. Í skýrslunni segir að sumir geti orðið varir um sig í ljósi sögunnar eftir að 0,7 prósenta lækkun varð á fasteignaverði í nóvember síðastliðnum. Það hafi verið í fyrsta skipti síðan í júní 2014 sem verð á fjölbýli og sérbýli lækkaði milli mánaða. Sex mánaða hækkun íbúðaverðs sé nú aðeins 1,8 prósent og hækkunartakturinn minnkað mikið síðan í sumar. Einnig er bent á að þinglýstum kaupsamningum um íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um 16 prósent í desember miðað við mánuðinn á undan og 20 prósent miðað við sama mánuð 2016. „Þessi 0,7 prósenta lækkun er mjög óveruleg og segir ekki til um að markaðurinn sé á niðurleið heldur sé þetta allt að ná jafnvægi með minniháttar sveiflum eftir að hann ofreis um síðustu páska. Árið lítur vel út með auknu framboði á nýbyggingum og okkar reynsla er sú að það hefur alltaf ruðningsáhrif og aðrir losa sig við eignir og markaðurinn kemst í eðlilega hringrás,“ segir Kjartan. „Þetta hefur einkennst af meira jafnvægi og framboði og eðlilegri markaði. Þessar tölur sýna hvað er að seljast yfir ásettu verði og er eðlilegt hlutfall að mínu mati,“ segir Kjartan en í skýrslunni kemur fram að um 78 prósent íbúða hafi selst undir ásettu verði í nóvember. Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali hjá Híbýlum og fyrrverandi formaður FF, tekur undir með Kjartani og spáir að verð muni hækka. „Þessir mánuðir sem þarna er um að ræða eru einmitt þeir rólegustu á árinu. Núna á nýju ári finn ég strax að markaðurinn er að taka allvel við sér en hins vegar er það fagnaðarefni að það hægist að einhverju leyti á honum því ástandið í byrjun árs í fyrra með þeim hækkunum var ekki gott,“ segir Ingibjörg.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Viðskipti Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira