„Swatting“: Saklaus maður skotinn til bana af lögreglu vegna deilna í Call of Duty Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2017 09:30 Aðstoðarlögreglustjórinn Troy Livingston ræðir við fjölmiðla eftir að Andrew Finch var skotinn til bana. Vísir/Getty Lögreglan í Los Angeles hefur handtekið mann sem grunaður er um svokallað „Swatting“ gabb sem leiddi til þess að óvopnaður maður var skotinn til bana af lögreglu. Tyler Barriss er sagður hafa hringt í Neyðarlínuna í Kansas þann 28. desember eftir að hafa deilt við annan mann vegna veðmáls í tölvuleiknum Call of Duty. Barriss þóttist hafa skotið föður sinn til bana og halda móður sinni, bróður og systur í gíslingu. Hann gaf upp heimilisfang í Witchita, þar sem hann hélt að maðurinn sem hann hefði deilt við ætti heima. Þess í stað gaf hann þó upp heimilisfang manns sem hafði ekki komið að deilunni og hét Andrew Finch. Lögreglan í Kansas umkringdi heimili Finch og þegar hann kom út úr húsi sínu var Finch, sem átti tvö börn, skotinn til bana.Hlusta má á símtal Barriss til Neyðarlínunnar hér.Talið er að „Swatting“ göbb eigi sér stað um 400 sinnum á ári í Bandaríkjunum. Þau snúast um það að fólk sigi lögreglunni á menn sem þeir hafa deilt við og iðulega tengjast deilurnar spilun tölvuleikja á netinu.Samkvæmt frétt Polygon er talið að spilari Call of Duty WWII, sem gengur undir nafninu Miruhcle, hafi deilt við Barriss og annan mann og hafi storkað þeim til að koma heim til hans. Þá er Miruhcle sagður hafa gefið upp heimilisfang hins 28 ára gamla Andrew Finch. Foreldrar hans segja að hann spili ekki tölvuleiki.Sjá einnig: Fórnarlamb „swatting“ brast í grátLögreglan í Wichita hefur birt myndband af atvikinu þegar Finch var skotinn til bana og er hann sagður hafa fært hendi sína í átt að buxnastreng sínum. Lögregluþjónninn sem skaut hann segist hafa talið að Finch væri að taka upp skotvopn. Í símtali Barriss sagðist hann vera vopnaður skammbyssu.Sjá má myndband af banaskotinu hér. Lögreglan í Wichita hefur birt það.Fjölskylda Finch ræddi við Wichita Eagle og segja að hann hefði farið út um dyrnar þegar hann var skotinn til bana af forvitni um hvað væri að gerast fyrir utan. Þá höfðu lögregluþjónar umkringt húsið. Þau segja að Finch hafi verið óvopnaður og lögreglan hefur staðfest það.„Hvað rétt höfðu lögregluþjónarnir á því að skjóta?“ spurði móðir Finch. „Þessi lögregluþjónn myrti son minn út af falskri tilkynningu.“ Bandaríkin Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Lögreglan í Los Angeles hefur handtekið mann sem grunaður er um svokallað „Swatting“ gabb sem leiddi til þess að óvopnaður maður var skotinn til bana af lögreglu. Tyler Barriss er sagður hafa hringt í Neyðarlínuna í Kansas þann 28. desember eftir að hafa deilt við annan mann vegna veðmáls í tölvuleiknum Call of Duty. Barriss þóttist hafa skotið föður sinn til bana og halda móður sinni, bróður og systur í gíslingu. Hann gaf upp heimilisfang í Witchita, þar sem hann hélt að maðurinn sem hann hefði deilt við ætti heima. Þess í stað gaf hann þó upp heimilisfang manns sem hafði ekki komið að deilunni og hét Andrew Finch. Lögreglan í Kansas umkringdi heimili Finch og þegar hann kom út úr húsi sínu var Finch, sem átti tvö börn, skotinn til bana.Hlusta má á símtal Barriss til Neyðarlínunnar hér.Talið er að „Swatting“ göbb eigi sér stað um 400 sinnum á ári í Bandaríkjunum. Þau snúast um það að fólk sigi lögreglunni á menn sem þeir hafa deilt við og iðulega tengjast deilurnar spilun tölvuleikja á netinu.Samkvæmt frétt Polygon er talið að spilari Call of Duty WWII, sem gengur undir nafninu Miruhcle, hafi deilt við Barriss og annan mann og hafi storkað þeim til að koma heim til hans. Þá er Miruhcle sagður hafa gefið upp heimilisfang hins 28 ára gamla Andrew Finch. Foreldrar hans segja að hann spili ekki tölvuleiki.Sjá einnig: Fórnarlamb „swatting“ brast í grátLögreglan í Wichita hefur birt myndband af atvikinu þegar Finch var skotinn til bana og er hann sagður hafa fært hendi sína í átt að buxnastreng sínum. Lögregluþjónninn sem skaut hann segist hafa talið að Finch væri að taka upp skotvopn. Í símtali Barriss sagðist hann vera vopnaður skammbyssu.Sjá má myndband af banaskotinu hér. Lögreglan í Wichita hefur birt það.Fjölskylda Finch ræddi við Wichita Eagle og segja að hann hefði farið út um dyrnar þegar hann var skotinn til bana af forvitni um hvað væri að gerast fyrir utan. Þá höfðu lögregluþjónar umkringt húsið. Þau segja að Finch hafi verið óvopnaður og lögreglan hefur staðfest það.„Hvað rétt höfðu lögregluþjónarnir á því að skjóta?“ spurði móðir Finch. „Þessi lögregluþjónn myrti son minn út af falskri tilkynningu.“
Bandaríkin Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira