Fluttu tugþúsundir skjala tengdum Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétt Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2017 14:41 Davíð Þór Björgvinsson segist nú ætla að taka sér jólafrí og að vinna við gerð greinargerðar hans muni hefjast milli jóla og nýárs. Vísir/eyþór Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari vegna endurupptöku Guðmundar- og Gerfinnsmála, skilaði gríðarlegu magni gagna málunum tengdum til Hæstaréttar í dag. Gögnin voru flutt í rauðum sendibíl og áætlar Davíð Þór að ágripið sem hann hans skilaði hafi verið um 18 þúsund síður að lengd. Davíð Þór segir að ágripið sem skilað var sé í raun skjöl gögnsins og að þau hafi verið í þessum kössum sem fluttir voru í húsnæði Hæstaréttar í dag. „Það sem gerist næst er að ég fæ frest til að skila greinargerð þar sem fram kemur hvaða kröfur ég geri í málinu og í framhaldi af því fá verjendurnir frest. Þegar það er komið og málið þykir tilbúið til flutnings þá verður það sett á dagskrá Hæstaréttar.“Léttara yfir skrifborðinu Davíð segist nú ætla að taka sér jólafrí og að vinna við gerð greinargerðar hans muni hefjast milli jóla og nýárs. Hann gerir ráð fyrir að henni verði skilað vonandi sem fyrst í janúar. „Ég á eftir að fá formlegt erindi frá Hæstarétti um það hversu langan frest ég fæ.“ Hann segir þetta vera stóran áfanga og að skrifborðið hans sé nú umtalsvert léttara en það var. „Þetta var nokkuð stór áfangi. Það er svolítið mál að koma þessu öllu heim og saman. Þetta er mikið skjalamagn og skiptir máli hvernig það er lagt upp þannig að það verði sem skýrast fyrir dómara Hæstaréttar. Vinna við greinargerðina er líka mikilvægur hluti af þessu svo það er ekki allt búið ennþá.“ Davíð Þór segist halda að ágripið hafi verið um 18 þúsund síður að lengd. „Þetta var afhent í fleiri en einu eintaki þarna svo að þetta kann að hafa virkað meira en var í raun. En 18 þúsund síður eru engu að síður talsvert stórt ágrip. Meðal gagna voru einnig gögn sem að endurupptökunefnd hafði við sína vinnu.“Við upphaf málfutnings í Hæstarétti 14. janúar 1980.MYND/BRAGI GUÐMUNDSSONDómur féll í Hæstarétti í febrúar 1980Dómur féll í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í Hæstarétti þann 22. febrúar 1980 þar sem Sævar Marinó Ciesielski var dæmdur í sautján ára fangelsi, Kristján Viðar Viðarsson í sextán ára fangelsi, Tryggvi Rúnar Leifsson í þrettán ára fangelsi, Guðjón Skarphéðinsson í tíu ára fangelsi, Erla Bolladóttir í þriggja ára fangelsi og Albert Klahn Skaptason í tólf mánaða fangelsi. Sneru málin að þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni sem hurfu báðir árið 1974. Síðustu áratugi hefur mikið verið fjallað um málin og hafa margir haft efasemdir um að dómarnir sem ungmennin fengu fyrir að verða Guðmundi og Geirfinni að bana hafi verið réttlátir og hvort að lögreglan hafi beitt sakborningana óeðlilega miklum þrýstingi við yfirheyrslur. Endurupptökunefnd féllst fyrr á árinu á endurupptökubeiðnir fimm þeirra sem dæmdir voru í málinu - Sævar Marinó, Tryggvi Rúnar, Kristján Viðar, Guðjón og Albert. Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sævar Ciesielski fær nýjan verjanda Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis, segir öllu máli skipta að málinu verði gerð rækileg skil í Hæstarétti. 21. desember 2017 08:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari vegna endurupptöku Guðmundar- og Gerfinnsmála, skilaði gríðarlegu magni gagna málunum tengdum til Hæstaréttar í dag. Gögnin voru flutt í rauðum sendibíl og áætlar Davíð Þór að ágripið sem hann hans skilaði hafi verið um 18 þúsund síður að lengd. Davíð Þór segir að ágripið sem skilað var sé í raun skjöl gögnsins og að þau hafi verið í þessum kössum sem fluttir voru í húsnæði Hæstaréttar í dag. „Það sem gerist næst er að ég fæ frest til að skila greinargerð þar sem fram kemur hvaða kröfur ég geri í málinu og í framhaldi af því fá verjendurnir frest. Þegar það er komið og málið þykir tilbúið til flutnings þá verður það sett á dagskrá Hæstaréttar.“Léttara yfir skrifborðinu Davíð segist nú ætla að taka sér jólafrí og að vinna við gerð greinargerðar hans muni hefjast milli jóla og nýárs. Hann gerir ráð fyrir að henni verði skilað vonandi sem fyrst í janúar. „Ég á eftir að fá formlegt erindi frá Hæstarétti um það hversu langan frest ég fæ.“ Hann segir þetta vera stóran áfanga og að skrifborðið hans sé nú umtalsvert léttara en það var. „Þetta var nokkuð stór áfangi. Það er svolítið mál að koma þessu öllu heim og saman. Þetta er mikið skjalamagn og skiptir máli hvernig það er lagt upp þannig að það verði sem skýrast fyrir dómara Hæstaréttar. Vinna við greinargerðina er líka mikilvægur hluti af þessu svo það er ekki allt búið ennþá.“ Davíð Þór segist halda að ágripið hafi verið um 18 þúsund síður að lengd. „Þetta var afhent í fleiri en einu eintaki þarna svo að þetta kann að hafa virkað meira en var í raun. En 18 þúsund síður eru engu að síður talsvert stórt ágrip. Meðal gagna voru einnig gögn sem að endurupptökunefnd hafði við sína vinnu.“Við upphaf málfutnings í Hæstarétti 14. janúar 1980.MYND/BRAGI GUÐMUNDSSONDómur féll í Hæstarétti í febrúar 1980Dómur féll í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í Hæstarétti þann 22. febrúar 1980 þar sem Sævar Marinó Ciesielski var dæmdur í sautján ára fangelsi, Kristján Viðar Viðarsson í sextán ára fangelsi, Tryggvi Rúnar Leifsson í þrettán ára fangelsi, Guðjón Skarphéðinsson í tíu ára fangelsi, Erla Bolladóttir í þriggja ára fangelsi og Albert Klahn Skaptason í tólf mánaða fangelsi. Sneru málin að þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni sem hurfu báðir árið 1974. Síðustu áratugi hefur mikið verið fjallað um málin og hafa margir haft efasemdir um að dómarnir sem ungmennin fengu fyrir að verða Guðmundi og Geirfinni að bana hafi verið réttlátir og hvort að lögreglan hafi beitt sakborningana óeðlilega miklum þrýstingi við yfirheyrslur. Endurupptökunefnd féllst fyrr á árinu á endurupptökubeiðnir fimm þeirra sem dæmdir voru í málinu - Sævar Marinó, Tryggvi Rúnar, Kristján Viðar, Guðjón og Albert.
Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sævar Ciesielski fær nýjan verjanda Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis, segir öllu máli skipta að málinu verði gerð rækileg skil í Hæstarétti. 21. desember 2017 08:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Sævar Ciesielski fær nýjan verjanda Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis, segir öllu máli skipta að málinu verði gerð rækileg skil í Hæstarétti. 21. desember 2017 08:00