Fluttu tugþúsundir skjala tengdum Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétt Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2017 14:41 Davíð Þór Björgvinsson segist nú ætla að taka sér jólafrí og að vinna við gerð greinargerðar hans muni hefjast milli jóla og nýárs. Vísir/eyþór Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari vegna endurupptöku Guðmundar- og Gerfinnsmála, skilaði gríðarlegu magni gagna málunum tengdum til Hæstaréttar í dag. Gögnin voru flutt í rauðum sendibíl og áætlar Davíð Þór að ágripið sem hann hans skilaði hafi verið um 18 þúsund síður að lengd. Davíð Þór segir að ágripið sem skilað var sé í raun skjöl gögnsins og að þau hafi verið í þessum kössum sem fluttir voru í húsnæði Hæstaréttar í dag. „Það sem gerist næst er að ég fæ frest til að skila greinargerð þar sem fram kemur hvaða kröfur ég geri í málinu og í framhaldi af því fá verjendurnir frest. Þegar það er komið og málið þykir tilbúið til flutnings þá verður það sett á dagskrá Hæstaréttar.“Léttara yfir skrifborðinu Davíð segist nú ætla að taka sér jólafrí og að vinna við gerð greinargerðar hans muni hefjast milli jóla og nýárs. Hann gerir ráð fyrir að henni verði skilað vonandi sem fyrst í janúar. „Ég á eftir að fá formlegt erindi frá Hæstarétti um það hversu langan frest ég fæ.“ Hann segir þetta vera stóran áfanga og að skrifborðið hans sé nú umtalsvert léttara en það var. „Þetta var nokkuð stór áfangi. Það er svolítið mál að koma þessu öllu heim og saman. Þetta er mikið skjalamagn og skiptir máli hvernig það er lagt upp þannig að það verði sem skýrast fyrir dómara Hæstaréttar. Vinna við greinargerðina er líka mikilvægur hluti af þessu svo það er ekki allt búið ennþá.“ Davíð Þór segist halda að ágripið hafi verið um 18 þúsund síður að lengd. „Þetta var afhent í fleiri en einu eintaki þarna svo að þetta kann að hafa virkað meira en var í raun. En 18 þúsund síður eru engu að síður talsvert stórt ágrip. Meðal gagna voru einnig gögn sem að endurupptökunefnd hafði við sína vinnu.“Við upphaf málfutnings í Hæstarétti 14. janúar 1980.MYND/BRAGI GUÐMUNDSSONDómur féll í Hæstarétti í febrúar 1980Dómur féll í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í Hæstarétti þann 22. febrúar 1980 þar sem Sævar Marinó Ciesielski var dæmdur í sautján ára fangelsi, Kristján Viðar Viðarsson í sextán ára fangelsi, Tryggvi Rúnar Leifsson í þrettán ára fangelsi, Guðjón Skarphéðinsson í tíu ára fangelsi, Erla Bolladóttir í þriggja ára fangelsi og Albert Klahn Skaptason í tólf mánaða fangelsi. Sneru málin að þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni sem hurfu báðir árið 1974. Síðustu áratugi hefur mikið verið fjallað um málin og hafa margir haft efasemdir um að dómarnir sem ungmennin fengu fyrir að verða Guðmundi og Geirfinni að bana hafi verið réttlátir og hvort að lögreglan hafi beitt sakborningana óeðlilega miklum þrýstingi við yfirheyrslur. Endurupptökunefnd féllst fyrr á árinu á endurupptökubeiðnir fimm þeirra sem dæmdir voru í málinu - Sævar Marinó, Tryggvi Rúnar, Kristján Viðar, Guðjón og Albert. Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sævar Ciesielski fær nýjan verjanda Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis, segir öllu máli skipta að málinu verði gerð rækileg skil í Hæstarétti. 21. desember 2017 08:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari vegna endurupptöku Guðmundar- og Gerfinnsmála, skilaði gríðarlegu magni gagna málunum tengdum til Hæstaréttar í dag. Gögnin voru flutt í rauðum sendibíl og áætlar Davíð Þór að ágripið sem hann hans skilaði hafi verið um 18 þúsund síður að lengd. Davíð Þór segir að ágripið sem skilað var sé í raun skjöl gögnsins og að þau hafi verið í þessum kössum sem fluttir voru í húsnæði Hæstaréttar í dag. „Það sem gerist næst er að ég fæ frest til að skila greinargerð þar sem fram kemur hvaða kröfur ég geri í málinu og í framhaldi af því fá verjendurnir frest. Þegar það er komið og málið þykir tilbúið til flutnings þá verður það sett á dagskrá Hæstaréttar.“Léttara yfir skrifborðinu Davíð segist nú ætla að taka sér jólafrí og að vinna við gerð greinargerðar hans muni hefjast milli jóla og nýárs. Hann gerir ráð fyrir að henni verði skilað vonandi sem fyrst í janúar. „Ég á eftir að fá formlegt erindi frá Hæstarétti um það hversu langan frest ég fæ.“ Hann segir þetta vera stóran áfanga og að skrifborðið hans sé nú umtalsvert léttara en það var. „Þetta var nokkuð stór áfangi. Það er svolítið mál að koma þessu öllu heim og saman. Þetta er mikið skjalamagn og skiptir máli hvernig það er lagt upp þannig að það verði sem skýrast fyrir dómara Hæstaréttar. Vinna við greinargerðina er líka mikilvægur hluti af þessu svo það er ekki allt búið ennþá.“ Davíð Þór segist halda að ágripið hafi verið um 18 þúsund síður að lengd. „Þetta var afhent í fleiri en einu eintaki þarna svo að þetta kann að hafa virkað meira en var í raun. En 18 þúsund síður eru engu að síður talsvert stórt ágrip. Meðal gagna voru einnig gögn sem að endurupptökunefnd hafði við sína vinnu.“Við upphaf málfutnings í Hæstarétti 14. janúar 1980.MYND/BRAGI GUÐMUNDSSONDómur féll í Hæstarétti í febrúar 1980Dómur féll í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í Hæstarétti þann 22. febrúar 1980 þar sem Sævar Marinó Ciesielski var dæmdur í sautján ára fangelsi, Kristján Viðar Viðarsson í sextán ára fangelsi, Tryggvi Rúnar Leifsson í þrettán ára fangelsi, Guðjón Skarphéðinsson í tíu ára fangelsi, Erla Bolladóttir í þriggja ára fangelsi og Albert Klahn Skaptason í tólf mánaða fangelsi. Sneru málin að þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni sem hurfu báðir árið 1974. Síðustu áratugi hefur mikið verið fjallað um málin og hafa margir haft efasemdir um að dómarnir sem ungmennin fengu fyrir að verða Guðmundi og Geirfinni að bana hafi verið réttlátir og hvort að lögreglan hafi beitt sakborningana óeðlilega miklum þrýstingi við yfirheyrslur. Endurupptökunefnd féllst fyrr á árinu á endurupptökubeiðnir fimm þeirra sem dæmdir voru í málinu - Sævar Marinó, Tryggvi Rúnar, Kristján Viðar, Guðjón og Albert.
Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sævar Ciesielski fær nýjan verjanda Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis, segir öllu máli skipta að málinu verði gerð rækileg skil í Hæstarétti. 21. desember 2017 08:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Sævar Ciesielski fær nýjan verjanda Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis, segir öllu máli skipta að málinu verði gerð rækileg skil í Hæstarétti. 21. desember 2017 08:00