Starfsfólk Actavis ósátt og íhugar uppsagnir Haraldur Guðmundsson skrifar 29. desember 2017 08:00 Starfsemi Actavis á Íslandi er til húsa við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. vísir/anton brink Mikil óánægja er meðal starfsmanna lyfjafyrirtækjanna Actavis og Medis hér á landi sem hefur leitt til þess að margir hafa sagt eða íhuga að segja starfi sínu lausu. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við segja óvissu um framtíð fyrirtækjanna hér á landi, aukið vinnuálag og ákvörðun stjórnenda móðurfélagsins um að hætta við gjafir og viðburði tengda jólahátíðinni, hafa skapað slæman starfsanda. Alls starfa rúmlega 300 manns hjá Actavis og Medis hér á landi. Rekstur ísraelsks móðurfélags þeirra, samheitalyfjafyrirtækisins Teva Pharmaceutical Industries, sem keypti fyrirtækin tvö í ágúst 2016, er þungur um þessar mundir. Nýr forstjóri Teva, Kåre Schultz, tilkynnti fyrir tveimur vikum að til stæði að segja upp fjórðungi starfsmanna eða um fjórtan þúsund manns. Þá hefur Medis verið í söluferli síðan í ágúst. Starfsmönnum Actavis á Íslandi var sagt frá hagræðingaraðgerðum Teva í tölvupósti frá forstjóranum. Kvarta þeir í samtali við blaðið undan upplýsingagjöf stjórnenda og auknu vinnuálagi sem hafi meðal annars fylgt ákvörðun um að ekki yrði ráðið í stöður sem losna. Talsmaður Actavis og Medis segir í skriflegu svari að almenn starfsmannavelta hafi verið innan hefðbundinna marka síðastliðna mánuði. Ekki hafi verið ráðist í neinar uppsagnir starfsfólks.Starfsfólk Actavis og Medis fékk ekki jólagjafir frá fyrirtækinu eins og Vísir greindi frá í gær. Jólahlaðborð hafi þar að auki verið blásið af með um tveggja vikna fyrirvara. Heimildir blaðsins herma að skráningu á jólahlaðborðið hafi verið lokið þegar tölvupóstur barst um ákvörðun Teva. Hætt hafi verið við alla viðburði eða uppákomur og gjafir tengdar hátíðahöldunum. Sú ákvörðun er í takt við tilkynningu Teva um miðjan desember þar sem kom fram að engir bónusar yrðu greiddir út í desember né arðgreiðslur til hluthafa. Actavis lagði fyrr á þessu ári niður lyfjaframleiðslu sína hér á landi. Misstu þá rúmlega 250 manns vinnuna. Erfiðleikar Teva, sem skuldar um 30 milljarða Bandaríkjadala, hafa valdið miklum titringi í Ísrael enda eiga lífeyrissjóðir þar og almenningur allur mikið undir. Hafa stjórnvöld og íbúar gagnrýnt uppsagnir og lokun verksmiðja harðlega og farið fram á að starfsemi fyrirtækisins á Indlandi og Írlandi verði þess í stað hætt. Birtist í Fréttablaðinu Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33 Engar jólagjafir, jólahlaðborð eða bónusar til starfsfólks Actavis og Medis Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja. Skuldir Teva hafa þyngst töluvert undanfarið og þurfti fyrirtækið til að mynda að segja upp 14 þúsund starfsmönnum nýlega. 28. desember 2017 09:30 Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Mikil óánægja er meðal starfsmanna lyfjafyrirtækjanna Actavis og Medis hér á landi sem hefur leitt til þess að margir hafa sagt eða íhuga að segja starfi sínu lausu. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við segja óvissu um framtíð fyrirtækjanna hér á landi, aukið vinnuálag og ákvörðun stjórnenda móðurfélagsins um að hætta við gjafir og viðburði tengda jólahátíðinni, hafa skapað slæman starfsanda. Alls starfa rúmlega 300 manns hjá Actavis og Medis hér á landi. Rekstur ísraelsks móðurfélags þeirra, samheitalyfjafyrirtækisins Teva Pharmaceutical Industries, sem keypti fyrirtækin tvö í ágúst 2016, er þungur um þessar mundir. Nýr forstjóri Teva, Kåre Schultz, tilkynnti fyrir tveimur vikum að til stæði að segja upp fjórðungi starfsmanna eða um fjórtan þúsund manns. Þá hefur Medis verið í söluferli síðan í ágúst. Starfsmönnum Actavis á Íslandi var sagt frá hagræðingaraðgerðum Teva í tölvupósti frá forstjóranum. Kvarta þeir í samtali við blaðið undan upplýsingagjöf stjórnenda og auknu vinnuálagi sem hafi meðal annars fylgt ákvörðun um að ekki yrði ráðið í stöður sem losna. Talsmaður Actavis og Medis segir í skriflegu svari að almenn starfsmannavelta hafi verið innan hefðbundinna marka síðastliðna mánuði. Ekki hafi verið ráðist í neinar uppsagnir starfsfólks.Starfsfólk Actavis og Medis fékk ekki jólagjafir frá fyrirtækinu eins og Vísir greindi frá í gær. Jólahlaðborð hafi þar að auki verið blásið af með um tveggja vikna fyrirvara. Heimildir blaðsins herma að skráningu á jólahlaðborðið hafi verið lokið þegar tölvupóstur barst um ákvörðun Teva. Hætt hafi verið við alla viðburði eða uppákomur og gjafir tengdar hátíðahöldunum. Sú ákvörðun er í takt við tilkynningu Teva um miðjan desember þar sem kom fram að engir bónusar yrðu greiddir út í desember né arðgreiðslur til hluthafa. Actavis lagði fyrr á þessu ári niður lyfjaframleiðslu sína hér á landi. Misstu þá rúmlega 250 manns vinnuna. Erfiðleikar Teva, sem skuldar um 30 milljarða Bandaríkjadala, hafa valdið miklum titringi í Ísrael enda eiga lífeyrissjóðir þar og almenningur allur mikið undir. Hafa stjórnvöld og íbúar gagnrýnt uppsagnir og lokun verksmiðja harðlega og farið fram á að starfsemi fyrirtækisins á Indlandi og Írlandi verði þess í stað hætt.
Birtist í Fréttablaðinu Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33 Engar jólagjafir, jólahlaðborð eða bónusar til starfsfólks Actavis og Medis Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja. Skuldir Teva hafa þyngst töluvert undanfarið og þurfti fyrirtækið til að mynda að segja upp 14 þúsund starfsmönnum nýlega. 28. desember 2017 09:30 Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33
Engar jólagjafir, jólahlaðborð eða bónusar til starfsfólks Actavis og Medis Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja. Skuldir Teva hafa þyngst töluvert undanfarið og þurfti fyrirtækið til að mynda að segja upp 14 þúsund starfsmönnum nýlega. 28. desember 2017 09:30