Jónsi í Sigur Rós og fjölskylda hans opnar verslun fulla af eigin hönnun Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2017 16:41 Um er að ræða systkinin Lilju, Jónsa, Ingibjörg og Sigurrós Birgisbörn, ásamt foreldrum þeirra, mökum og fjölskyldu, sem standa að þessari verslun. Aðsend Nú rétt fyrir jólin opnar ný verslun í hjarta miðbæjarins sem verður til húsa í Fischersundi 3 og heitir Fischer. Í tilkynningunni sem barst vegna opnunar verslunarinnar kemur fram að um sé að ræða rými sem fetar línuna milli gjafavöruverslunar og listarýmis en fjölskyldan sem stendur að verkefninu hefur verið áberandi í menningarlífi landsins lengi vel. Um er að ræða systkinin Lilju, Jónsa, Ingibjörg og Sigurrós Birgisbörn, ásamt foreldrum þeirra, mökum og fjölskyldu. „Hugmyndin kviknaði eins og svo margar góðar hugmyndir yfir fjórða rauðvínsglasinu í fjölskyldumatarboði en við höfum talað um það í mörg ár að vinna saman að verkefni. Svo þegar Jónsi flutti til helminga til Los Angeles stóð stúdíó-ið hans í Fischersundi tómt og við ákváðum að slá til,“ segir Lilja Birgisdóttir ljósmyndari í tilkynningunni. Fischersund 3 er eitt af elstu húsunum í Grjótaþorpinu en gríðarleg vinna er sögð liggja að baki opnuninni. Auk þess að hafa hannað og handgert hverja einustu vöru í versluninni hefur fjölskyldan hjálpast að við að hanna, setja upp og smíða alla innanstokksmuni og útlit verslunarinnar, allt frá búðarborðinu til veggfóðursins.Sterk hugmyndafræði liggur að baki Fischer og henni ætlað að vera tilbrigði við hefðbundnar verslanir. „Þetta er eiginlega búð og listarými undir sama þakinu. Við leggjum mikla áherslu á heildræna upplifun og reynum þannig að örva öll skilningarvit gesta okkar. Til að mynda bjuggum við til sérstakan ilm sem leikur um vitin og fengum fjölskyldumeðlimi t.d. Jónsa, Sindra Sin Fang, Alex Sommers og Kjartan Holm, til að gera tónlist fyrir rýmið. Þetta er í raun búð sem þú getur notið þess að koma í jafnvel þó þú kaupir ekki neitt,“ segir Lilja. Umhverfismál og umbúðasóun eru fjölskyldunni sömuleiðis hugleikin. Vörunum fylgja eins litlar umbúðir og mögulegt er og margar þeirra eru hannaðar með þessi sjónarmið í huga, til að mynda mun Fischer kynna til leiks svokallað sjampóstykki sem ætlað er að leysa af hólmi plastbrúsana sem hárvörur koma iðulega í. Opnun Fischer fer fram föstudaginn 15. desember milli kl. 18-20. Viðskipti Mest lesið „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Sjá meira
Nú rétt fyrir jólin opnar ný verslun í hjarta miðbæjarins sem verður til húsa í Fischersundi 3 og heitir Fischer. Í tilkynningunni sem barst vegna opnunar verslunarinnar kemur fram að um sé að ræða rými sem fetar línuna milli gjafavöruverslunar og listarýmis en fjölskyldan sem stendur að verkefninu hefur verið áberandi í menningarlífi landsins lengi vel. Um er að ræða systkinin Lilju, Jónsa, Ingibjörg og Sigurrós Birgisbörn, ásamt foreldrum þeirra, mökum og fjölskyldu. „Hugmyndin kviknaði eins og svo margar góðar hugmyndir yfir fjórða rauðvínsglasinu í fjölskyldumatarboði en við höfum talað um það í mörg ár að vinna saman að verkefni. Svo þegar Jónsi flutti til helminga til Los Angeles stóð stúdíó-ið hans í Fischersundi tómt og við ákváðum að slá til,“ segir Lilja Birgisdóttir ljósmyndari í tilkynningunni. Fischersund 3 er eitt af elstu húsunum í Grjótaþorpinu en gríðarleg vinna er sögð liggja að baki opnuninni. Auk þess að hafa hannað og handgert hverja einustu vöru í versluninni hefur fjölskyldan hjálpast að við að hanna, setja upp og smíða alla innanstokksmuni og útlit verslunarinnar, allt frá búðarborðinu til veggfóðursins.Sterk hugmyndafræði liggur að baki Fischer og henni ætlað að vera tilbrigði við hefðbundnar verslanir. „Þetta er eiginlega búð og listarými undir sama þakinu. Við leggjum mikla áherslu á heildræna upplifun og reynum þannig að örva öll skilningarvit gesta okkar. Til að mynda bjuggum við til sérstakan ilm sem leikur um vitin og fengum fjölskyldumeðlimi t.d. Jónsa, Sindra Sin Fang, Alex Sommers og Kjartan Holm, til að gera tónlist fyrir rýmið. Þetta er í raun búð sem þú getur notið þess að koma í jafnvel þó þú kaupir ekki neitt,“ segir Lilja. Umhverfismál og umbúðasóun eru fjölskyldunni sömuleiðis hugleikin. Vörunum fylgja eins litlar umbúðir og mögulegt er og margar þeirra eru hannaðar með þessi sjónarmið í huga, til að mynda mun Fischer kynna til leiks svokallað sjampóstykki sem ætlað er að leysa af hólmi plastbrúsana sem hárvörur koma iðulega í. Opnun Fischer fer fram föstudaginn 15. desember milli kl. 18-20.
Viðskipti Mest lesið „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Sjá meira