Kínverjar vara Bandaríkin við átökum Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2017 12:20 Donald Trump og Xi Jinping, forsetar Bandaríkjanna og Kína. Vísir/AFP Yfirvöld í Kína hafa brugðist reið við nýju stefnuskjali Hvíta hússins varðandi öryggi Bandaríkjanna þar sem Rússland og Kína eru skilgreind sem andstæðingar Bandaríkjanna. Utanríkisráðuneyti Kína kallar eftir því að Bandaríkin sætti sig við upprisu Kína og vinni með þeim með hag beggja ríkja í huga. Þá varaði ráðuneytið við því að átök myndu koma niður á báðum ríkjum og sagði að forsvarsmenn Bandaríkjanna ættu að láta af „kalda stríðs hugsunarhætti“ sínum. Rússar segja sömuleiðis að óásættanlegt sé að Bandaríkin komi fram við þá sem ógn. Öryggisstefnuskjal þetta er reglulega gefið út og iðulega án mikilla láta. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnaði útgáfu skjalsins hins vegar í gær og hélt ræðu í tilefni hennar.Hann sagði Bandaríkin ekki hafa áður staðið í álíka samkeppni og nú og að Kína og Rússland væru helstu ógnirnar gegn efnahagslegum yfirburðum Bandaríkjanna. Þá gagnrýndi hann fyrrverandi forseta Bandaríkjanna harðlega í ræðu sinni.Í umræddru skjali segir að Rússland og Kína reyni að standa í hárinu á Bandaríkjunum, draga úr mætti þeirra, áhrifum, öryggi og velferð.„Þessi ríki eru staðráðin í að draga úr frelsi og sanngirni markaða, að stækka herafla sína, stjórna flæði upplýsinga og gagna, bæla niður þegna sína og auka áhrif þeirra,“ segir í stefnuskjalinu. Stuðningur Bandaríkjanna við Taívan er ítrekaður í skjalinu og þar segir einnig að talað um að bæta samskipti Bandaríkjanna og ríkja í suðausturhluta Asíu. Kínverjar eiga í deilum við mörg þeirra ríkja þar sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hefur byggt þar upp eyjur og komið vopnum fyrir á þeim.Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Varðandi Suður-Kínahaf segja Kínverjar að uppbygging þeirra þar sé í friðsamlegum tilgangi og það komi öðrum ríkjum í rauninni ekki við. Í skjalinu segir einnig að yfirvöld Kína steli tækni af Bandaríkjunum og lagt er til að dregið verði úr útgáfu landvistarleyfa til Kínverja sem ætla sér að stunda nám í vísindum, verkfræði og öðrum tæknigreinum í Bandaríkjunum. Bandaríkin Suður-Kínahaf Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Yfirvöld í Kína hafa brugðist reið við nýju stefnuskjali Hvíta hússins varðandi öryggi Bandaríkjanna þar sem Rússland og Kína eru skilgreind sem andstæðingar Bandaríkjanna. Utanríkisráðuneyti Kína kallar eftir því að Bandaríkin sætti sig við upprisu Kína og vinni með þeim með hag beggja ríkja í huga. Þá varaði ráðuneytið við því að átök myndu koma niður á báðum ríkjum og sagði að forsvarsmenn Bandaríkjanna ættu að láta af „kalda stríðs hugsunarhætti“ sínum. Rússar segja sömuleiðis að óásættanlegt sé að Bandaríkin komi fram við þá sem ógn. Öryggisstefnuskjal þetta er reglulega gefið út og iðulega án mikilla láta. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnaði útgáfu skjalsins hins vegar í gær og hélt ræðu í tilefni hennar.Hann sagði Bandaríkin ekki hafa áður staðið í álíka samkeppni og nú og að Kína og Rússland væru helstu ógnirnar gegn efnahagslegum yfirburðum Bandaríkjanna. Þá gagnrýndi hann fyrrverandi forseta Bandaríkjanna harðlega í ræðu sinni.Í umræddru skjali segir að Rússland og Kína reyni að standa í hárinu á Bandaríkjunum, draga úr mætti þeirra, áhrifum, öryggi og velferð.„Þessi ríki eru staðráðin í að draga úr frelsi og sanngirni markaða, að stækka herafla sína, stjórna flæði upplýsinga og gagna, bæla niður þegna sína og auka áhrif þeirra,“ segir í stefnuskjalinu. Stuðningur Bandaríkjanna við Taívan er ítrekaður í skjalinu og þar segir einnig að talað um að bæta samskipti Bandaríkjanna og ríkja í suðausturhluta Asíu. Kínverjar eiga í deilum við mörg þeirra ríkja þar sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hefur byggt þar upp eyjur og komið vopnum fyrir á þeim.Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Varðandi Suður-Kínahaf segja Kínverjar að uppbygging þeirra þar sé í friðsamlegum tilgangi og það komi öðrum ríkjum í rauninni ekki við. Í skjalinu segir einnig að yfirvöld Kína steli tækni af Bandaríkjunum og lagt er til að dregið verði úr útgáfu landvistarleyfa til Kínverja sem ætla sér að stunda nám í vísindum, verkfræði og öðrum tæknigreinum í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Suður-Kínahaf Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira