Pacquiao segir að viðræður séu hafnar um bardaga gegn Conor McGregor Magnús Ellert Bjarnason skrifar 9. desember 2017 13:30 Conor fyrir fyrsta og eina hnefaleikabardaga sinn hingað til gegn Floyd Mayweather. Vísir/Getty Manny Pacquiao, fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum og núverandi þingmaður í Filippseyjum, hélt því fram í gær að hann sé í viðræðum um að mæta Conor McGregor í hnefaleikabardaga í apríl á næsta ári. Pacquiao, sem verður 39 ára síðar í þessum mánuði, tapaði veltivigtarbelti sínu í júlí á þessu ári þegar hann tapaði óvænt á stigum gegn fyrrverandi kennaranum og ástralanum Jeff Horn í heimabæ hans, Brisbane. Pacquiao mótmælti þeirri niðurstöðu mikið eftir að bardaganum lauk og sakaði dómarana um að hafa verið hliðholla heimamanninum. McGregor hefur ekki barist í UFC eða hnefaleikum síðan hann tapaði gegn Floyd Mayweather með tæknilegu rothöggi í 10 lotu sl. ágúst í bardaga sem sló öll áhorfsmet. Var það fyrsti atvinnubardagi Conors í hnefaleikum en sá fimmtugasti hjá hinum ósigraða Mayweather. Conor gat borið höfuðið hátt eftir tapið gegn Mayweather. Margir hnefaleikasérfræðingar höfðu spáð því að Conor yrði gerður að aðhlátursefni í hringnum með Floyd, sem er af mörgum talinn besti hnefaleikakappi sögunnar, en svo var svo sannarlega ekki. Þá gekk Conor úr hringnum sem einn ríkasti íþróttamaður heims, en talið er að hann hafi fengið í sinn vasa rúmlega 100 milljónir bandaríkjadala. Hæsta útborgunin sem hann hefur fengið eftir UFC bardaga er hins vegar talin vera um fimm sinnum lægri, eða 20 milljónir bandaríkjadala. Er því ekki furða að Conor hafi áhuga á því að stíga aftur inn í hringinn. MMA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
Manny Pacquiao, fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum og núverandi þingmaður í Filippseyjum, hélt því fram í gær að hann sé í viðræðum um að mæta Conor McGregor í hnefaleikabardaga í apríl á næsta ári. Pacquiao, sem verður 39 ára síðar í þessum mánuði, tapaði veltivigtarbelti sínu í júlí á þessu ári þegar hann tapaði óvænt á stigum gegn fyrrverandi kennaranum og ástralanum Jeff Horn í heimabæ hans, Brisbane. Pacquiao mótmælti þeirri niðurstöðu mikið eftir að bardaganum lauk og sakaði dómarana um að hafa verið hliðholla heimamanninum. McGregor hefur ekki barist í UFC eða hnefaleikum síðan hann tapaði gegn Floyd Mayweather með tæknilegu rothöggi í 10 lotu sl. ágúst í bardaga sem sló öll áhorfsmet. Var það fyrsti atvinnubardagi Conors í hnefaleikum en sá fimmtugasti hjá hinum ósigraða Mayweather. Conor gat borið höfuðið hátt eftir tapið gegn Mayweather. Margir hnefaleikasérfræðingar höfðu spáð því að Conor yrði gerður að aðhlátursefni í hringnum með Floyd, sem er af mörgum talinn besti hnefaleikakappi sögunnar, en svo var svo sannarlega ekki. Þá gekk Conor úr hringnum sem einn ríkasti íþróttamaður heims, en talið er að hann hafi fengið í sinn vasa rúmlega 100 milljónir bandaríkjadala. Hæsta útborgunin sem hann hefur fengið eftir UFC bardaga er hins vegar talin vera um fimm sinnum lægri, eða 20 milljónir bandaríkjadala. Er því ekki furða að Conor hafi áhuga á því að stíga aftur inn í hringinn.
MMA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira