Ætla að senda rohingjafólkið til baka Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2017 10:17 Minnst 600 þúsund rohingjamúslimar hafa flúið til Bangladess og flestir þeirra halda til í flóttamannabúðum. Vísir/AFP Yfirvöld Bangladess og Búrma, sem einnig gengur undir nafninu Mjanmar, hafa samið um að senda hundruð þúsundir rohingjamúslima, sem flúið hafa frá Búrma vegna ofbeldis sem Sameinuðu þjóðirnar segja vera „skólabókardæmi“ um þjóðernishreinsanir, aftur til Búrma. Hjálparsamtök segja varhugavert að neyða fólkið til baka án þess að öryggi þeirra sé tryggt. Minnst 600 þúsund manns hafa flúið yfir landamæri Búrma og Bangladess vegna ofbeldis þar sem hermenn og hópar fólks hafa myrt fjölda fólks, nauðgað konum og brennt heilu þorpin til grunna. Rohingjafólkið hefur búið í Búrma um langt skeið og hefur verið lýst sem þeim minnihlutahópi í heiminum sem býr við mestar ofsóknir. Talið er að þeir séu um 1,1 milljón og hafa langflestir þeirra búið í Rakhine héraði í vesturhluta Búrma en stjórnvöld þar hafa ekki viðurkennt þau sem borgara. Rohingjafólkið er íslamstrúar en meirihluti íbúa Búrma eru búddistar. Her Búrma hefur framkvæmt eigin innri rannsókn og segir að engir rohingjamúslimar hafi verið myrtir, engin þorp brennd og engin ódæði framin.Samkvæmt frétt BBC hafa engar upplýsingar um hvað umræddur samningur á milli Bangladess og Búrma felur í sér en skrifað var undir hann í Naypidaw, höfuðborg Búrma, í morgun. Yfirvöld Bangladess segja samkomulagið vera gott fyrsta skref. Þá segja yfirvöld í Búrma að þau séu tilbúin til að taka við fólkinu við fyrsta tækifæri. Flóttamenn Tengdar fréttir Her Búrma segist saklaus Herinn, sem hefur verið sakaður um umfangsmikil ódæði og þjóðernishreinsanir, segir að „hryðjuverkamenn“ meðal rohingjafólksins hafi brennt heilu þorpin og skipað þjóðflokknum að yfirgefa heimili sín og flýja til annars lands. 13. nóvember 2017 23:25 Bandaríkin saka Búrma um þjóðernishreinsanir Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að her Búrma og vopnaðir hópar heimamanna hefðu valdið "ólíðandi þjáningum“ meðal rohingjafólksins. 22. nóvember 2017 14:40 Bandaríkin íhuga refsiaðgerðir gegn einstaklingum í Búrma Utanríkisráðherra Bandaríkjanna útilokar hins vegar efnahagsþvinganir gegn stjórnvöldum í Búrma vegna ofsókna gegn rohingjamúslimum. 15. nóvember 2017 10:34 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Yfirvöld Bangladess og Búrma, sem einnig gengur undir nafninu Mjanmar, hafa samið um að senda hundruð þúsundir rohingjamúslima, sem flúið hafa frá Búrma vegna ofbeldis sem Sameinuðu þjóðirnar segja vera „skólabókardæmi“ um þjóðernishreinsanir, aftur til Búrma. Hjálparsamtök segja varhugavert að neyða fólkið til baka án þess að öryggi þeirra sé tryggt. Minnst 600 þúsund manns hafa flúið yfir landamæri Búrma og Bangladess vegna ofbeldis þar sem hermenn og hópar fólks hafa myrt fjölda fólks, nauðgað konum og brennt heilu þorpin til grunna. Rohingjafólkið hefur búið í Búrma um langt skeið og hefur verið lýst sem þeim minnihlutahópi í heiminum sem býr við mestar ofsóknir. Talið er að þeir séu um 1,1 milljón og hafa langflestir þeirra búið í Rakhine héraði í vesturhluta Búrma en stjórnvöld þar hafa ekki viðurkennt þau sem borgara. Rohingjafólkið er íslamstrúar en meirihluti íbúa Búrma eru búddistar. Her Búrma hefur framkvæmt eigin innri rannsókn og segir að engir rohingjamúslimar hafi verið myrtir, engin þorp brennd og engin ódæði framin.Samkvæmt frétt BBC hafa engar upplýsingar um hvað umræddur samningur á milli Bangladess og Búrma felur í sér en skrifað var undir hann í Naypidaw, höfuðborg Búrma, í morgun. Yfirvöld Bangladess segja samkomulagið vera gott fyrsta skref. Þá segja yfirvöld í Búrma að þau séu tilbúin til að taka við fólkinu við fyrsta tækifæri.
Flóttamenn Tengdar fréttir Her Búrma segist saklaus Herinn, sem hefur verið sakaður um umfangsmikil ódæði og þjóðernishreinsanir, segir að „hryðjuverkamenn“ meðal rohingjafólksins hafi brennt heilu þorpin og skipað þjóðflokknum að yfirgefa heimili sín og flýja til annars lands. 13. nóvember 2017 23:25 Bandaríkin saka Búrma um þjóðernishreinsanir Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að her Búrma og vopnaðir hópar heimamanna hefðu valdið "ólíðandi þjáningum“ meðal rohingjafólksins. 22. nóvember 2017 14:40 Bandaríkin íhuga refsiaðgerðir gegn einstaklingum í Búrma Utanríkisráðherra Bandaríkjanna útilokar hins vegar efnahagsþvinganir gegn stjórnvöldum í Búrma vegna ofsókna gegn rohingjamúslimum. 15. nóvember 2017 10:34 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Her Búrma segist saklaus Herinn, sem hefur verið sakaður um umfangsmikil ódæði og þjóðernishreinsanir, segir að „hryðjuverkamenn“ meðal rohingjafólksins hafi brennt heilu þorpin og skipað þjóðflokknum að yfirgefa heimili sín og flýja til annars lands. 13. nóvember 2017 23:25
Bandaríkin saka Búrma um þjóðernishreinsanir Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að her Búrma og vopnaðir hópar heimamanna hefðu valdið "ólíðandi þjáningum“ meðal rohingjafólksins. 22. nóvember 2017 14:40
Bandaríkin íhuga refsiaðgerðir gegn einstaklingum í Búrma Utanríkisráðherra Bandaríkjanna útilokar hins vegar efnahagsþvinganir gegn stjórnvöldum í Búrma vegna ofsókna gegn rohingjamúslimum. 15. nóvember 2017 10:34