Til umhugsunar að afloknu umhverfisþingi 2017 í Hörpu 21. október 2017 13:13 Fyrir 500 milljónum ára var hlutfall koltvísýrings í andrúmslofti jarðarinnar 15 sinnum meira en nú er. Við slíkar aðstæður gætum við ekki lifað. Svo fóru að þróast skógar. Fyrstu skógarnir voru ekki eins og skógar sem við nú þekkjum. Þetta voru risastórar jurtir, líkari burknum eða öðrum frumstæðum plöntum en þeim trjám sem nú vaxa á jörðinni. Þetta voru jurtkenndar plöntur þótt stórar væru. Smám saman þróuðust tegundir sem höfðu vaxtarlag yst og mynduðu við í stofni sínum eins og við könnumst við í trjám á okkar dögum. Allt þetta voru stórgerðar plöntur sem bundu mikið kolefni úr andrúmsloftinu. Smám saman batt þessi öflugi gróður svo mikið kolefni úr andrúmsloftinu að hlutfall súrefnis varð heppilegt fyrir þær lífverur sem nú þrífast á jörðinni, þar á meðal manninn. Tré skópu með öðrum orðum þá tilveru sem varð til þess að tegundin maður þróaðist. Hlutfall súrefnis í lofthjúpnum er nú um einn fimmti eða tuttugu og eitt prósent. Það hlutfall hentar okkur mannfólkinu og öðrum lífverum sem við þekkjum. Ákveðið hlutfall koltvísýrings er eðlilegur hluti af efnasamsetningu lofthjúpsins og ekkert við það að óttast. Óeðlilegt er þó að þetta hlutffall hækki um of af völdum okkar mannanna. Þetta hlutfall þarf ekki að hækka mikið til þess að það beri í sér sjálfseyðingu þeirrar tilveru sem við byggjum líf okkar á. Eina rétta leiðin til að tryggja framtíð okkar er að treysta á þau náttúruöfl sem gerðu í öndverðu ð verkum að við gátum þróast á jörðinni. Við verðum að nýta okkur þær aðferðir náttúrunnar sem gerðu okkur kleift að þróast á jörðinni. Trén eru lífgjafar mannsins. Mikið er talað um verndun miðhálendisins og verndun íslenskrar náttúru. Það er göfugt. En hvað er íslensk náttúra? Er það náttúran sem var hér við landnám eða er það náttúran sem er núna á öðrum tug 21. aldarinnar? Í 1.100 ár höfum við mennirnir nýtt okkur auðlindir lands á Íslandi. Ekki er óeðlilegt að kalla þá nýtingu ofnýtingu. Birkiskógar þöktu a.m.k. 25 prósent landsins við landnám. Líklegt er að það hafi verið talsvert meira, jafnvel 40 prósent. Skógarnir hurfu af okkar völdum. Við þekkjum hvernig birkið hagar sér. Það er duglegt að breiðast út. Það framleiðir mikið fræ og ef það er óáreitt breiðist það út þangað sem því er mögulegt að breiðast út. Á landnámsöld var hlýtt. Því er líklegt að hálendið einnig hafi að nokkru leyti verið vaxið birkiskógi eða birkikjarri. Slíkt vistkerfi þolir vel þau áföll sem náttúruöflin bjóða íslenskri náttúru reglulega, svo sem með eldgosum og öskufalli. Birkiskógur eða birkikjarr þolir vel umtalsvert öskufall. Lággróður þolir aftur á móti lítið öskufall heldur kafnar og deyr. Eftir verður auðnin ein. Gróður sem nær ekki nema 10-30 cm hæð kafnar í verulegu öskufalli. Gróið land verður auðn. Birkikjarr eða birkiskógur fer hins vegar ekki á kaf við slíkar hamfarir. Askan ber með sér yl og birkið fær tímabundinn frið frá samkeppni við undirgróðurinn eins og sást eftir Eyjafjallajökulsgosið í byrjun þessa áratugar. Af því má ráða að áður en landið byggðist hafi landið, þakið birkiskógi að verulegu leyti, þolað ítrekað öskufall af völdum stórgosa. Þá blés landið ekki upp í kjölfar öskugosa. Í næsta stórgosi gæti mikið af því gróðurlendi sem nú er á landinu breyst í auðn. Birkið þolir líka töluverðar sveiflur sem verða á meðalhlita á Íslandi hverja öld. Þessar sveiflur eru á mælikvarða áratuga en ekki alda. Ef birkiskógurinn eða -kjarrið er horfið er landið hins vegar ofurselt roföflunum ef áföll ríða yfir, hvort sem það eru kuldaskeið, eldgos eða aðrar hörmungar. Eðlislæg vörn Íslands gegn áföllum er að vera klætt skógi eða kjarri rétt eins og vörn manns gegn kulda er að vera klæddur hlýjum fatnaði. Íslenska birkið er þess vegna gott. Enn betra er þó það skóglendi sem verður hávaxnara og gefur verðmætari afurðir. Birkið getur gefið okkur eldivið sem vissulega er verðmætur. Nytjaskógur gerir okkur rík. Að vissu marki má nýta birkið til smíða eða handverks af ýmsum toga. Birkið bindur um það bil 4,5 tonn af koltvísýringi á hverjum hektara þegar best lætur. Þá er aðeins er litið til bindingar ofan jarðar. Lerki-, greni-, furu- og asparskógar binda hins vegar miklu meira. Binding í bestu nytjaskógum á Íslandi er að minnsta kosti 20 tonn á hektara og óhætt er að gera ráð fyrir bindingu upp á 27 tonn á hektara og jafnvel meira. Á nýliðnu sumri sáust ársprotar á greni, furu og ösp upp á allt að einum metra og jafnvel meira. Ef skógur er rétt meðhöndlaður verður bindingin í hámarki. Grisjun er mikilvæg og val réttu tegundanna og rétta efnviðarins er sömuleiðis mjög mikilvægt. Tækifærin eru mikil. Skógar á Íslandi vaxa álíka vel og skógar á sömu breiddargráðum í Skandinavíu. Viðarmyndunin er að minnsta kosti jafnmikil, ef ekki meiri. Íslenski eldfjallajarðvegurinn er hentugur til nýskógræktar, ríkur af öllum næringarefnum nema nitri. Niturskorturinn í íslenskum vistkerfum er aðallega vegna ofnýtingar landsmanna á gróðurlendum landsins í 1.100 ár. Við höfum sem sagt tekið út af reikningi gróðurlendisins í 1.100 ár en ekki lagt inn á móti. Það er einfalt bókhald. Þess vegna hvarf helmingurinn af því gróðurlendi sem hér var við landnám. Birkisikógar sem voru felldir eða brenndir gátu ekki vaxið upp aftur af því að sauðfé beit jafnóðum þann nýgræðing sem reyndi að vaxa upp. Þess vegna hvarf birkiskógurinn á endanum og birkikjarrið. Við skuldum landinu að rækta það upp á ný. Helmingur gróðurþekjunnar hvarf og helmingur þess sem eftir er telst vera í slæmu eða mjög slæmu ástandi, að mati Landgræðslunnar. Þar talar vísindafólk sem okkur ber að treysta. Þau segja þetta ekki af gamni sínu. Okkur ber á tímum loftslagsbreytinga að vinna að því að Ísland verði aftur grænt. Auðnir sem áður voru grónar þarf að græða upp á ný. Hugtakið „ósnortin víðerni“ er umhugsunarvert. Við höfum eytt gróðri á flestum þeim svæðum sem nú tíðkast að kalla ósnortin víðaerni. Hví skyldi þá kalla þau ósnortin? Okkur ber að gera þau græn á ný. Náttúran spyr ekki um þjóðerni þeirra plöntutegunda sem þar eru ræktaðar. Best er fyrir framtíð jarðarinnar að koma í auðnirnar kjarri eða skógi. Jafndýrt er að rækta birkiskióg og nytjaskóg með gjöfulli tegundum eins og alaskaösp, sitkagreni, stafafuru eða rússalerki. Af þessum tegundum hefur verið ræktaður fram úrvalsefniviður með kynbótastarfi hjá Skógræktinni. Ef valið stendur milli þess að rækta birki með jafnmiklum tilkostnaði og áðurnefndar nytjategundir hlýtur valið að vera auðvelt. Gjöfular trjátegundir binda miklu meira kolefni og gefa okkur auk þess dýrmætar afurðir til framtíðar. Hafa ber í huga að senn þarf svokallað lífhagkerfi að taka við af olíuhagkerfinu. Fyrir iðnbyltingu var við lýði það sem við getum kallað náttúruhagkerfi. Það byggðist að mestu á sjálfbærri nýtingu náttúrunnar en stundum var sú nýting ósjálfbær rányrkja þótt ekki væri illvilji að baki. Þegar jarðolían fannst breyttist margt. Smám saman tók olíuhagkerfið við. Það hagkerfi hefur brátt runnið sitt skeið. Lífhagkerfið þarf að taka við. Jarðolía myndast á mörg hundruð milljónum ára. Hringrásir þess taka því mörg hundruð milljónir ára. Hringrásir lífhagkerfisins taka ekki nema mannsaldur. Tré sem gróðursett er í dag er fullvaxta eftir 30-100 ár. Allt sem nú er framleitt úr olíu má framleiða úr timbri, hvort sem það er eldsneyti, plast, hráefni til ýmiss konar iðnaðar, efnaiðnaðar o.s.frv. Úr trjám má framleiða dýrafóður og jafnvel mannamat. Tré eru framtíðin. Við þurfum að huga að því að á Íslandi verði til skógarauðlind þannig að Íslendingar geti átt nóg af eigin auðlindum fyrir lífhagkerfið sem tekur við af olíuhagkerfinu. Ef við gerum það ekki þurfum við að flytja inn þessar auðlindir og hráefni og treysta á aðrar þjóðir. Við eigum yfrið nóg af landi. Skógar vaxa vel á Íslandi ef rétt er að staðið. Þekkingarinnar hefur verið aflað. Rækta má nytjaskóga á auðnum sem áður voru gróið land. Auðnir sem nú losa verulegt kolefni - af því að jarðvegur í þeim er enn að rotna - geta á stuttum tíma orðið að nytjaskógum sem binda verulegt kolefni og gefa miklar afurðir. Þannig má snúa losun í bindingu og fá að auki dýrmætar afurðir skógarins þegar tímar líða. Verndun miðhálendisins er ágætis mál. Samt verður að hafa í huga að sumt af þeim auðnum sem nú eru á miðhálendinu var gróið land við landnám. Er það raunveruleg náttúruvernd að vernda auðnir sem í raun eru manngerðar? Er það ekki eins og að láta gamalt hús grotna niður og vernda rústirnar? Væri ekki hin eina sanna náttúruvernd að græða þessar auðnir upp með gróðri, helst kjarri eða skógi? Hver er skuld mannkyns við jörðina? Er það að vernda brotin vistkerfi eða er það að efla svo gróðurvistkerfi jarðarinnar að þau geti bjargað okkur frá hörmulegum afleiðingum loftslagsbreytinga? Stórar eru spurningarnar en stór eru líka vandamálin sem mannkynið stendur frammi fyrir. Gróðurlaust land er ekki auðlind. Það er böl. Ræktum skóg, björgum jörðinni.Pétur HalldórssonHöfundur er umhverfisverndarsinni og kynningarstjóri Skógræktarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Halldórsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir 500 milljónum ára var hlutfall koltvísýrings í andrúmslofti jarðarinnar 15 sinnum meira en nú er. Við slíkar aðstæður gætum við ekki lifað. Svo fóru að þróast skógar. Fyrstu skógarnir voru ekki eins og skógar sem við nú þekkjum. Þetta voru risastórar jurtir, líkari burknum eða öðrum frumstæðum plöntum en þeim trjám sem nú vaxa á jörðinni. Þetta voru jurtkenndar plöntur þótt stórar væru. Smám saman þróuðust tegundir sem höfðu vaxtarlag yst og mynduðu við í stofni sínum eins og við könnumst við í trjám á okkar dögum. Allt þetta voru stórgerðar plöntur sem bundu mikið kolefni úr andrúmsloftinu. Smám saman batt þessi öflugi gróður svo mikið kolefni úr andrúmsloftinu að hlutfall súrefnis varð heppilegt fyrir þær lífverur sem nú þrífast á jörðinni, þar á meðal manninn. Tré skópu með öðrum orðum þá tilveru sem varð til þess að tegundin maður þróaðist. Hlutfall súrefnis í lofthjúpnum er nú um einn fimmti eða tuttugu og eitt prósent. Það hlutfall hentar okkur mannfólkinu og öðrum lífverum sem við þekkjum. Ákveðið hlutfall koltvísýrings er eðlilegur hluti af efnasamsetningu lofthjúpsins og ekkert við það að óttast. Óeðlilegt er þó að þetta hlutffall hækki um of af völdum okkar mannanna. Þetta hlutfall þarf ekki að hækka mikið til þess að það beri í sér sjálfseyðingu þeirrar tilveru sem við byggjum líf okkar á. Eina rétta leiðin til að tryggja framtíð okkar er að treysta á þau náttúruöfl sem gerðu í öndverðu ð verkum að við gátum þróast á jörðinni. Við verðum að nýta okkur þær aðferðir náttúrunnar sem gerðu okkur kleift að þróast á jörðinni. Trén eru lífgjafar mannsins. Mikið er talað um verndun miðhálendisins og verndun íslenskrar náttúru. Það er göfugt. En hvað er íslensk náttúra? Er það náttúran sem var hér við landnám eða er það náttúran sem er núna á öðrum tug 21. aldarinnar? Í 1.100 ár höfum við mennirnir nýtt okkur auðlindir lands á Íslandi. Ekki er óeðlilegt að kalla þá nýtingu ofnýtingu. Birkiskógar þöktu a.m.k. 25 prósent landsins við landnám. Líklegt er að það hafi verið talsvert meira, jafnvel 40 prósent. Skógarnir hurfu af okkar völdum. Við þekkjum hvernig birkið hagar sér. Það er duglegt að breiðast út. Það framleiðir mikið fræ og ef það er óáreitt breiðist það út þangað sem því er mögulegt að breiðast út. Á landnámsöld var hlýtt. Því er líklegt að hálendið einnig hafi að nokkru leyti verið vaxið birkiskógi eða birkikjarri. Slíkt vistkerfi þolir vel þau áföll sem náttúruöflin bjóða íslenskri náttúru reglulega, svo sem með eldgosum og öskufalli. Birkiskógur eða birkikjarr þolir vel umtalsvert öskufall. Lággróður þolir aftur á móti lítið öskufall heldur kafnar og deyr. Eftir verður auðnin ein. Gróður sem nær ekki nema 10-30 cm hæð kafnar í verulegu öskufalli. Gróið land verður auðn. Birkikjarr eða birkiskógur fer hins vegar ekki á kaf við slíkar hamfarir. Askan ber með sér yl og birkið fær tímabundinn frið frá samkeppni við undirgróðurinn eins og sást eftir Eyjafjallajökulsgosið í byrjun þessa áratugar. Af því má ráða að áður en landið byggðist hafi landið, þakið birkiskógi að verulegu leyti, þolað ítrekað öskufall af völdum stórgosa. Þá blés landið ekki upp í kjölfar öskugosa. Í næsta stórgosi gæti mikið af því gróðurlendi sem nú er á landinu breyst í auðn. Birkið þolir líka töluverðar sveiflur sem verða á meðalhlita á Íslandi hverja öld. Þessar sveiflur eru á mælikvarða áratuga en ekki alda. Ef birkiskógurinn eða -kjarrið er horfið er landið hins vegar ofurselt roföflunum ef áföll ríða yfir, hvort sem það eru kuldaskeið, eldgos eða aðrar hörmungar. Eðlislæg vörn Íslands gegn áföllum er að vera klætt skógi eða kjarri rétt eins og vörn manns gegn kulda er að vera klæddur hlýjum fatnaði. Íslenska birkið er þess vegna gott. Enn betra er þó það skóglendi sem verður hávaxnara og gefur verðmætari afurðir. Birkið getur gefið okkur eldivið sem vissulega er verðmætur. Nytjaskógur gerir okkur rík. Að vissu marki má nýta birkið til smíða eða handverks af ýmsum toga. Birkið bindur um það bil 4,5 tonn af koltvísýringi á hverjum hektara þegar best lætur. Þá er aðeins er litið til bindingar ofan jarðar. Lerki-, greni-, furu- og asparskógar binda hins vegar miklu meira. Binding í bestu nytjaskógum á Íslandi er að minnsta kosti 20 tonn á hektara og óhætt er að gera ráð fyrir bindingu upp á 27 tonn á hektara og jafnvel meira. Á nýliðnu sumri sáust ársprotar á greni, furu og ösp upp á allt að einum metra og jafnvel meira. Ef skógur er rétt meðhöndlaður verður bindingin í hámarki. Grisjun er mikilvæg og val réttu tegundanna og rétta efnviðarins er sömuleiðis mjög mikilvægt. Tækifærin eru mikil. Skógar á Íslandi vaxa álíka vel og skógar á sömu breiddargráðum í Skandinavíu. Viðarmyndunin er að minnsta kosti jafnmikil, ef ekki meiri. Íslenski eldfjallajarðvegurinn er hentugur til nýskógræktar, ríkur af öllum næringarefnum nema nitri. Niturskorturinn í íslenskum vistkerfum er aðallega vegna ofnýtingar landsmanna á gróðurlendum landsins í 1.100 ár. Við höfum sem sagt tekið út af reikningi gróðurlendisins í 1.100 ár en ekki lagt inn á móti. Það er einfalt bókhald. Þess vegna hvarf helmingurinn af því gróðurlendi sem hér var við landnám. Birkisikógar sem voru felldir eða brenndir gátu ekki vaxið upp aftur af því að sauðfé beit jafnóðum þann nýgræðing sem reyndi að vaxa upp. Þess vegna hvarf birkiskógurinn á endanum og birkikjarrið. Við skuldum landinu að rækta það upp á ný. Helmingur gróðurþekjunnar hvarf og helmingur þess sem eftir er telst vera í slæmu eða mjög slæmu ástandi, að mati Landgræðslunnar. Þar talar vísindafólk sem okkur ber að treysta. Þau segja þetta ekki af gamni sínu. Okkur ber á tímum loftslagsbreytinga að vinna að því að Ísland verði aftur grænt. Auðnir sem áður voru grónar þarf að græða upp á ný. Hugtakið „ósnortin víðerni“ er umhugsunarvert. Við höfum eytt gróðri á flestum þeim svæðum sem nú tíðkast að kalla ósnortin víðaerni. Hví skyldi þá kalla þau ósnortin? Okkur ber að gera þau græn á ný. Náttúran spyr ekki um þjóðerni þeirra plöntutegunda sem þar eru ræktaðar. Best er fyrir framtíð jarðarinnar að koma í auðnirnar kjarri eða skógi. Jafndýrt er að rækta birkiskióg og nytjaskóg með gjöfulli tegundum eins og alaskaösp, sitkagreni, stafafuru eða rússalerki. Af þessum tegundum hefur verið ræktaður fram úrvalsefniviður með kynbótastarfi hjá Skógræktinni. Ef valið stendur milli þess að rækta birki með jafnmiklum tilkostnaði og áðurnefndar nytjategundir hlýtur valið að vera auðvelt. Gjöfular trjátegundir binda miklu meira kolefni og gefa okkur auk þess dýrmætar afurðir til framtíðar. Hafa ber í huga að senn þarf svokallað lífhagkerfi að taka við af olíuhagkerfinu. Fyrir iðnbyltingu var við lýði það sem við getum kallað náttúruhagkerfi. Það byggðist að mestu á sjálfbærri nýtingu náttúrunnar en stundum var sú nýting ósjálfbær rányrkja þótt ekki væri illvilji að baki. Þegar jarðolían fannst breyttist margt. Smám saman tók olíuhagkerfið við. Það hagkerfi hefur brátt runnið sitt skeið. Lífhagkerfið þarf að taka við. Jarðolía myndast á mörg hundruð milljónum ára. Hringrásir þess taka því mörg hundruð milljónir ára. Hringrásir lífhagkerfisins taka ekki nema mannsaldur. Tré sem gróðursett er í dag er fullvaxta eftir 30-100 ár. Allt sem nú er framleitt úr olíu má framleiða úr timbri, hvort sem það er eldsneyti, plast, hráefni til ýmiss konar iðnaðar, efnaiðnaðar o.s.frv. Úr trjám má framleiða dýrafóður og jafnvel mannamat. Tré eru framtíðin. Við þurfum að huga að því að á Íslandi verði til skógarauðlind þannig að Íslendingar geti átt nóg af eigin auðlindum fyrir lífhagkerfið sem tekur við af olíuhagkerfinu. Ef við gerum það ekki þurfum við að flytja inn þessar auðlindir og hráefni og treysta á aðrar þjóðir. Við eigum yfrið nóg af landi. Skógar vaxa vel á Íslandi ef rétt er að staðið. Þekkingarinnar hefur verið aflað. Rækta má nytjaskóga á auðnum sem áður voru gróið land. Auðnir sem nú losa verulegt kolefni - af því að jarðvegur í þeim er enn að rotna - geta á stuttum tíma orðið að nytjaskógum sem binda verulegt kolefni og gefa miklar afurðir. Þannig má snúa losun í bindingu og fá að auki dýrmætar afurðir skógarins þegar tímar líða. Verndun miðhálendisins er ágætis mál. Samt verður að hafa í huga að sumt af þeim auðnum sem nú eru á miðhálendinu var gróið land við landnám. Er það raunveruleg náttúruvernd að vernda auðnir sem í raun eru manngerðar? Er það ekki eins og að láta gamalt hús grotna niður og vernda rústirnar? Væri ekki hin eina sanna náttúruvernd að græða þessar auðnir upp með gróðri, helst kjarri eða skógi? Hver er skuld mannkyns við jörðina? Er það að vernda brotin vistkerfi eða er það að efla svo gróðurvistkerfi jarðarinnar að þau geti bjargað okkur frá hörmulegum afleiðingum loftslagsbreytinga? Stórar eru spurningarnar en stór eru líka vandamálin sem mannkynið stendur frammi fyrir. Gróðurlaust land er ekki auðlind. Það er böl. Ræktum skóg, björgum jörðinni.Pétur HalldórssonHöfundur er umhverfisverndarsinni og kynningarstjóri Skógræktarinnar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun