Afnema á skerðingar í kerfi almannatrygginga Björgvin Guðmundsson skrifar 25. október 2017 09:30 Í síðustu grein minni lagði ég fram tillögu um hækkun lífeyris aldraðra. Í þessari grein fjalla ég um tekjutengingar, tekjuskerðingar í kerfi almannatrygginga. Ég legg til, að þessar skerðingar verði afnumdar í áföngum. Skerðingarnar eru orðnar svo miklar, að þær eru að eyðileggja almannatryggingakerfið. Alvarlegastar eru þessar skerðingar vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum. Það er dregið svo mikið af lífeyri eldri borgara hjá Tryggingastofnun, ef þeir fá greiðslur úr lífeyrissjóði, að heildarútkoman verður eins og þeir hafi aldrei greitt í lífeyrissjóð. Árið 1969 lýsti Alþýðusamband Íslands því yfir, að lífeyrissjóðirnir ættu að vera viðbót við almannatryggingarnar. Launþegar hófu að greiða í lífeyrissjóðina í trausti þess, að lífeyrir úr lífeyrissjóðunum kæmi til viðbótar lífeyri frá almannatryggingum, þegar launþegar, sjóðfélagar, færu á eftirlaun. En þetta hefur verið svikið. Í mörgum tilvikum fá eldri borgarar, sem greitt hafa í lífeyrissjóð alla sína starfsævi, ekkert meira úr eftirlaunakerfinu, TR og lífeyrissjóði samanlagt en ef þeir hefðu aldrei greitt neitt í lífeyrissjóð. Eldri borgarar, sjóðfélagar í lífeyrissjóðunum, hafa verið sviknir. Lífeyrir, sem samsvarar lífeyri úr lífeyrissjóði, hefur verið gerður upptækur. Þetta er „eignaupptaka“. Þessu verður að linna. Best er að afnema þessa skerðingu í 2-3 áföngum. Það skiptir engu máli þó þetta kosti ríkið talsverða fjármuni. Ríkið er áður búið að spara stórfé með skerðingu. Nú er komið að skuldadögum hjá ríkinu. Það verður að greiða til baka. Aðrar helstu skerðingar í kerfinu eru skerðing tryggingalífeyris vegna atvinnutekna og skerðing vegna fjármagnstekna. Fyrir væntanlegar alþingiskosningar hefur mest verið rætt um skerðingu vegna atvinnutekna. Það hefur verið rætt mikið um frítekjumark vegna atvinnutekna, þar eð það var lækkað um síðustu áramót úr 109 þúsund kr. á mánuði í 25 þúsund á mánuði. Og nú vilja allir stjórnmálamenn hækka það á ný; flestir nefna 100 þúsund kr. í því sambandi. Hvers vegna er svona mikið rætt um skerðingu vegna atvinnutekna nú? Jú, það er vegna þess, að fyrrverandi ríkisstjórn og sú, sem er að fara frá, ræddu það mikið, að þær vildu greiða fyrir atvinnuþátttöku eldri borgara. Það skaut því skökku við, að í stað þess að greiða fyrir atvinnuþátttöku var hún torvelduð með því að lækka frítekjumarkið. En hvers vegna þarf frítekjumark vegna atvinnutekna? Hvers vegna er það ekki frjálst fyrir eldri borgara að vinna, ef þeir hafa heilsu til, án þess að ríkið skerði lífeyrinn hjá almannatryggingum á móti? Ef eldri borgari fer út á vinnumarkaðinn og aflar tekna tekur ríkið skatt af því og þess vegna kostar það sáralítið fyrir ríkið að standa undir lífeyri til þessa eldri borgara. Ríkið fær þá skatt á móti. Ég tel þess vegna að afnema eigi með öllu skerðingu lífeyris TR vegna atvinnutekna eldri borgara. Það er plús fyrir ríkið, ef eldri borgari vill og getur aflað atvinnutekna. Ef til vill er spurning hvort afnema eigi einnig skerðingu tryggingalífeyris vegna fjármagnstekna. Ég tel það vel koma til greina. Fjármagnstekjur eldri borgara stafa iðulega af því að eldri borgarinn hefur verið að minnka við sig húsnæði; hefur selt stærra húsnæði og keypt minna húsnæði í staðinn og lagt mismuninn í banka. Það er alltaf verið að hvetja eldri borgara til þess að minnka við sig húsnæði á efri árum. En ef ríkið læsir krumlunni í þá fjármuni sem eldri borgarar geta sparað og lagt í banka, hvetur það ekki til þess að eldri borgarar minnki við sig húsnæði. Niðurstaðan er þessi: Afnema á allar tekjutengingar eins og sumir stjórnmálamenn hafa raunar lofað án þess að standa við það. Skerðingar vegna atvinnutekna á að afnema strax, í einu lagi. En aðrar skerðingar mætti afnema í áföngum. Nú eru aðeins nokkrir dagar til þingkosninga. Talsvert er rætt um það, að lífeyrir dugi ekki fyrir framfærslukostnaði og hópur aldraðra búi við fátækt. Hækka verður lífeyri, ef tryggja á að lífeyrir dugi fyrir framfærslukostnaði og fátækt verði bægt frá. Mín tillaga er að lífeyrir hækki í 320 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það er lágmark. Skerðingar vegna atvinnutekna á að afnema strax. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu grein minni lagði ég fram tillögu um hækkun lífeyris aldraðra. Í þessari grein fjalla ég um tekjutengingar, tekjuskerðingar í kerfi almannatrygginga. Ég legg til, að þessar skerðingar verði afnumdar í áföngum. Skerðingarnar eru orðnar svo miklar, að þær eru að eyðileggja almannatryggingakerfið. Alvarlegastar eru þessar skerðingar vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum. Það er dregið svo mikið af lífeyri eldri borgara hjá Tryggingastofnun, ef þeir fá greiðslur úr lífeyrissjóði, að heildarútkoman verður eins og þeir hafi aldrei greitt í lífeyrissjóð. Árið 1969 lýsti Alþýðusamband Íslands því yfir, að lífeyrissjóðirnir ættu að vera viðbót við almannatryggingarnar. Launþegar hófu að greiða í lífeyrissjóðina í trausti þess, að lífeyrir úr lífeyrissjóðunum kæmi til viðbótar lífeyri frá almannatryggingum, þegar launþegar, sjóðfélagar, færu á eftirlaun. En þetta hefur verið svikið. Í mörgum tilvikum fá eldri borgarar, sem greitt hafa í lífeyrissjóð alla sína starfsævi, ekkert meira úr eftirlaunakerfinu, TR og lífeyrissjóði samanlagt en ef þeir hefðu aldrei greitt neitt í lífeyrissjóð. Eldri borgarar, sjóðfélagar í lífeyrissjóðunum, hafa verið sviknir. Lífeyrir, sem samsvarar lífeyri úr lífeyrissjóði, hefur verið gerður upptækur. Þetta er „eignaupptaka“. Þessu verður að linna. Best er að afnema þessa skerðingu í 2-3 áföngum. Það skiptir engu máli þó þetta kosti ríkið talsverða fjármuni. Ríkið er áður búið að spara stórfé með skerðingu. Nú er komið að skuldadögum hjá ríkinu. Það verður að greiða til baka. Aðrar helstu skerðingar í kerfinu eru skerðing tryggingalífeyris vegna atvinnutekna og skerðing vegna fjármagnstekna. Fyrir væntanlegar alþingiskosningar hefur mest verið rætt um skerðingu vegna atvinnutekna. Það hefur verið rætt mikið um frítekjumark vegna atvinnutekna, þar eð það var lækkað um síðustu áramót úr 109 þúsund kr. á mánuði í 25 þúsund á mánuði. Og nú vilja allir stjórnmálamenn hækka það á ný; flestir nefna 100 þúsund kr. í því sambandi. Hvers vegna er svona mikið rætt um skerðingu vegna atvinnutekna nú? Jú, það er vegna þess, að fyrrverandi ríkisstjórn og sú, sem er að fara frá, ræddu það mikið, að þær vildu greiða fyrir atvinnuþátttöku eldri borgara. Það skaut því skökku við, að í stað þess að greiða fyrir atvinnuþátttöku var hún torvelduð með því að lækka frítekjumarkið. En hvers vegna þarf frítekjumark vegna atvinnutekna? Hvers vegna er það ekki frjálst fyrir eldri borgara að vinna, ef þeir hafa heilsu til, án þess að ríkið skerði lífeyrinn hjá almannatryggingum á móti? Ef eldri borgari fer út á vinnumarkaðinn og aflar tekna tekur ríkið skatt af því og þess vegna kostar það sáralítið fyrir ríkið að standa undir lífeyri til þessa eldri borgara. Ríkið fær þá skatt á móti. Ég tel þess vegna að afnema eigi með öllu skerðingu lífeyris TR vegna atvinnutekna eldri borgara. Það er plús fyrir ríkið, ef eldri borgari vill og getur aflað atvinnutekna. Ef til vill er spurning hvort afnema eigi einnig skerðingu tryggingalífeyris vegna fjármagnstekna. Ég tel það vel koma til greina. Fjármagnstekjur eldri borgara stafa iðulega af því að eldri borgarinn hefur verið að minnka við sig húsnæði; hefur selt stærra húsnæði og keypt minna húsnæði í staðinn og lagt mismuninn í banka. Það er alltaf verið að hvetja eldri borgara til þess að minnka við sig húsnæði á efri árum. En ef ríkið læsir krumlunni í þá fjármuni sem eldri borgarar geta sparað og lagt í banka, hvetur það ekki til þess að eldri borgarar minnki við sig húsnæði. Niðurstaðan er þessi: Afnema á allar tekjutengingar eins og sumir stjórnmálamenn hafa raunar lofað án þess að standa við það. Skerðingar vegna atvinnutekna á að afnema strax, í einu lagi. En aðrar skerðingar mætti afnema í áföngum. Nú eru aðeins nokkrir dagar til þingkosninga. Talsvert er rætt um það, að lífeyrir dugi ekki fyrir framfærslukostnaði og hópur aldraðra búi við fátækt. Hækka verður lífeyri, ef tryggja á að lífeyrir dugi fyrir framfærslukostnaði og fátækt verði bægt frá. Mín tillaga er að lífeyrir hækki í 320 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það er lágmark. Skerðingar vegna atvinnutekna á að afnema strax. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar