Afnema á skerðingar í kerfi almannatrygginga Björgvin Guðmundsson skrifar 25. október 2017 09:30 Í síðustu grein minni lagði ég fram tillögu um hækkun lífeyris aldraðra. Í þessari grein fjalla ég um tekjutengingar, tekjuskerðingar í kerfi almannatrygginga. Ég legg til, að þessar skerðingar verði afnumdar í áföngum. Skerðingarnar eru orðnar svo miklar, að þær eru að eyðileggja almannatryggingakerfið. Alvarlegastar eru þessar skerðingar vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum. Það er dregið svo mikið af lífeyri eldri borgara hjá Tryggingastofnun, ef þeir fá greiðslur úr lífeyrissjóði, að heildarútkoman verður eins og þeir hafi aldrei greitt í lífeyrissjóð. Árið 1969 lýsti Alþýðusamband Íslands því yfir, að lífeyrissjóðirnir ættu að vera viðbót við almannatryggingarnar. Launþegar hófu að greiða í lífeyrissjóðina í trausti þess, að lífeyrir úr lífeyrissjóðunum kæmi til viðbótar lífeyri frá almannatryggingum, þegar launþegar, sjóðfélagar, færu á eftirlaun. En þetta hefur verið svikið. Í mörgum tilvikum fá eldri borgarar, sem greitt hafa í lífeyrissjóð alla sína starfsævi, ekkert meira úr eftirlaunakerfinu, TR og lífeyrissjóði samanlagt en ef þeir hefðu aldrei greitt neitt í lífeyrissjóð. Eldri borgarar, sjóðfélagar í lífeyrissjóðunum, hafa verið sviknir. Lífeyrir, sem samsvarar lífeyri úr lífeyrissjóði, hefur verið gerður upptækur. Þetta er „eignaupptaka“. Þessu verður að linna. Best er að afnema þessa skerðingu í 2-3 áföngum. Það skiptir engu máli þó þetta kosti ríkið talsverða fjármuni. Ríkið er áður búið að spara stórfé með skerðingu. Nú er komið að skuldadögum hjá ríkinu. Það verður að greiða til baka. Aðrar helstu skerðingar í kerfinu eru skerðing tryggingalífeyris vegna atvinnutekna og skerðing vegna fjármagnstekna. Fyrir væntanlegar alþingiskosningar hefur mest verið rætt um skerðingu vegna atvinnutekna. Það hefur verið rætt mikið um frítekjumark vegna atvinnutekna, þar eð það var lækkað um síðustu áramót úr 109 þúsund kr. á mánuði í 25 þúsund á mánuði. Og nú vilja allir stjórnmálamenn hækka það á ný; flestir nefna 100 þúsund kr. í því sambandi. Hvers vegna er svona mikið rætt um skerðingu vegna atvinnutekna nú? Jú, það er vegna þess, að fyrrverandi ríkisstjórn og sú, sem er að fara frá, ræddu það mikið, að þær vildu greiða fyrir atvinnuþátttöku eldri borgara. Það skaut því skökku við, að í stað þess að greiða fyrir atvinnuþátttöku var hún torvelduð með því að lækka frítekjumarkið. En hvers vegna þarf frítekjumark vegna atvinnutekna? Hvers vegna er það ekki frjálst fyrir eldri borgara að vinna, ef þeir hafa heilsu til, án þess að ríkið skerði lífeyrinn hjá almannatryggingum á móti? Ef eldri borgari fer út á vinnumarkaðinn og aflar tekna tekur ríkið skatt af því og þess vegna kostar það sáralítið fyrir ríkið að standa undir lífeyri til þessa eldri borgara. Ríkið fær þá skatt á móti. Ég tel þess vegna að afnema eigi með öllu skerðingu lífeyris TR vegna atvinnutekna eldri borgara. Það er plús fyrir ríkið, ef eldri borgari vill og getur aflað atvinnutekna. Ef til vill er spurning hvort afnema eigi einnig skerðingu tryggingalífeyris vegna fjármagnstekna. Ég tel það vel koma til greina. Fjármagnstekjur eldri borgara stafa iðulega af því að eldri borgarinn hefur verið að minnka við sig húsnæði; hefur selt stærra húsnæði og keypt minna húsnæði í staðinn og lagt mismuninn í banka. Það er alltaf verið að hvetja eldri borgara til þess að minnka við sig húsnæði á efri árum. En ef ríkið læsir krumlunni í þá fjármuni sem eldri borgarar geta sparað og lagt í banka, hvetur það ekki til þess að eldri borgarar minnki við sig húsnæði. Niðurstaðan er þessi: Afnema á allar tekjutengingar eins og sumir stjórnmálamenn hafa raunar lofað án þess að standa við það. Skerðingar vegna atvinnutekna á að afnema strax, í einu lagi. En aðrar skerðingar mætti afnema í áföngum. Nú eru aðeins nokkrir dagar til þingkosninga. Talsvert er rætt um það, að lífeyrir dugi ekki fyrir framfærslukostnaði og hópur aldraðra búi við fátækt. Hækka verður lífeyri, ef tryggja á að lífeyrir dugi fyrir framfærslukostnaði og fátækt verði bægt frá. Mín tillaga er að lífeyrir hækki í 320 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það er lágmark. Skerðingar vegna atvinnutekna á að afnema strax. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu grein minni lagði ég fram tillögu um hækkun lífeyris aldraðra. Í þessari grein fjalla ég um tekjutengingar, tekjuskerðingar í kerfi almannatrygginga. Ég legg til, að þessar skerðingar verði afnumdar í áföngum. Skerðingarnar eru orðnar svo miklar, að þær eru að eyðileggja almannatryggingakerfið. Alvarlegastar eru þessar skerðingar vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum. Það er dregið svo mikið af lífeyri eldri borgara hjá Tryggingastofnun, ef þeir fá greiðslur úr lífeyrissjóði, að heildarútkoman verður eins og þeir hafi aldrei greitt í lífeyrissjóð. Árið 1969 lýsti Alþýðusamband Íslands því yfir, að lífeyrissjóðirnir ættu að vera viðbót við almannatryggingarnar. Launþegar hófu að greiða í lífeyrissjóðina í trausti þess, að lífeyrir úr lífeyrissjóðunum kæmi til viðbótar lífeyri frá almannatryggingum, þegar launþegar, sjóðfélagar, færu á eftirlaun. En þetta hefur verið svikið. Í mörgum tilvikum fá eldri borgarar, sem greitt hafa í lífeyrissjóð alla sína starfsævi, ekkert meira úr eftirlaunakerfinu, TR og lífeyrissjóði samanlagt en ef þeir hefðu aldrei greitt neitt í lífeyrissjóð. Eldri borgarar, sjóðfélagar í lífeyrissjóðunum, hafa verið sviknir. Lífeyrir, sem samsvarar lífeyri úr lífeyrissjóði, hefur verið gerður upptækur. Þetta er „eignaupptaka“. Þessu verður að linna. Best er að afnema þessa skerðingu í 2-3 áföngum. Það skiptir engu máli þó þetta kosti ríkið talsverða fjármuni. Ríkið er áður búið að spara stórfé með skerðingu. Nú er komið að skuldadögum hjá ríkinu. Það verður að greiða til baka. Aðrar helstu skerðingar í kerfinu eru skerðing tryggingalífeyris vegna atvinnutekna og skerðing vegna fjármagnstekna. Fyrir væntanlegar alþingiskosningar hefur mest verið rætt um skerðingu vegna atvinnutekna. Það hefur verið rætt mikið um frítekjumark vegna atvinnutekna, þar eð það var lækkað um síðustu áramót úr 109 þúsund kr. á mánuði í 25 þúsund á mánuði. Og nú vilja allir stjórnmálamenn hækka það á ný; flestir nefna 100 þúsund kr. í því sambandi. Hvers vegna er svona mikið rætt um skerðingu vegna atvinnutekna nú? Jú, það er vegna þess, að fyrrverandi ríkisstjórn og sú, sem er að fara frá, ræddu það mikið, að þær vildu greiða fyrir atvinnuþátttöku eldri borgara. Það skaut því skökku við, að í stað þess að greiða fyrir atvinnuþátttöku var hún torvelduð með því að lækka frítekjumarkið. En hvers vegna þarf frítekjumark vegna atvinnutekna? Hvers vegna er það ekki frjálst fyrir eldri borgara að vinna, ef þeir hafa heilsu til, án þess að ríkið skerði lífeyrinn hjá almannatryggingum á móti? Ef eldri borgari fer út á vinnumarkaðinn og aflar tekna tekur ríkið skatt af því og þess vegna kostar það sáralítið fyrir ríkið að standa undir lífeyri til þessa eldri borgara. Ríkið fær þá skatt á móti. Ég tel þess vegna að afnema eigi með öllu skerðingu lífeyris TR vegna atvinnutekna eldri borgara. Það er plús fyrir ríkið, ef eldri borgari vill og getur aflað atvinnutekna. Ef til vill er spurning hvort afnema eigi einnig skerðingu tryggingalífeyris vegna fjármagnstekna. Ég tel það vel koma til greina. Fjármagnstekjur eldri borgara stafa iðulega af því að eldri borgarinn hefur verið að minnka við sig húsnæði; hefur selt stærra húsnæði og keypt minna húsnæði í staðinn og lagt mismuninn í banka. Það er alltaf verið að hvetja eldri borgara til þess að minnka við sig húsnæði á efri árum. En ef ríkið læsir krumlunni í þá fjármuni sem eldri borgarar geta sparað og lagt í banka, hvetur það ekki til þess að eldri borgarar minnki við sig húsnæði. Niðurstaðan er þessi: Afnema á allar tekjutengingar eins og sumir stjórnmálamenn hafa raunar lofað án þess að standa við það. Skerðingar vegna atvinnutekna á að afnema strax, í einu lagi. En aðrar skerðingar mætti afnema í áföngum. Nú eru aðeins nokkrir dagar til þingkosninga. Talsvert er rætt um það, að lífeyrir dugi ekki fyrir framfærslukostnaði og hópur aldraðra búi við fátækt. Hækka verður lífeyri, ef tryggja á að lífeyrir dugi fyrir framfærslukostnaði og fátækt verði bægt frá. Mín tillaga er að lífeyrir hækki í 320 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það er lágmark. Skerðingar vegna atvinnutekna á að afnema strax. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun