„Kannski þarf ég bara að láta færa 17. júní“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. október 2017 14:30 Guðni fylgdist með karlalandsliðinu á Evrópumótinu í Frakklandi í fyrra og kvennaliðinu í Hollandi nú í sumar og ætlar að ferðast til Rússlands á næsta ári til að fylgjast með gengi landsliðsins þá líkt og fjölmargir íslendingar. Skjáskot Mikill fjöldi fólks kom saman í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi til að fagna því að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu stefnir á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Rússlandi á næsta ári eftir 2-0 sigur á Kósóvó. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir landsliðið hafa sannað að Ísland geti hæglega breytt smæð sinni í styrkleika. Hann hyggst ferðast til Rússlands á næsta ári til að styðja karlalandsliðið á HM og segir afrek sem þessi sameina þjóðina. „Við erum smáþjóð en við snúum smæð okkar í styrk. Hvernig stendur á því að við erum í efsta sæti í þessum riðli þótt þar sé líka að finna milljónaþjóðir með frábær knattspyrnulið? Margar ástæður, við höfum frábæran þjálfara, við höfum frábæra liðsheild og við höfum þetta þjóðarstolt og þessa samstöðu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í samtali við fréttastofu.Nægur tími til stefnu Guðni fylgdist með karlalandsliðinu á Evrópumótinu í Frakklandi í fyrra og kvennaliðinu í Hollandi nú í sumar og ætlar að ferðast til Rússlands á næsta ári til að fylgjast með gengi landsliðsins þá líkt og fjölmargir Íslendingar. „Auðvitað fer ég til Rússlands. Nú vitum við ekki leikdaga eða staði ennþá en hitt veit ég þo´að mótið hefst 14. júní og því lýkur 15. júlí þannig að ég veit ekki alveg hvernig þetta mun spila sig en kannski þarf ég bara að láta færa 17. júní. Nei ég meinti það í gríni,“ segir forsetinn. „Við munum örugglega hópast fjölmörg til Rússlands en það er ennþá langt þangað til og við höfum ennþá tíma til að plana þetta. Ísland er fámennasta ríki heims til að senda karlalandslið á HM í knattspyrnu en Trínidad og Tóbagó var áður fámennasta þjóðin til að komast á HM þegar lið þeirra komst á HM árið 2006 í Þýskalandi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Mikill fjöldi fólks kom saman í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi til að fagna því að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu stefnir á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Rússlandi á næsta ári eftir 2-0 sigur á Kósóvó. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir landsliðið hafa sannað að Ísland geti hæglega breytt smæð sinni í styrkleika. Hann hyggst ferðast til Rússlands á næsta ári til að styðja karlalandsliðið á HM og segir afrek sem þessi sameina þjóðina. „Við erum smáþjóð en við snúum smæð okkar í styrk. Hvernig stendur á því að við erum í efsta sæti í þessum riðli þótt þar sé líka að finna milljónaþjóðir með frábær knattspyrnulið? Margar ástæður, við höfum frábæran þjálfara, við höfum frábæra liðsheild og við höfum þetta þjóðarstolt og þessa samstöðu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í samtali við fréttastofu.Nægur tími til stefnu Guðni fylgdist með karlalandsliðinu á Evrópumótinu í Frakklandi í fyrra og kvennaliðinu í Hollandi nú í sumar og ætlar að ferðast til Rússlands á næsta ári til að fylgjast með gengi landsliðsins þá líkt og fjölmargir Íslendingar. „Auðvitað fer ég til Rússlands. Nú vitum við ekki leikdaga eða staði ennþá en hitt veit ég þo´að mótið hefst 14. júní og því lýkur 15. júlí þannig að ég veit ekki alveg hvernig þetta mun spila sig en kannski þarf ég bara að láta færa 17. júní. Nei ég meinti það í gríni,“ segir forsetinn. „Við munum örugglega hópast fjölmörg til Rússlands en það er ennþá langt þangað til og við höfum ennþá tíma til að plana þetta. Ísland er fámennasta ríki heims til að senda karlalandslið á HM í knattspyrnu en Trínidad og Tóbagó var áður fámennasta þjóðin til að komast á HM þegar lið þeirra komst á HM árið 2006 í Þýskalandi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira