Brennuvargarnir Dóra Sif Tynes og Hanna Katrín Friðriksson skrifar 12. október 2017 15:11 Umræða um Evrópumál á Íslandi verður því miður gjarnan klisjukennd. Hræðsla við málefnalega umræðu um stöðu Íslands í Evrópu leiðir ýmsa í þá gildru að nota margþvældar og úreltar upphrópanir í von um að fæla fólk frá frekari skoðun. Þrír fyrrverandi forsætisráðherrar leituðu í sameiginlega klisjukistu þegar lífskjör almennings bar á góma í umræðuþætti Ríkissjónvarpsins síðastliðinn sunnudag. Umræðuefnið var staða ungra Íslendinga og þær áskoranir sem stjórnmálin á Íslandi standa frammi fyrir við að tryggja hér samkeppnishæf lífskjör. Það er einfaldlega dýrt að búa á Íslandi. Það er ekki lögmál, það er val. Þeir ofurvextir sem einstaklingar, fyrirtæki og ríki bera af lánum sínum eru afleiðing af pólitískum ákvörðunum í gegnum tíðina. Því ástandi er hægt að breyta. En þá verða stjórnmálamenn að þora í málefnalega umræðu. Upp úr kistunni sl. sunnudag dró Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, klisjuna um brennandi Evrópu. Sigurður Ingi Jónsson, formaður Framsóknarflokksins, varaði við Portúgal og Spáni, sem eins og margir vita hafa átt í verulegum efnahagsvanda. Líklega veit Sigurður Ingi þó að fátt ef eitthvað er sambærilegt við efnahagslíf Íslands og þessara tveggja suður Evrópulanda. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að unga fólkið ætti frekar að vilja greiða þessa háu vexti frekar en búa við mikið atvinnuleysi. Á mannamáli þýðir þetta að unga fólkið á að borga fyrir að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína. Þá vinnu að tryggja þannig efnahagsumhverfi að hér verði næg störf án þess að fólk borgi beinlínis með sér í formi ofurvaxta. Hverjar eru svo staðreyndirnar um Evrópu? Hagvöxtur innan Evrópussambandsins hefur nú verið stöðugur um nokkurt skeið. Að sama skapi fer stuðningur við sambandið og grunngildi þess vaxandi. Í Bretlandi studdi meirihluti ungra kjósenda áframhaldandi veru í Evrópusambandinu. Þessir kjósendur hafa nú þungar áhyggjur af því að missa réttinn til að geta ferðast, numið og starfað víðsvegar í Evrópu. Það er jákvætt að ungt fólk skuli hafa áhuga á því að sækja sér menntun og reynslu til annarra landa, færa þannig mikilvæga þekkingu inn í samfélagið okkar, auka víðsýni og umburðarlyndi. Fæstir myndu vilja hverfa aftur til tíma vegabréfaáritana og flókins kerfis dvalar- og atvinnuleyfa. Það er rétt sem kom fram hjá forsætisráðherra að samgöngur við Ísland hafa sjaldan verið betri en nú. Við verðum bara að tryggja að unga fólkið okkar kaupi sér ekki bara miða aðra leið, heldur skili sér heim aftur.Dóra Sif er varaþingmaður Viðreisnar fyrir Reykjavík suður og Hanna Katrín er þingmaður Viðreisnar fyrir Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Dóra Sif Tynes Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Umræða um Evrópumál á Íslandi verður því miður gjarnan klisjukennd. Hræðsla við málefnalega umræðu um stöðu Íslands í Evrópu leiðir ýmsa í þá gildru að nota margþvældar og úreltar upphrópanir í von um að fæla fólk frá frekari skoðun. Þrír fyrrverandi forsætisráðherrar leituðu í sameiginlega klisjukistu þegar lífskjör almennings bar á góma í umræðuþætti Ríkissjónvarpsins síðastliðinn sunnudag. Umræðuefnið var staða ungra Íslendinga og þær áskoranir sem stjórnmálin á Íslandi standa frammi fyrir við að tryggja hér samkeppnishæf lífskjör. Það er einfaldlega dýrt að búa á Íslandi. Það er ekki lögmál, það er val. Þeir ofurvextir sem einstaklingar, fyrirtæki og ríki bera af lánum sínum eru afleiðing af pólitískum ákvörðunum í gegnum tíðina. Því ástandi er hægt að breyta. En þá verða stjórnmálamenn að þora í málefnalega umræðu. Upp úr kistunni sl. sunnudag dró Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, klisjuna um brennandi Evrópu. Sigurður Ingi Jónsson, formaður Framsóknarflokksins, varaði við Portúgal og Spáni, sem eins og margir vita hafa átt í verulegum efnahagsvanda. Líklega veit Sigurður Ingi þó að fátt ef eitthvað er sambærilegt við efnahagslíf Íslands og þessara tveggja suður Evrópulanda. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að unga fólkið ætti frekar að vilja greiða þessa háu vexti frekar en búa við mikið atvinnuleysi. Á mannamáli þýðir þetta að unga fólkið á að borga fyrir að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína. Þá vinnu að tryggja þannig efnahagsumhverfi að hér verði næg störf án þess að fólk borgi beinlínis með sér í formi ofurvaxta. Hverjar eru svo staðreyndirnar um Evrópu? Hagvöxtur innan Evrópussambandsins hefur nú verið stöðugur um nokkurt skeið. Að sama skapi fer stuðningur við sambandið og grunngildi þess vaxandi. Í Bretlandi studdi meirihluti ungra kjósenda áframhaldandi veru í Evrópusambandinu. Þessir kjósendur hafa nú þungar áhyggjur af því að missa réttinn til að geta ferðast, numið og starfað víðsvegar í Evrópu. Það er jákvætt að ungt fólk skuli hafa áhuga á því að sækja sér menntun og reynslu til annarra landa, færa þannig mikilvæga þekkingu inn í samfélagið okkar, auka víðsýni og umburðarlyndi. Fæstir myndu vilja hverfa aftur til tíma vegabréfaáritana og flókins kerfis dvalar- og atvinnuleyfa. Það er rétt sem kom fram hjá forsætisráðherra að samgöngur við Ísland hafa sjaldan verið betri en nú. Við verðum bara að tryggja að unga fólkið okkar kaupi sér ekki bara miða aðra leið, heldur skili sér heim aftur.Dóra Sif er varaþingmaður Viðreisnar fyrir Reykjavík suður og Hanna Katrín er þingmaður Viðreisnar fyrir Reykjavík suður.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun