Brennuvargarnir Dóra Sif Tynes og Hanna Katrín Friðriksson skrifar 12. október 2017 15:11 Umræða um Evrópumál á Íslandi verður því miður gjarnan klisjukennd. Hræðsla við málefnalega umræðu um stöðu Íslands í Evrópu leiðir ýmsa í þá gildru að nota margþvældar og úreltar upphrópanir í von um að fæla fólk frá frekari skoðun. Þrír fyrrverandi forsætisráðherrar leituðu í sameiginlega klisjukistu þegar lífskjör almennings bar á góma í umræðuþætti Ríkissjónvarpsins síðastliðinn sunnudag. Umræðuefnið var staða ungra Íslendinga og þær áskoranir sem stjórnmálin á Íslandi standa frammi fyrir við að tryggja hér samkeppnishæf lífskjör. Það er einfaldlega dýrt að búa á Íslandi. Það er ekki lögmál, það er val. Þeir ofurvextir sem einstaklingar, fyrirtæki og ríki bera af lánum sínum eru afleiðing af pólitískum ákvörðunum í gegnum tíðina. Því ástandi er hægt að breyta. En þá verða stjórnmálamenn að þora í málefnalega umræðu. Upp úr kistunni sl. sunnudag dró Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, klisjuna um brennandi Evrópu. Sigurður Ingi Jónsson, formaður Framsóknarflokksins, varaði við Portúgal og Spáni, sem eins og margir vita hafa átt í verulegum efnahagsvanda. Líklega veit Sigurður Ingi þó að fátt ef eitthvað er sambærilegt við efnahagslíf Íslands og þessara tveggja suður Evrópulanda. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að unga fólkið ætti frekar að vilja greiða þessa háu vexti frekar en búa við mikið atvinnuleysi. Á mannamáli þýðir þetta að unga fólkið á að borga fyrir að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína. Þá vinnu að tryggja þannig efnahagsumhverfi að hér verði næg störf án þess að fólk borgi beinlínis með sér í formi ofurvaxta. Hverjar eru svo staðreyndirnar um Evrópu? Hagvöxtur innan Evrópussambandsins hefur nú verið stöðugur um nokkurt skeið. Að sama skapi fer stuðningur við sambandið og grunngildi þess vaxandi. Í Bretlandi studdi meirihluti ungra kjósenda áframhaldandi veru í Evrópusambandinu. Þessir kjósendur hafa nú þungar áhyggjur af því að missa réttinn til að geta ferðast, numið og starfað víðsvegar í Evrópu. Það er jákvætt að ungt fólk skuli hafa áhuga á því að sækja sér menntun og reynslu til annarra landa, færa þannig mikilvæga þekkingu inn í samfélagið okkar, auka víðsýni og umburðarlyndi. Fæstir myndu vilja hverfa aftur til tíma vegabréfaáritana og flókins kerfis dvalar- og atvinnuleyfa. Það er rétt sem kom fram hjá forsætisráðherra að samgöngur við Ísland hafa sjaldan verið betri en nú. Við verðum bara að tryggja að unga fólkið okkar kaupi sér ekki bara miða aðra leið, heldur skili sér heim aftur.Dóra Sif er varaþingmaður Viðreisnar fyrir Reykjavík suður og Hanna Katrín er þingmaður Viðreisnar fyrir Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Dóra Sif Tynes Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Umræða um Evrópumál á Íslandi verður því miður gjarnan klisjukennd. Hræðsla við málefnalega umræðu um stöðu Íslands í Evrópu leiðir ýmsa í þá gildru að nota margþvældar og úreltar upphrópanir í von um að fæla fólk frá frekari skoðun. Þrír fyrrverandi forsætisráðherrar leituðu í sameiginlega klisjukistu þegar lífskjör almennings bar á góma í umræðuþætti Ríkissjónvarpsins síðastliðinn sunnudag. Umræðuefnið var staða ungra Íslendinga og þær áskoranir sem stjórnmálin á Íslandi standa frammi fyrir við að tryggja hér samkeppnishæf lífskjör. Það er einfaldlega dýrt að búa á Íslandi. Það er ekki lögmál, það er val. Þeir ofurvextir sem einstaklingar, fyrirtæki og ríki bera af lánum sínum eru afleiðing af pólitískum ákvörðunum í gegnum tíðina. Því ástandi er hægt að breyta. En þá verða stjórnmálamenn að þora í málefnalega umræðu. Upp úr kistunni sl. sunnudag dró Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, klisjuna um brennandi Evrópu. Sigurður Ingi Jónsson, formaður Framsóknarflokksins, varaði við Portúgal og Spáni, sem eins og margir vita hafa átt í verulegum efnahagsvanda. Líklega veit Sigurður Ingi þó að fátt ef eitthvað er sambærilegt við efnahagslíf Íslands og þessara tveggja suður Evrópulanda. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að unga fólkið ætti frekar að vilja greiða þessa háu vexti frekar en búa við mikið atvinnuleysi. Á mannamáli þýðir þetta að unga fólkið á að borga fyrir að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína. Þá vinnu að tryggja þannig efnahagsumhverfi að hér verði næg störf án þess að fólk borgi beinlínis með sér í formi ofurvaxta. Hverjar eru svo staðreyndirnar um Evrópu? Hagvöxtur innan Evrópussambandsins hefur nú verið stöðugur um nokkurt skeið. Að sama skapi fer stuðningur við sambandið og grunngildi þess vaxandi. Í Bretlandi studdi meirihluti ungra kjósenda áframhaldandi veru í Evrópusambandinu. Þessir kjósendur hafa nú þungar áhyggjur af því að missa réttinn til að geta ferðast, numið og starfað víðsvegar í Evrópu. Það er jákvætt að ungt fólk skuli hafa áhuga á því að sækja sér menntun og reynslu til annarra landa, færa þannig mikilvæga þekkingu inn í samfélagið okkar, auka víðsýni og umburðarlyndi. Fæstir myndu vilja hverfa aftur til tíma vegabréfaáritana og flókins kerfis dvalar- og atvinnuleyfa. Það er rétt sem kom fram hjá forsætisráðherra að samgöngur við Ísland hafa sjaldan verið betri en nú. Við verðum bara að tryggja að unga fólkið okkar kaupi sér ekki bara miða aðra leið, heldur skili sér heim aftur.Dóra Sif er varaþingmaður Viðreisnar fyrir Reykjavík suður og Hanna Katrín er þingmaður Viðreisnar fyrir Reykjavík suður.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun