Meint samráð framboðs Trump og Rússa enn „opin spurning“ Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2017 18:53 Burr (t.h.) með varaformanninum Mark Warner, þingmanni demókrata, þegar þeir kynntu framgang rannsóknarinnar í dag. Vísir/AFP Formaður bandarískrar þingnefndar sem rannsakar meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við rússnesk stjórnvöld segir það enn „opna spurningu“. Hann gerir ráð fyrir að Rússar haldi áfram að reyna að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Leiðtogar leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings sögðu blaðamönnum í dag að þeir styðji að miklu leyti niðurstöðu leyniþjónustunnar um að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í fyrra, að því er segir í frétt Washington Post. „Spurning um samráð er enn opin. Við höfum ekki komist að neinni niðurstöðu um samráð,“ sagði Richard Burr, formaður nefndarinnar og þingmaður Repúblikanaflokksins.Vonast til að ljúka rannsókn fyrir kosningabaráttu á næsta áriTrump hefur kallað ásakanir um að framboð hans hafi átt í samráði við útsendara Rússa gabb og mestu nornaveiðar í sögu Bandaríkjanna. Rússnesk stjórnvöld hafa sömuleiðis þvertekið fyrir að hafa átt í samráði við framboðið. Leyniþjónustunefndin hefur tekið fleiri en hundrað viðtöl sem hafa staðið í yfir meira en 250 klukkustundir í tengslum við rannsóknina. Til stendur að ræða við tuttugu og fimm vitni til viðbótar í þessum mánuði, að því er kemur fram í frétt Reuters. Auk hennar rannsakar Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, meint samráð. Burr lagði áherslu á að nefndin ætti enn mikið starf eftir óunnið. Markmiðið sé að ljúka henni áður en forval flokkanna fyrir þingkosningarnar næsta haust byrjar. Hann sagði heldur ekki hægt að álykta annað en að Rússar séu enn að reyna að hafa áhrif og skapa glundroða í kosningum í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47 Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26 Sonur Trump gefur þingnefnd skýrslu á morgun Framburður Trump yngri fer fram fyrir luktum dyrum. Hann verður að líkindum spurður út í fund sem hann átti með rússneskum lögmanni sem lofaði skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í fyrra. 6. september 2017 22:03 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Formaður bandarískrar þingnefndar sem rannsakar meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við rússnesk stjórnvöld segir það enn „opna spurningu“. Hann gerir ráð fyrir að Rússar haldi áfram að reyna að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Leiðtogar leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings sögðu blaðamönnum í dag að þeir styðji að miklu leyti niðurstöðu leyniþjónustunnar um að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í fyrra, að því er segir í frétt Washington Post. „Spurning um samráð er enn opin. Við höfum ekki komist að neinni niðurstöðu um samráð,“ sagði Richard Burr, formaður nefndarinnar og þingmaður Repúblikanaflokksins.Vonast til að ljúka rannsókn fyrir kosningabaráttu á næsta áriTrump hefur kallað ásakanir um að framboð hans hafi átt í samráði við útsendara Rússa gabb og mestu nornaveiðar í sögu Bandaríkjanna. Rússnesk stjórnvöld hafa sömuleiðis þvertekið fyrir að hafa átt í samráði við framboðið. Leyniþjónustunefndin hefur tekið fleiri en hundrað viðtöl sem hafa staðið í yfir meira en 250 klukkustundir í tengslum við rannsóknina. Til stendur að ræða við tuttugu og fimm vitni til viðbótar í þessum mánuði, að því er kemur fram í frétt Reuters. Auk hennar rannsakar Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, meint samráð. Burr lagði áherslu á að nefndin ætti enn mikið starf eftir óunnið. Markmiðið sé að ljúka henni áður en forval flokkanna fyrir þingkosningarnar næsta haust byrjar. Hann sagði heldur ekki hægt að álykta annað en að Rússar séu enn að reyna að hafa áhrif og skapa glundroða í kosningum í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47 Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26 Sonur Trump gefur þingnefnd skýrslu á morgun Framburður Trump yngri fer fram fyrir luktum dyrum. Hann verður að líkindum spurður út í fund sem hann átti með rússneskum lögmanni sem lofaði skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í fyrra. 6. september 2017 22:03 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47
Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26
Sonur Trump gefur þingnefnd skýrslu á morgun Framburður Trump yngri fer fram fyrir luktum dyrum. Hann verður að líkindum spurður út í fund sem hann átti með rússneskum lögmanni sem lofaði skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í fyrra. 6. september 2017 22:03
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent