Sá enga ástæðu fyrir fimm flokka stjórn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. september 2017 06:00 Frá stjórnarmyndunarviðræðum undir forystu Katrínar Jakobsdóttur á síðasta ári. vísir/stefán Þingflokksformaður Pírata skilur ekki að fimm flokka meirihlutastjórn hafi ekki verið alvarlega rædd áður en þing var rofið. Formaður Vinstri grænna segir að hugmyndir um minnihlutastjórn hafi komið til tals en hún hafi ekki séð ástæðu til þess að leggja til stjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. „Það var rosalega erfitt að fá [Vinstri græn] til að koma og tala saman,“ segir Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Pírata. „Ég hefði viljað fá fund með öllum og í raun taldi ég það siðferðislega skyldu okkar.“ Eftir kosningar í fyrra var reynt að mynda stjórn Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar. Að mati Birgittu hefði það verið „kúl“ ef Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefði boðað sömu flokka aftur á fund og reynt að nýju. „Mér þótti við ekki hafa reynt til þrautar síðast og það hafa orðið talsvert miklar breytingar síðan þá. Nú hefði fólk mögulega verið til í að gera frekari málamiðlanir. Fyrsta skrefið hefði verið að tala saman. Það er alltaf upphafið að einhverju,“ segir Birgitta. „Ég skil ekki hví það lá svona á að boða til kosninga.“ Heimildarfólk Fréttablaðsins, úr áðurnefndum þingflokkum, segir að möguleikinn á fimm flokka stjórn hafi verið nefndur eftir að Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfinu. Hins vegar hafi verið talað fyrir daufum eyrum Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir segir ekkert hæft í því. „Á föstudag stungum við upp á minnihlutastjórn Framsóknarflokks og Samfylkingar sem Viðreisn og Björt framtíð hefðu varið falli. Við fengum engin svör við þeirri hugmynd og því varð það úr á fundi með forseta að við teldum kosningar eðlilegasta framhaldið,“ segir Katrín. Formaðurinn segir ekkert hæft í því að einhverjar þreifingar hafi verið í gangi með fimm flokka stjórn. Sá kostur hafi verið skoðaður af skyldurækni en í raun hafi aðeins Píratar nefnt það af fullri alvöru. „Það má líka fylgja sögunni að við sáum ekki nokkra ástæðu til að fara í stjórn með flokkum sem voru nýbúnir að leggja fram fjárlagafrumvarp sem beindist gróflega gegn okkar stefnu,“ segir Katrín. Vinstri græn standi fyrir uppbyggingu í heilbrigðis- og menntakerfinu auk þess að bæta stöðu þeirra hópa sem verst standa. „Við sáum ekki málefnalega ástæðu fyrir slíkri stjórn og því var hún ekki rædd,“ segir Katrín. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fleiri fréttir Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Sjá meira
Þingflokksformaður Pírata skilur ekki að fimm flokka meirihlutastjórn hafi ekki verið alvarlega rædd áður en þing var rofið. Formaður Vinstri grænna segir að hugmyndir um minnihlutastjórn hafi komið til tals en hún hafi ekki séð ástæðu til þess að leggja til stjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. „Það var rosalega erfitt að fá [Vinstri græn] til að koma og tala saman,“ segir Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Pírata. „Ég hefði viljað fá fund með öllum og í raun taldi ég það siðferðislega skyldu okkar.“ Eftir kosningar í fyrra var reynt að mynda stjórn Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar. Að mati Birgittu hefði það verið „kúl“ ef Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefði boðað sömu flokka aftur á fund og reynt að nýju. „Mér þótti við ekki hafa reynt til þrautar síðast og það hafa orðið talsvert miklar breytingar síðan þá. Nú hefði fólk mögulega verið til í að gera frekari málamiðlanir. Fyrsta skrefið hefði verið að tala saman. Það er alltaf upphafið að einhverju,“ segir Birgitta. „Ég skil ekki hví það lá svona á að boða til kosninga.“ Heimildarfólk Fréttablaðsins, úr áðurnefndum þingflokkum, segir að möguleikinn á fimm flokka stjórn hafi verið nefndur eftir að Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfinu. Hins vegar hafi verið talað fyrir daufum eyrum Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir segir ekkert hæft í því. „Á föstudag stungum við upp á minnihlutastjórn Framsóknarflokks og Samfylkingar sem Viðreisn og Björt framtíð hefðu varið falli. Við fengum engin svör við þeirri hugmynd og því varð það úr á fundi með forseta að við teldum kosningar eðlilegasta framhaldið,“ segir Katrín. Formaðurinn segir ekkert hæft í því að einhverjar þreifingar hafi verið í gangi með fimm flokka stjórn. Sá kostur hafi verið skoðaður af skyldurækni en í raun hafi aðeins Píratar nefnt það af fullri alvöru. „Það má líka fylgja sögunni að við sáum ekki nokkra ástæðu til að fara í stjórn með flokkum sem voru nýbúnir að leggja fram fjárlagafrumvarp sem beindist gróflega gegn okkar stefnu,“ segir Katrín. Vinstri græn standi fyrir uppbyggingu í heilbrigðis- og menntakerfinu auk þess að bæta stöðu þeirra hópa sem verst standa. „Við sáum ekki málefnalega ástæðu fyrir slíkri stjórn og því var hún ekki rædd,“ segir Katrín.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fleiri fréttir Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent