Facebook afhendir þinginu Rússagögnin Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. september 2017 08:26 Mark Zuckerberg ávarpaði netheima í beinni útsendingu í gærkvöldi. Facebook Facebook mun veita báðum deildum bandaríska þingsins aðgang að gögnum er varða kaup rússneskra fyrirtækja á auglýsingum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra.Fulltrúar Facebook greindu bandarískum rannsakendum frá því í upphafi mánaðarins að rússnesk fyrirtæki sem þekkkt eru fyrir að dreifa áróðri í þágu stjórnvalda í Kreml hafi keypt þúsundir auglýsinga í aðdraganda kosninganna. Kaupverðið var um 100 þúsund dalir, næstum 11 milljónir króna. Talið er að auglýsingarnar hafi verið rúmlega 3000 talsins og dreifst yfir næstum tveggja ára tímabil, frá júní 2015 fram í maí í ár.Sjá einnig: Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Í beinni Facebook-útsendingu í gærkvöldi greindi forstjóri samfélagsmiðilsins, Mark Zuckerberg, frá níu stiga aðgerðaráætlun sem fyrirtækið hefur sett saman til að koma í veg fyrir að áróður af þessu tagi fái brautargengi á miðlinum.„Við búum í nýjum heimi. Netsamfélög standa frammi fyrir nýrri áskorun þegar þjóðríki reyna að hafa áhrif á kosningar. Ef þetta er það sem við verðum að gera þá munum við ekki skorast undan,“ sagði Zuckerberg. Facebook mun að sama skapi taka stefnu sína í stjórnmálatengdum auglýsingum til gagngerrar endurskoðunar. Þá mun fyrirtækið fjölga í kosningateymi sínu um 250. Facebook hefur veitt sérstakri rannsóknarnefnd Roberts Mueller, sem kannar tengsl kosningateymis Trump við rússnesk stjórnvöld, aðgang að fyrrnefndum gögnum og upplýsingar um hverjir stóðu að baki auglýsingakaupunum. „Ég ætla ekki að sitja hér og segja ykkur að við munum ná að koma í veg fyrir allt slæmt á miðlinum. Við könnum ekki hvað fólk skrifar áður en það birtir það og ég er nokkuð viss um að samfélagið myndi ekki vilja hafa það þannig. Frelsi þýðir að þú þurfir ekki að spyrja um leyfi fyrst,“ sagði Zuckerberg í yfirlýsingunni sem sjá má hér að ofan. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47 Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41 Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Eldur í Tívolí Erlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Facebook mun veita báðum deildum bandaríska þingsins aðgang að gögnum er varða kaup rússneskra fyrirtækja á auglýsingum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra.Fulltrúar Facebook greindu bandarískum rannsakendum frá því í upphafi mánaðarins að rússnesk fyrirtæki sem þekkkt eru fyrir að dreifa áróðri í þágu stjórnvalda í Kreml hafi keypt þúsundir auglýsinga í aðdraganda kosninganna. Kaupverðið var um 100 þúsund dalir, næstum 11 milljónir króna. Talið er að auglýsingarnar hafi verið rúmlega 3000 talsins og dreifst yfir næstum tveggja ára tímabil, frá júní 2015 fram í maí í ár.Sjá einnig: Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Í beinni Facebook-útsendingu í gærkvöldi greindi forstjóri samfélagsmiðilsins, Mark Zuckerberg, frá níu stiga aðgerðaráætlun sem fyrirtækið hefur sett saman til að koma í veg fyrir að áróður af þessu tagi fái brautargengi á miðlinum.„Við búum í nýjum heimi. Netsamfélög standa frammi fyrir nýrri áskorun þegar þjóðríki reyna að hafa áhrif á kosningar. Ef þetta er það sem við verðum að gera þá munum við ekki skorast undan,“ sagði Zuckerberg. Facebook mun að sama skapi taka stefnu sína í stjórnmálatengdum auglýsingum til gagngerrar endurskoðunar. Þá mun fyrirtækið fjölga í kosningateymi sínu um 250. Facebook hefur veitt sérstakri rannsóknarnefnd Roberts Mueller, sem kannar tengsl kosningateymis Trump við rússnesk stjórnvöld, aðgang að fyrrnefndum gögnum og upplýsingar um hverjir stóðu að baki auglýsingakaupunum. „Ég ætla ekki að sitja hér og segja ykkur að við munum ná að koma í veg fyrir allt slæmt á miðlinum. Við könnum ekki hvað fólk skrifar áður en það birtir það og ég er nokkuð viss um að samfélagið myndi ekki vilja hafa það þannig. Frelsi þýðir að þú þurfir ekki að spyrja um leyfi fyrst,“ sagði Zuckerberg í yfirlýsingunni sem sjá má hér að ofan.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47 Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41 Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Eldur í Tívolí Erlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47
Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41
Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26