Þurfa strákarnir okkar að taka eyrnatappa með til Tyrklands? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2017 13:45 Timo Werner leið mjög illa í gærkvöldi en hávaðinn á vellinum var svakalegur. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar næst út í Tyrklandi í undankeppni HM í Rússland 2018 og ef marka má hávaðann á leik í Tyrklandi í Meistaradeildinni í gærkvöldi þá eiga strákarnir okkar von á alvöru áreiti í þessum leik. Stuðningsmenn Beskitas gerðu lífið óbærilegt fyrir einn besta leikmann Leipzig liðsins í leiknum og það er ekki á hverjum degi sem háværir stuðningsmenn framkalla skiptingu í alþjóðlegum fótbolta. Þýski landsliðsmaðurinn Timo Werner þurfti hinsvegar að biðja um skiptingu eftir aðeins 32 mínútur í leik Beskitas og Leipzig í Meistaradeildinni í gær. Werner hafði áður reynt að spila með eyrnatappa og sást setja hendurnar fyrir eyrun áður en hann varð að yfirgefa leikinn. Beskitas vann leikinn 2-0 og hefur nú ekki tapað í tíu heimaleikjum í röð í Evrópukeppninni.timo werner vs tiner pic.twitter.com/d8V4WazahP — bilalJK (@koyicinden) September 26, 2017 Ísland mætir Tyrklandi á nýja Eskisehir leikvanginum í Eskisehir eftir níu daga þar sem Tyrkir unnu 1-0 sigur á Króötum í síðasta leik. Leikur íslenska liðsins fer fram föstudagskvöldið 6. október næstkomandi. Nú er bara spurning um hvort að íslensku strákarnir þurfi að taka eyrnatappa með til Tyrklands. Það er í það minnsta ljóst að þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið og íslenska liðið má ekki við að missa leikmenn útaf vellinum vegna hávaða. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, þarf jafnvel að leita einhverra leiða til að undirbúa leikmenn liðsins fyrir að spila í svona miklum hávaða. Íslenska liðið tapaði 1-0 á móti Tyrklandi þegar liðið var á sömu slóðum í undankeppni EM 2016. Þá hafði íslenska liðið reyndar þegar tryggt sig inn á EM en Tyrkir komust þangað með sigrinum á Íslandi. Tyrkneska liðið byrjaði undankeppnina illa en liðinu hefur tekist að snúa við blaðinu með því að vinna fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. Tyrkir komust upp í þriðja sæti riðilsins með sigrinum á Króötum og komast upp fyrir Ísland með sigri. Króatía og Ísland eru efst í riðlinum með tveimur stigum meira en Tyrkland og Úkraína en Króatar eru með fimm marka forskot á íslenska liðið í markatölu. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar næst út í Tyrklandi í undankeppni HM í Rússland 2018 og ef marka má hávaðann á leik í Tyrklandi í Meistaradeildinni í gærkvöldi þá eiga strákarnir okkar von á alvöru áreiti í þessum leik. Stuðningsmenn Beskitas gerðu lífið óbærilegt fyrir einn besta leikmann Leipzig liðsins í leiknum og það er ekki á hverjum degi sem háværir stuðningsmenn framkalla skiptingu í alþjóðlegum fótbolta. Þýski landsliðsmaðurinn Timo Werner þurfti hinsvegar að biðja um skiptingu eftir aðeins 32 mínútur í leik Beskitas og Leipzig í Meistaradeildinni í gær. Werner hafði áður reynt að spila með eyrnatappa og sást setja hendurnar fyrir eyrun áður en hann varð að yfirgefa leikinn. Beskitas vann leikinn 2-0 og hefur nú ekki tapað í tíu heimaleikjum í röð í Evrópukeppninni.timo werner vs tiner pic.twitter.com/d8V4WazahP — bilalJK (@koyicinden) September 26, 2017 Ísland mætir Tyrklandi á nýja Eskisehir leikvanginum í Eskisehir eftir níu daga þar sem Tyrkir unnu 1-0 sigur á Króötum í síðasta leik. Leikur íslenska liðsins fer fram föstudagskvöldið 6. október næstkomandi. Nú er bara spurning um hvort að íslensku strákarnir þurfi að taka eyrnatappa með til Tyrklands. Það er í það minnsta ljóst að þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið og íslenska liðið má ekki við að missa leikmenn útaf vellinum vegna hávaða. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, þarf jafnvel að leita einhverra leiða til að undirbúa leikmenn liðsins fyrir að spila í svona miklum hávaða. Íslenska liðið tapaði 1-0 á móti Tyrklandi þegar liðið var á sömu slóðum í undankeppni EM 2016. Þá hafði íslenska liðið reyndar þegar tryggt sig inn á EM en Tyrkir komust þangað með sigrinum á Íslandi. Tyrkneska liðið byrjaði undankeppnina illa en liðinu hefur tekist að snúa við blaðinu með því að vinna fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. Tyrkir komust upp í þriðja sæti riðilsins með sigrinum á Króötum og komast upp fyrir Ísland með sigri. Króatía og Ísland eru efst í riðlinum með tveimur stigum meira en Tyrkland og Úkraína en Króatar eru með fimm marka forskot á íslenska liðið í markatölu.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira