Suðurnesjabúar stofna húsnæðissamvinnufélag Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. september 2017 21:19 Suðurnesjabúar sem hafa fengið nóg af húsnæðisskorti og erfiðum leigumarkaði hafa tekið málin í eigin hendur og ætla að stofna húsnæðissamvinnufélag. Leigufélagið verður óhagnaðardrifið og gerir langtíma leigusamninga. Félagið er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Síðustu mánuði hefur verið fjallað um mikinn húsnæðisskort á Suðurnesjum. Barnafjölskyldur hafa lent á götunni og sumir þurft að bregða á það ráð að búa á tjaldsvæðum. Nú hefur tólf manna hópur stofnað íbúðafélag suðurnesja með þá hugsjón að koma upp húsnæði fyrir alla. „Það eru bara þín mannréttindi að hafa þak yfir höfuðið. Það ber öllum skylda til þess að vera skráður í húsi og þú getur ekki verið skráður í húsi ef þú færð ekki húsnæði,“ segir Ragnhildur Lovísa Guðmundsdóttir, stofnfélagi í Íbúafélagi Suðurnesja. „Leigumarkaðurinn er bara ekkert manneskjulegur lengur. Þetta snýst miklu meira um einhvern hagnað og þess vegna er kominn tími á það að það komi óhagnaðardrifið leigufélag á markaðinn segir Þórólfur Júlían Dagsson, annar stofnfélagi. Ekki verða settar hömlur á hverjir geta sótt um íbúð hjá leigufélaginu. „Þú gerist félagi eins og þú værir félagi í kaupfélaginu og þú sækir um íbúð og svo er bara skoðað og fyrstur kemur, fyrstur fær. Reyndar þurfum við líka að skoða svolítið hver neyðin er og hverjir eru algjörlega húsnæðislausir og setja það í einhvern forgang til að byrja með vegna þess að við erum að reyna að taka á vandanum sem er til staðar.“ Eingöngu verður um leiguíbúðir að ræða en fyrirmyndin er sótt til Norðurlandanna þar sem tuttugu prósent leigumarkaðarins eru með þessu fyrirkomulagi. Stofnfundur húsnæðissamvinnufélagsins verður haldinn fimmtudagskvöld í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ þar sem sett verður stjórn og framkvæmdastjóri félagsins. „Við gerum ráð fyrir að fá stofnframlag frá sveitarfélaginu í formi lóða- og gatnagerðargjalda og þeir hafa sýnt áhuga á því og vilja allt fyrir okkur gera, búnir að lýsa því yfir, þannig að það er ekkert en að sækja bara til þeirra eftir að félagið hefur verið stofnað,“ segir Ragnhildur. „Ef þetta heppnast vel þarna, eða ekki ef, heldur þegar þetta heppnast vel þarna þá höldum við áfram og þá skiptir engu máli hvar þú ert staðsettur á landinu, bara koma taka þátt og vinna vinnuna. Við verðum bara að gera þetta sjálf, það gerir þetta enginn fyrir okkur,“ segir Þórólfur. Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir leigufélög þrýsta upp leiguverði Nauðsynlegt er að stærri hluti íslensks leigumarkaðar verði skipaður félögum sem ekki eru hagnaðardrifin. Þetta segir Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda á Íslandi, en hann telur að aukin umsvif stóru leigufélaganna þrýsti upp leiguverði. 29. ágúst 2017 20:00 Þarf yfir tvö hundruð nýjar íbúðir á ári Ef spár um fólksfjölgun á Suðurnesjum ganga eftir þarf að byggja íbúðir fyrir 10.800 fleiri íbúa á næstu þrettán árum eða allt að 400 nýjar íbúðir á hverju ári. 24. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Suðurnesjabúar sem hafa fengið nóg af húsnæðisskorti og erfiðum leigumarkaði hafa tekið málin í eigin hendur og ætla að stofna húsnæðissamvinnufélag. Leigufélagið verður óhagnaðardrifið og gerir langtíma leigusamninga. Félagið er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Síðustu mánuði hefur verið fjallað um mikinn húsnæðisskort á Suðurnesjum. Barnafjölskyldur hafa lent á götunni og sumir þurft að bregða á það ráð að búa á tjaldsvæðum. Nú hefur tólf manna hópur stofnað íbúðafélag suðurnesja með þá hugsjón að koma upp húsnæði fyrir alla. „Það eru bara þín mannréttindi að hafa þak yfir höfuðið. Það ber öllum skylda til þess að vera skráður í húsi og þú getur ekki verið skráður í húsi ef þú færð ekki húsnæði,“ segir Ragnhildur Lovísa Guðmundsdóttir, stofnfélagi í Íbúafélagi Suðurnesja. „Leigumarkaðurinn er bara ekkert manneskjulegur lengur. Þetta snýst miklu meira um einhvern hagnað og þess vegna er kominn tími á það að það komi óhagnaðardrifið leigufélag á markaðinn segir Þórólfur Júlían Dagsson, annar stofnfélagi. Ekki verða settar hömlur á hverjir geta sótt um íbúð hjá leigufélaginu. „Þú gerist félagi eins og þú værir félagi í kaupfélaginu og þú sækir um íbúð og svo er bara skoðað og fyrstur kemur, fyrstur fær. Reyndar þurfum við líka að skoða svolítið hver neyðin er og hverjir eru algjörlega húsnæðislausir og setja það í einhvern forgang til að byrja með vegna þess að við erum að reyna að taka á vandanum sem er til staðar.“ Eingöngu verður um leiguíbúðir að ræða en fyrirmyndin er sótt til Norðurlandanna þar sem tuttugu prósent leigumarkaðarins eru með þessu fyrirkomulagi. Stofnfundur húsnæðissamvinnufélagsins verður haldinn fimmtudagskvöld í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ þar sem sett verður stjórn og framkvæmdastjóri félagsins. „Við gerum ráð fyrir að fá stofnframlag frá sveitarfélaginu í formi lóða- og gatnagerðargjalda og þeir hafa sýnt áhuga á því og vilja allt fyrir okkur gera, búnir að lýsa því yfir, þannig að það er ekkert en að sækja bara til þeirra eftir að félagið hefur verið stofnað,“ segir Ragnhildur. „Ef þetta heppnast vel þarna, eða ekki ef, heldur þegar þetta heppnast vel þarna þá höldum við áfram og þá skiptir engu máli hvar þú ert staðsettur á landinu, bara koma taka þátt og vinna vinnuna. Við verðum bara að gera þetta sjálf, það gerir þetta enginn fyrir okkur,“ segir Þórólfur.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir leigufélög þrýsta upp leiguverði Nauðsynlegt er að stærri hluti íslensks leigumarkaðar verði skipaður félögum sem ekki eru hagnaðardrifin. Þetta segir Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda á Íslandi, en hann telur að aukin umsvif stóru leigufélaganna þrýsti upp leiguverði. 29. ágúst 2017 20:00 Þarf yfir tvö hundruð nýjar íbúðir á ári Ef spár um fólksfjölgun á Suðurnesjum ganga eftir þarf að byggja íbúðir fyrir 10.800 fleiri íbúa á næstu þrettán árum eða allt að 400 nýjar íbúðir á hverju ári. 24. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Segir leigufélög þrýsta upp leiguverði Nauðsynlegt er að stærri hluti íslensks leigumarkaðar verði skipaður félögum sem ekki eru hagnaðardrifin. Þetta segir Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda á Íslandi, en hann telur að aukin umsvif stóru leigufélaganna þrýsti upp leiguverði. 29. ágúst 2017 20:00
Þarf yfir tvö hundruð nýjar íbúðir á ári Ef spár um fólksfjölgun á Suðurnesjum ganga eftir þarf að byggja íbúðir fyrir 10.800 fleiri íbúa á næstu þrettán árum eða allt að 400 nýjar íbúðir á hverju ári. 24. ágúst 2017 07:00