Suðurnesjabúar stofna húsnæðissamvinnufélag Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. september 2017 21:19 Suðurnesjabúar sem hafa fengið nóg af húsnæðisskorti og erfiðum leigumarkaði hafa tekið málin í eigin hendur og ætla að stofna húsnæðissamvinnufélag. Leigufélagið verður óhagnaðardrifið og gerir langtíma leigusamninga. Félagið er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Síðustu mánuði hefur verið fjallað um mikinn húsnæðisskort á Suðurnesjum. Barnafjölskyldur hafa lent á götunni og sumir þurft að bregða á það ráð að búa á tjaldsvæðum. Nú hefur tólf manna hópur stofnað íbúðafélag suðurnesja með þá hugsjón að koma upp húsnæði fyrir alla. „Það eru bara þín mannréttindi að hafa þak yfir höfuðið. Það ber öllum skylda til þess að vera skráður í húsi og þú getur ekki verið skráður í húsi ef þú færð ekki húsnæði,“ segir Ragnhildur Lovísa Guðmundsdóttir, stofnfélagi í Íbúafélagi Suðurnesja. „Leigumarkaðurinn er bara ekkert manneskjulegur lengur. Þetta snýst miklu meira um einhvern hagnað og þess vegna er kominn tími á það að það komi óhagnaðardrifið leigufélag á markaðinn segir Þórólfur Júlían Dagsson, annar stofnfélagi. Ekki verða settar hömlur á hverjir geta sótt um íbúð hjá leigufélaginu. „Þú gerist félagi eins og þú værir félagi í kaupfélaginu og þú sækir um íbúð og svo er bara skoðað og fyrstur kemur, fyrstur fær. Reyndar þurfum við líka að skoða svolítið hver neyðin er og hverjir eru algjörlega húsnæðislausir og setja það í einhvern forgang til að byrja með vegna þess að við erum að reyna að taka á vandanum sem er til staðar.“ Eingöngu verður um leiguíbúðir að ræða en fyrirmyndin er sótt til Norðurlandanna þar sem tuttugu prósent leigumarkaðarins eru með þessu fyrirkomulagi. Stofnfundur húsnæðissamvinnufélagsins verður haldinn fimmtudagskvöld í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ þar sem sett verður stjórn og framkvæmdastjóri félagsins. „Við gerum ráð fyrir að fá stofnframlag frá sveitarfélaginu í formi lóða- og gatnagerðargjalda og þeir hafa sýnt áhuga á því og vilja allt fyrir okkur gera, búnir að lýsa því yfir, þannig að það er ekkert en að sækja bara til þeirra eftir að félagið hefur verið stofnað,“ segir Ragnhildur. „Ef þetta heppnast vel þarna, eða ekki ef, heldur þegar þetta heppnast vel þarna þá höldum við áfram og þá skiptir engu máli hvar þú ert staðsettur á landinu, bara koma taka þátt og vinna vinnuna. Við verðum bara að gera þetta sjálf, það gerir þetta enginn fyrir okkur,“ segir Þórólfur. Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir leigufélög þrýsta upp leiguverði Nauðsynlegt er að stærri hluti íslensks leigumarkaðar verði skipaður félögum sem ekki eru hagnaðardrifin. Þetta segir Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda á Íslandi, en hann telur að aukin umsvif stóru leigufélaganna þrýsti upp leiguverði. 29. ágúst 2017 20:00 Þarf yfir tvö hundruð nýjar íbúðir á ári Ef spár um fólksfjölgun á Suðurnesjum ganga eftir þarf að byggja íbúðir fyrir 10.800 fleiri íbúa á næstu þrettán árum eða allt að 400 nýjar íbúðir á hverju ári. 24. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Suðurnesjabúar sem hafa fengið nóg af húsnæðisskorti og erfiðum leigumarkaði hafa tekið málin í eigin hendur og ætla að stofna húsnæðissamvinnufélag. Leigufélagið verður óhagnaðardrifið og gerir langtíma leigusamninga. Félagið er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Síðustu mánuði hefur verið fjallað um mikinn húsnæðisskort á Suðurnesjum. Barnafjölskyldur hafa lent á götunni og sumir þurft að bregða á það ráð að búa á tjaldsvæðum. Nú hefur tólf manna hópur stofnað íbúðafélag suðurnesja með þá hugsjón að koma upp húsnæði fyrir alla. „Það eru bara þín mannréttindi að hafa þak yfir höfuðið. Það ber öllum skylda til þess að vera skráður í húsi og þú getur ekki verið skráður í húsi ef þú færð ekki húsnæði,“ segir Ragnhildur Lovísa Guðmundsdóttir, stofnfélagi í Íbúafélagi Suðurnesja. „Leigumarkaðurinn er bara ekkert manneskjulegur lengur. Þetta snýst miklu meira um einhvern hagnað og þess vegna er kominn tími á það að það komi óhagnaðardrifið leigufélag á markaðinn segir Þórólfur Júlían Dagsson, annar stofnfélagi. Ekki verða settar hömlur á hverjir geta sótt um íbúð hjá leigufélaginu. „Þú gerist félagi eins og þú værir félagi í kaupfélaginu og þú sækir um íbúð og svo er bara skoðað og fyrstur kemur, fyrstur fær. Reyndar þurfum við líka að skoða svolítið hver neyðin er og hverjir eru algjörlega húsnæðislausir og setja það í einhvern forgang til að byrja með vegna þess að við erum að reyna að taka á vandanum sem er til staðar.“ Eingöngu verður um leiguíbúðir að ræða en fyrirmyndin er sótt til Norðurlandanna þar sem tuttugu prósent leigumarkaðarins eru með þessu fyrirkomulagi. Stofnfundur húsnæðissamvinnufélagsins verður haldinn fimmtudagskvöld í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ þar sem sett verður stjórn og framkvæmdastjóri félagsins. „Við gerum ráð fyrir að fá stofnframlag frá sveitarfélaginu í formi lóða- og gatnagerðargjalda og þeir hafa sýnt áhuga á því og vilja allt fyrir okkur gera, búnir að lýsa því yfir, þannig að það er ekkert en að sækja bara til þeirra eftir að félagið hefur verið stofnað,“ segir Ragnhildur. „Ef þetta heppnast vel þarna, eða ekki ef, heldur þegar þetta heppnast vel þarna þá höldum við áfram og þá skiptir engu máli hvar þú ert staðsettur á landinu, bara koma taka þátt og vinna vinnuna. Við verðum bara að gera þetta sjálf, það gerir þetta enginn fyrir okkur,“ segir Þórólfur.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir leigufélög þrýsta upp leiguverði Nauðsynlegt er að stærri hluti íslensks leigumarkaðar verði skipaður félögum sem ekki eru hagnaðardrifin. Þetta segir Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda á Íslandi, en hann telur að aukin umsvif stóru leigufélaganna þrýsti upp leiguverði. 29. ágúst 2017 20:00 Þarf yfir tvö hundruð nýjar íbúðir á ári Ef spár um fólksfjölgun á Suðurnesjum ganga eftir þarf að byggja íbúðir fyrir 10.800 fleiri íbúa á næstu þrettán árum eða allt að 400 nýjar íbúðir á hverju ári. 24. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Segir leigufélög þrýsta upp leiguverði Nauðsynlegt er að stærri hluti íslensks leigumarkaðar verði skipaður félögum sem ekki eru hagnaðardrifin. Þetta segir Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda á Íslandi, en hann telur að aukin umsvif stóru leigufélaganna þrýsti upp leiguverði. 29. ágúst 2017 20:00
Þarf yfir tvö hundruð nýjar íbúðir á ári Ef spár um fólksfjölgun á Suðurnesjum ganga eftir þarf að byggja íbúðir fyrir 10.800 fleiri íbúa á næstu þrettán árum eða allt að 400 nýjar íbúðir á hverju ári. 24. ágúst 2017 07:00