Óvissa ríkir um störf þingsins vikurnar fram að kosningadegi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. september 2017 06:00 Forsætisráðherra las upp tilkynningu um þingrof á stuttum þingfundi í gær. Þingmenn hlýddu á. vísir/anton brink Ekki liggur fyrir samkomulag um það hvaða mál fara í gegn og hver falla niður á þeim fáu þingdögum sem eftir eru fram að þingkosningum. Formenn flokka sem eiga sæti á þingi funda aftur með forseta Alþingis á morgun til að reyna að komast að samkomulagi um þinglok. Þingkosningar fara fram laugardaginn 28. október næstkomandi. Þetta lá fyrir um hádegisbil í gær eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, féllst á þingrofstillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Á blaðamannafundi sem haldinn var að fundi forseta og forsætisráðherra loknum sagði forsetinn að hann hefði rætt við formenn annarra flokka um möguleika á myndun annarrar meirihlutastjórnar. Honum var ekki til að dreifa og var ríkur stuðningur formanna við að boða til nýrra kosninga. „Þingið er þungamiðja okkar og því mikilvægt að það njóti virðingar og að þingheimur sé traustsins verður,“ sagði forsetinn. „[Ég hvet alla] sem atkvæðisrétt hafa að nýta hann þrátt fyrir að einhvers konar leiði og óþreyja og vonbrigði séu kannski farin að grípa um sig í hugum fólks.“ Kosningarnar nú verða þær fimmtu á átta ára tímabili. Þá verður minna en ár liðið frá kosningunum í fyrra þegar kjósendur mæta á kjörstað nú. Skömmu eftir að fundinum á Bessastöðum lauk hófst fundur formanna og forseta þingsins í þinghúsinu. Niðurstaða þess fundar var að ágreiningur er enn uppi um hvað skuli gera á síðustu dögum 147. löggjafarþings. „Það voru auðvitað skiptar skoðanir og við ræddum það hreinskilnislega en við ákváðum að halda áfram að tala saman og hittast aftur á [morgun],“ sagði Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, að þeim fundi loknum. Síðasta vor lentu mál um notendastýrða persónuaðstoð, NPA, og samningur um réttindi fatlaðs fólks milli skips og bryggju. Var þeim málum slegið á frest með vilyrði um að þau yrðu með fyrstu málum sem afgreidd yrðu nú í haust. Þá eru mögulegar breytingar á útlendingalögum einnig á dagskrá. Ekki liggur því fyrir hver verður síðasti fundardagur þingsins. Í fyrra var þingi slitið tveimur vikum fyrir kjördag. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Ekki liggur fyrir samkomulag um það hvaða mál fara í gegn og hver falla niður á þeim fáu þingdögum sem eftir eru fram að þingkosningum. Formenn flokka sem eiga sæti á þingi funda aftur með forseta Alþingis á morgun til að reyna að komast að samkomulagi um þinglok. Þingkosningar fara fram laugardaginn 28. október næstkomandi. Þetta lá fyrir um hádegisbil í gær eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, féllst á þingrofstillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Á blaðamannafundi sem haldinn var að fundi forseta og forsætisráðherra loknum sagði forsetinn að hann hefði rætt við formenn annarra flokka um möguleika á myndun annarrar meirihlutastjórnar. Honum var ekki til að dreifa og var ríkur stuðningur formanna við að boða til nýrra kosninga. „Þingið er þungamiðja okkar og því mikilvægt að það njóti virðingar og að þingheimur sé traustsins verður,“ sagði forsetinn. „[Ég hvet alla] sem atkvæðisrétt hafa að nýta hann þrátt fyrir að einhvers konar leiði og óþreyja og vonbrigði séu kannski farin að grípa um sig í hugum fólks.“ Kosningarnar nú verða þær fimmtu á átta ára tímabili. Þá verður minna en ár liðið frá kosningunum í fyrra þegar kjósendur mæta á kjörstað nú. Skömmu eftir að fundinum á Bessastöðum lauk hófst fundur formanna og forseta þingsins í þinghúsinu. Niðurstaða þess fundar var að ágreiningur er enn uppi um hvað skuli gera á síðustu dögum 147. löggjafarþings. „Það voru auðvitað skiptar skoðanir og við ræddum það hreinskilnislega en við ákváðum að halda áfram að tala saman og hittast aftur á [morgun],“ sagði Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, að þeim fundi loknum. Síðasta vor lentu mál um notendastýrða persónuaðstoð, NPA, og samningur um réttindi fatlaðs fólks milli skips og bryggju. Var þeim málum slegið á frest með vilyrði um að þau yrðu með fyrstu málum sem afgreidd yrðu nú í haust. Þá eru mögulegar breytingar á útlendingalögum einnig á dagskrá. Ekki liggur því fyrir hver verður síðasti fundardagur þingsins. Í fyrra var þingi slitið tveimur vikum fyrir kjördag.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira