Aumingjaskapur að kynda undir deilum Sveinn Arnarsson skrifar 6. september 2017 06:00 Fjárlagafrumvarpið gæti reynst prófsteinn á heilsu ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar. VÍSIR/PJETUR Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir eins manns meirihluta á þingi ekki valda sér áhyggjum þegar kemur að fjárlagavinnu í haust. Hann telur aumingjaskap að ætla að gera ágreining um einstök atriði í forgangsröðun framkvæmda þegar svo vel árar í ríkisrekstrinum. Alþingi verður sett á þriðjudaginn og eins og lög gera ráð fyrir mun fyrsta fjárlagfrumvarp þessarar ríkisstjórnar líta dagsins ljós í kjölfarið. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir fjárlög hljóða upp á 1,6 prósenta afgang. Forystumenn stjórnarandstöðunnar á þingi telja það verða mjög erfitt fyrir sitjandi ríkisstjórn að ná frumvarpinu í gegn í sæmilegri sátt innan stjórnarliðsins.Áhyggjur af launahækkunum „Ég hef ekki miklar áhyggjur af því að vera með eins manns meirihluta,“ segir Bjarni. „Flokkarnir róa í sömu átt þó misjafnlega sé lagst á árarnar á stundum. Einnig verð ég að segja það vera aumingjaskap að ætla að stefna öllu í ósætti yfir einstökum liðum þegar svo vel árar sem nú.“ Deilur á vinnumarkaði munu að mati stjórnar- og stjórnarandstöðu setja sterkan svip á þingveturinn fram undan. Í haust mun líklega verða tekist á um hvort samningar á almennum vinnumarkaði haldi. „Ég hef áhyggjur af því að við gætum stefnt kaupmætti í hættu ef við hækkum laun umfram framleiðni. Ef það gerist þá taka lögmál hagfræðinnar við eins og við höfum svo oft áður séð í íslensku efnahagslífi,“ segir Bjarni. Fjármálaráðherra segir stjórnarflokkana sammála um stóru myndina. Flokkarnir muni ná saman um fjárlagafrumvarpið. „Ég hef trú á að við náum saman um þær breytingar sem nauðsynlegar eru. Allir eru sammála um það markmið að varðveita gott efnahagsástand, litla verðbólgu og lítið atvinnuleysiSegir stjórnina veika Formaður Vinstri grænna segir ríkisstjórnina fljóta áfram þrátt fyrir að þreytan í samstarfinu sé öllum ljós. Ríkisstjórnin nái saman um hægrisinnaða fjármálaáætlun og ríkisrekstur í heilbrigðisþjónustu en þar við sitji. „Við förum inn í veturinn í sérstöku árferði. Þegar stjórnin er svona veik og ágreiningur um ýmis stór mál virðist eina límið vera hreinræktuð hægristefna. Samnefnarinn er þessi hreina hægristefna þegar kemur að ríkisrekstri,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Sigurður Ingi Jóhannsson telur það geta verið erfitt fyrir stjórnarandstöðuna að gagnrýna ríkisstjórn sem viti ekki hvert hún stefni. „Við búum við stjórnarsáttmála sem ber með sér að lítið standi til hjá ríkisstjórninni. Því er erfitt að festa fingur á hvað við þurfum að gagnrýna í vetur; hvort það verður aðgerðaleysið eða að leyfa hlutum að þróast í átt að einkavæðingu án þess að gripið sé inn í,“ segir hann. „Fjárlögin munu reynast ríkisstjórninni erfið. Þar þurfa menn að ákveða virðisaukaskattinn á ferðaþjónustu og komugjöld farþega. Verði því slegið á frest vantar milljarða upp á tekjuöflun ríkissjóðs.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir eins manns meirihluta á þingi ekki valda sér áhyggjum þegar kemur að fjárlagavinnu í haust. Hann telur aumingjaskap að ætla að gera ágreining um einstök atriði í forgangsröðun framkvæmda þegar svo vel árar í ríkisrekstrinum. Alþingi verður sett á þriðjudaginn og eins og lög gera ráð fyrir mun fyrsta fjárlagfrumvarp þessarar ríkisstjórnar líta dagsins ljós í kjölfarið. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir fjárlög hljóða upp á 1,6 prósenta afgang. Forystumenn stjórnarandstöðunnar á þingi telja það verða mjög erfitt fyrir sitjandi ríkisstjórn að ná frumvarpinu í gegn í sæmilegri sátt innan stjórnarliðsins.Áhyggjur af launahækkunum „Ég hef ekki miklar áhyggjur af því að vera með eins manns meirihluta,“ segir Bjarni. „Flokkarnir róa í sömu átt þó misjafnlega sé lagst á árarnar á stundum. Einnig verð ég að segja það vera aumingjaskap að ætla að stefna öllu í ósætti yfir einstökum liðum þegar svo vel árar sem nú.“ Deilur á vinnumarkaði munu að mati stjórnar- og stjórnarandstöðu setja sterkan svip á þingveturinn fram undan. Í haust mun líklega verða tekist á um hvort samningar á almennum vinnumarkaði haldi. „Ég hef áhyggjur af því að við gætum stefnt kaupmætti í hættu ef við hækkum laun umfram framleiðni. Ef það gerist þá taka lögmál hagfræðinnar við eins og við höfum svo oft áður séð í íslensku efnahagslífi,“ segir Bjarni. Fjármálaráðherra segir stjórnarflokkana sammála um stóru myndina. Flokkarnir muni ná saman um fjárlagafrumvarpið. „Ég hef trú á að við náum saman um þær breytingar sem nauðsynlegar eru. Allir eru sammála um það markmið að varðveita gott efnahagsástand, litla verðbólgu og lítið atvinnuleysiSegir stjórnina veika Formaður Vinstri grænna segir ríkisstjórnina fljóta áfram þrátt fyrir að þreytan í samstarfinu sé öllum ljós. Ríkisstjórnin nái saman um hægrisinnaða fjármálaáætlun og ríkisrekstur í heilbrigðisþjónustu en þar við sitji. „Við förum inn í veturinn í sérstöku árferði. Þegar stjórnin er svona veik og ágreiningur um ýmis stór mál virðist eina límið vera hreinræktuð hægristefna. Samnefnarinn er þessi hreina hægristefna þegar kemur að ríkisrekstri,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Sigurður Ingi Jóhannsson telur það geta verið erfitt fyrir stjórnarandstöðuna að gagnrýna ríkisstjórn sem viti ekki hvert hún stefni. „Við búum við stjórnarsáttmála sem ber með sér að lítið standi til hjá ríkisstjórninni. Því er erfitt að festa fingur á hvað við þurfum að gagnrýna í vetur; hvort það verður aðgerðaleysið eða að leyfa hlutum að þróast í átt að einkavæðingu án þess að gripið sé inn í,“ segir hann. „Fjárlögin munu reynast ríkisstjórninni erfið. Þar þurfa menn að ákveða virðisaukaskattinn á ferðaþjónustu og komugjöld farþega. Verði því slegið á frest vantar milljarða upp á tekjuöflun ríkissjóðs.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira