Sonur Trump gefur þingnefnd skýrslu á morgun Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2017 22:03 Lögmaður Trump yngri segir hann þakklátan fyrir að fá tækifæri til að hjálpa þingnefndinni. Vísir/AFP Donald Trump yngri, elsti sonur Bandaríkjaforseta, svarar spurningum fulltrúa í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á morgun. Nefndin rannsakar ásakanir um að rússnesk stjórnvöld hafi haft afskipti af forsetakosningunum vestanhafs í fyrra.Reuters-fréttastofan segir að Trump yngri hafi verið boðið að bera vitni fyrir opnum dyrum í júlí en að hann hafi komist að samkomulagi við nefndarmenn um að ræða við þá fyrir luktum dyrum síðar. Nokkrar þingnefndir Bandaríkjaþings rannsaka nú afskipti Rússa af kosningunum og hvort að þeir hafi mögulega átt samráð við bandamenn Trump þegar hann var frambjóðandi. Bandaríska leyniþjónustan segir að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar til að tryggja kjör Trump. Meint samráð er einnig til rannsóknar hjá Robert Mueller, sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins.Hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um ClintonTrump yngri komst í sviðsljósið í tengslum við rannsóknina fyrr í sumar þegar í ljós kom að hann hefði samþykkt og komið á fundi með rússneskum lögmanni sem hafði lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda föður hans. Honum hafði jafnframt verið sagt í tölvupósti að það væri liður í herferð rússneskra stjórnvalda til að hjálpa forsetaframboði Trump eldri. Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, og Jared Kushner, tengdasonur hans, voru einnig viðstaddir fundinn. Búist er við að Trump yngri komi einnig fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildarinnar síðar á þessu ári til að svara spurningum um samskipti framboðsins við Rússa. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Donald Trump yngri, elsti sonur Bandaríkjaforseta, svarar spurningum fulltrúa í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á morgun. Nefndin rannsakar ásakanir um að rússnesk stjórnvöld hafi haft afskipti af forsetakosningunum vestanhafs í fyrra.Reuters-fréttastofan segir að Trump yngri hafi verið boðið að bera vitni fyrir opnum dyrum í júlí en að hann hafi komist að samkomulagi við nefndarmenn um að ræða við þá fyrir luktum dyrum síðar. Nokkrar þingnefndir Bandaríkjaþings rannsaka nú afskipti Rússa af kosningunum og hvort að þeir hafi mögulega átt samráð við bandamenn Trump þegar hann var frambjóðandi. Bandaríska leyniþjónustan segir að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar til að tryggja kjör Trump. Meint samráð er einnig til rannsóknar hjá Robert Mueller, sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins.Hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um ClintonTrump yngri komst í sviðsljósið í tengslum við rannsóknina fyrr í sumar þegar í ljós kom að hann hefði samþykkt og komið á fundi með rússneskum lögmanni sem hafði lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda föður hans. Honum hafði jafnframt verið sagt í tölvupósti að það væri liður í herferð rússneskra stjórnvalda til að hjálpa forsetaframboði Trump eldri. Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, og Jared Kushner, tengdasonur hans, voru einnig viðstaddir fundinn. Búist er við að Trump yngri komi einnig fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildarinnar síðar á þessu ári til að svara spurningum um samskipti framboðsins við Rússa.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41