Mayweather: Tók lengri tíma en ég reiknaði með 27. ágúst 2017 09:08 Mayweather eftir sigurinn í nótt. Vísir/Getty Floyd Mayweather komst í nótt í sögubækurnar er hann vann sinn 50. bardaga á ferlinum en hann bar þá sigur úr býtum gegn Íranum Conor McGregor. Floyd vann í tíundu lotu en dómarinn stöðvaði þá bardagann. Mayweather tók hanskana fram úr hillunni fyrir þennan bardaga sem báðir bardagamenn högnuðust verulega á, sérstaklega Mayweather sem hefur þénað ótrúlegar upphæðir á ferlinum. Mayweather var þráspurður eftir bardaga hvort þetta væri hans síðasti og sagði hann að svo væri. „Ég lofaði öllum að bardaginn myndi ekki fara í allar tólf loturnar. Orðspor hnefaleikanna var undir hér í kvöld,“ sagði Mayweather. Sjá einnig: Floyd Mayweather sigraði Conor í 10. lotu „Hann er öflugur mótherji. Hann var mun betri en ég hélt. En ég tel að ég hafi verið sterkari aðilinn í kvöld.“ Mayweather bætti með sigrinum met Rocky Marciano sem vann 49 bardaga án þess að tapa á sínum ferli. Mayweather er nú, sem fyrr segir, með 50 sigra og engin töp á rúmlega tveggja áratuga ferli.Mayweather-feðgarnir fagna.Vísir/GettyTæpur milljarður á mínútu Hann gaf þó örlitla vísbendingu um að mögulega væri aftur hægt að freista hans með þeim ótrúlegu upphæðum sem voru í húfi í kvöld. „Ef ég sé annan möguleika á því að þéna 300 milljónir dollara á 36 mínútum, þá mun ég gera það,“ sagði Mayweather en sú upphæð jafngildir meira en 31 milljarði íslenskra króna.„En þetta er minn síðasti bardagi. Ég kem ekki aftur. Ef einhver er að biðja mig um bardaga, gleymið því.“ Hann viðurkenndi að bæði hann og faðir hans, Floyd Mayweather eldri, reiknuðu með að klára bardagann fyrr en í tíundu lotu. „Ég gerði það sem ég geri best. Ég fann leið til að leiða hann í gildru og braut hann niður,“ sagði Mayweather yngri. „Ég og pabbi minn, við erum ekki alltaf sammála en árangurinn talar sínu málil. Pabbi hélt að þetta myndi klárast í sjöttu eða sjöundu lotu. Þetta tók aðeins lengri tíma en ég reiknaði með en við gerðum það sem við sögðumst ætla að gera.“ Box MMA Tengdar fréttir Floyd Mayweather sigraði Conor í 10. lotu Risa boxbardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor olli ekki vonbrigðum. Bardaginn var skemmtilegur en Mayweather stóð uppi sem sigurvegari. 27. ágúst 2017 05:53 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Sjá meira
Floyd Mayweather komst í nótt í sögubækurnar er hann vann sinn 50. bardaga á ferlinum en hann bar þá sigur úr býtum gegn Íranum Conor McGregor. Floyd vann í tíundu lotu en dómarinn stöðvaði þá bardagann. Mayweather tók hanskana fram úr hillunni fyrir þennan bardaga sem báðir bardagamenn högnuðust verulega á, sérstaklega Mayweather sem hefur þénað ótrúlegar upphæðir á ferlinum. Mayweather var þráspurður eftir bardaga hvort þetta væri hans síðasti og sagði hann að svo væri. „Ég lofaði öllum að bardaginn myndi ekki fara í allar tólf loturnar. Orðspor hnefaleikanna var undir hér í kvöld,“ sagði Mayweather. Sjá einnig: Floyd Mayweather sigraði Conor í 10. lotu „Hann er öflugur mótherji. Hann var mun betri en ég hélt. En ég tel að ég hafi verið sterkari aðilinn í kvöld.“ Mayweather bætti með sigrinum met Rocky Marciano sem vann 49 bardaga án þess að tapa á sínum ferli. Mayweather er nú, sem fyrr segir, með 50 sigra og engin töp á rúmlega tveggja áratuga ferli.Mayweather-feðgarnir fagna.Vísir/GettyTæpur milljarður á mínútu Hann gaf þó örlitla vísbendingu um að mögulega væri aftur hægt að freista hans með þeim ótrúlegu upphæðum sem voru í húfi í kvöld. „Ef ég sé annan möguleika á því að þéna 300 milljónir dollara á 36 mínútum, þá mun ég gera það,“ sagði Mayweather en sú upphæð jafngildir meira en 31 milljarði íslenskra króna.„En þetta er minn síðasti bardagi. Ég kem ekki aftur. Ef einhver er að biðja mig um bardaga, gleymið því.“ Hann viðurkenndi að bæði hann og faðir hans, Floyd Mayweather eldri, reiknuðu með að klára bardagann fyrr en í tíundu lotu. „Ég gerði það sem ég geri best. Ég fann leið til að leiða hann í gildru og braut hann niður,“ sagði Mayweather yngri. „Ég og pabbi minn, við erum ekki alltaf sammála en árangurinn talar sínu málil. Pabbi hélt að þetta myndi klárast í sjöttu eða sjöundu lotu. Þetta tók aðeins lengri tíma en ég reiknaði með en við gerðum það sem við sögðumst ætla að gera.“
Box MMA Tengdar fréttir Floyd Mayweather sigraði Conor í 10. lotu Risa boxbardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor olli ekki vonbrigðum. Bardaginn var skemmtilegur en Mayweather stóð uppi sem sigurvegari. 27. ágúst 2017 05:53 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Sjá meira
Floyd Mayweather sigraði Conor í 10. lotu Risa boxbardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor olli ekki vonbrigðum. Bardaginn var skemmtilegur en Mayweather stóð uppi sem sigurvegari. 27. ágúst 2017 05:53