Mayweather: Tók lengri tíma en ég reiknaði með 27. ágúst 2017 09:08 Mayweather eftir sigurinn í nótt. Vísir/Getty Floyd Mayweather komst í nótt í sögubækurnar er hann vann sinn 50. bardaga á ferlinum en hann bar þá sigur úr býtum gegn Íranum Conor McGregor. Floyd vann í tíundu lotu en dómarinn stöðvaði þá bardagann. Mayweather tók hanskana fram úr hillunni fyrir þennan bardaga sem báðir bardagamenn högnuðust verulega á, sérstaklega Mayweather sem hefur þénað ótrúlegar upphæðir á ferlinum. Mayweather var þráspurður eftir bardaga hvort þetta væri hans síðasti og sagði hann að svo væri. „Ég lofaði öllum að bardaginn myndi ekki fara í allar tólf loturnar. Orðspor hnefaleikanna var undir hér í kvöld,“ sagði Mayweather. Sjá einnig: Floyd Mayweather sigraði Conor í 10. lotu „Hann er öflugur mótherji. Hann var mun betri en ég hélt. En ég tel að ég hafi verið sterkari aðilinn í kvöld.“ Mayweather bætti með sigrinum met Rocky Marciano sem vann 49 bardaga án þess að tapa á sínum ferli. Mayweather er nú, sem fyrr segir, með 50 sigra og engin töp á rúmlega tveggja áratuga ferli.Mayweather-feðgarnir fagna.Vísir/GettyTæpur milljarður á mínútu Hann gaf þó örlitla vísbendingu um að mögulega væri aftur hægt að freista hans með þeim ótrúlegu upphæðum sem voru í húfi í kvöld. „Ef ég sé annan möguleika á því að þéna 300 milljónir dollara á 36 mínútum, þá mun ég gera það,“ sagði Mayweather en sú upphæð jafngildir meira en 31 milljarði íslenskra króna.„En þetta er minn síðasti bardagi. Ég kem ekki aftur. Ef einhver er að biðja mig um bardaga, gleymið því.“ Hann viðurkenndi að bæði hann og faðir hans, Floyd Mayweather eldri, reiknuðu með að klára bardagann fyrr en í tíundu lotu. „Ég gerði það sem ég geri best. Ég fann leið til að leiða hann í gildru og braut hann niður,“ sagði Mayweather yngri. „Ég og pabbi minn, við erum ekki alltaf sammála en árangurinn talar sínu málil. Pabbi hélt að þetta myndi klárast í sjöttu eða sjöundu lotu. Þetta tók aðeins lengri tíma en ég reiknaði með en við gerðum það sem við sögðumst ætla að gera.“ Box MMA Tengdar fréttir Floyd Mayweather sigraði Conor í 10. lotu Risa boxbardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor olli ekki vonbrigðum. Bardaginn var skemmtilegur en Mayweather stóð uppi sem sigurvegari. 27. ágúst 2017 05:53 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Njarðvík - Valur | Toppsætið undir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Sjá meira
Floyd Mayweather komst í nótt í sögubækurnar er hann vann sinn 50. bardaga á ferlinum en hann bar þá sigur úr býtum gegn Íranum Conor McGregor. Floyd vann í tíundu lotu en dómarinn stöðvaði þá bardagann. Mayweather tók hanskana fram úr hillunni fyrir þennan bardaga sem báðir bardagamenn högnuðust verulega á, sérstaklega Mayweather sem hefur þénað ótrúlegar upphæðir á ferlinum. Mayweather var þráspurður eftir bardaga hvort þetta væri hans síðasti og sagði hann að svo væri. „Ég lofaði öllum að bardaginn myndi ekki fara í allar tólf loturnar. Orðspor hnefaleikanna var undir hér í kvöld,“ sagði Mayweather. Sjá einnig: Floyd Mayweather sigraði Conor í 10. lotu „Hann er öflugur mótherji. Hann var mun betri en ég hélt. En ég tel að ég hafi verið sterkari aðilinn í kvöld.“ Mayweather bætti með sigrinum met Rocky Marciano sem vann 49 bardaga án þess að tapa á sínum ferli. Mayweather er nú, sem fyrr segir, með 50 sigra og engin töp á rúmlega tveggja áratuga ferli.Mayweather-feðgarnir fagna.Vísir/GettyTæpur milljarður á mínútu Hann gaf þó örlitla vísbendingu um að mögulega væri aftur hægt að freista hans með þeim ótrúlegu upphæðum sem voru í húfi í kvöld. „Ef ég sé annan möguleika á því að þéna 300 milljónir dollara á 36 mínútum, þá mun ég gera það,“ sagði Mayweather en sú upphæð jafngildir meira en 31 milljarði íslenskra króna.„En þetta er minn síðasti bardagi. Ég kem ekki aftur. Ef einhver er að biðja mig um bardaga, gleymið því.“ Hann viðurkenndi að bæði hann og faðir hans, Floyd Mayweather eldri, reiknuðu með að klára bardagann fyrr en í tíundu lotu. „Ég gerði það sem ég geri best. Ég fann leið til að leiða hann í gildru og braut hann niður,“ sagði Mayweather yngri. „Ég og pabbi minn, við erum ekki alltaf sammála en árangurinn talar sínu málil. Pabbi hélt að þetta myndi klárast í sjöttu eða sjöundu lotu. Þetta tók aðeins lengri tíma en ég reiknaði með en við gerðum það sem við sögðumst ætla að gera.“
Box MMA Tengdar fréttir Floyd Mayweather sigraði Conor í 10. lotu Risa boxbardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor olli ekki vonbrigðum. Bardaginn var skemmtilegur en Mayweather stóð uppi sem sigurvegari. 27. ágúst 2017 05:53 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Njarðvík - Valur | Toppsætið undir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Sjá meira
Floyd Mayweather sigraði Conor í 10. lotu Risa boxbardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor olli ekki vonbrigðum. Bardaginn var skemmtilegur en Mayweather stóð uppi sem sigurvegari. 27. ágúst 2017 05:53