Ekki hitt eiginmanninn í fimm ár og vill skilnað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2017 14:30 Eiginmanni konunnar er gert að mæta í dómsal hér á landi í næsta mánuði, þrátt fyrir árangurslausar stefnur þess eðlis í Víetnam. Vísir/GVA Víetnömsk kona búsett hér á landi hefur stefnt eiginmanni sínum, búsettum í Víetnam. Vill hún að henni verði veittur lögskilnaður en hjónin hafa ekki hist frá því í febrúar 2012. Afar illa hefur gengið að ná til mannsins í Víetnam. Í stefnunni, sem birt er í Lögbirtingablaðinu, segir að konan hafi verið búsett hér á landi frá árinu 2001. Í einni af ferðum hennar til Víetnam kynntist hún samlanda hennar og giftu þau sig árið 2010. Stefndu þau að því búa hér á landi en eiginmaður hennar fékk ekki dvalarleyfi.Kynntist íslenskum manni Konan vildi áfram búa hér á landi og slitnaði upp úr sambandi þeirra þar sem þau gátu ekki átt sameiginlegt heimili á Íslandi. Framan af hjónabandi hittust þau þegar konan heimsótti heimaland, og þá aðeins um nokkurra vikna skeið. Hafa þau ekki hist frá því á árinu 2012 og kynntist konan íslenskum manni eftir að slitnaði upp úr samskiptum hennar við eiginmanninn. Eiga hún og íslenski maðurinn saman barn. Krafa konunnar um lögskilnað er byggð á 37. grein hjúskaparlaga þar sem segir að hafi hjón slitið samvistum vegna ósamlyndis geti hvort þeirra krafist lögskilnaðar þegar samvistaslit hafi staðið í tvö ár hið skemmsta.Fimm tilraunir í Víetnam Í stefnunni segir að konan hafi undanfarin ár gert ítrekaðar tilraunir til þess að birta eiginmanni hennar stefnu í heimalandi þeirra, alls fimm sinnum. Í stefnunni segir að það hafi sýnt sig að stjórnvöld í Víetnam „virðast ófær um að sinna skyldum sínum til birtingar á stefnu í máli þessu.“ Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í næsta mánuði og er eiginmanni konunnar stefnt til að mæta í dómsal héraðsdóms, ella megi hann gera ráð fyrir því að útivistardómur gangi í málinu, það er að dæmt verði í málinu að honum fjarstöddum. Dómsmál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira
Víetnömsk kona búsett hér á landi hefur stefnt eiginmanni sínum, búsettum í Víetnam. Vill hún að henni verði veittur lögskilnaður en hjónin hafa ekki hist frá því í febrúar 2012. Afar illa hefur gengið að ná til mannsins í Víetnam. Í stefnunni, sem birt er í Lögbirtingablaðinu, segir að konan hafi verið búsett hér á landi frá árinu 2001. Í einni af ferðum hennar til Víetnam kynntist hún samlanda hennar og giftu þau sig árið 2010. Stefndu þau að því búa hér á landi en eiginmaður hennar fékk ekki dvalarleyfi.Kynntist íslenskum manni Konan vildi áfram búa hér á landi og slitnaði upp úr sambandi þeirra þar sem þau gátu ekki átt sameiginlegt heimili á Íslandi. Framan af hjónabandi hittust þau þegar konan heimsótti heimaland, og þá aðeins um nokkurra vikna skeið. Hafa þau ekki hist frá því á árinu 2012 og kynntist konan íslenskum manni eftir að slitnaði upp úr samskiptum hennar við eiginmanninn. Eiga hún og íslenski maðurinn saman barn. Krafa konunnar um lögskilnað er byggð á 37. grein hjúskaparlaga þar sem segir að hafi hjón slitið samvistum vegna ósamlyndis geti hvort þeirra krafist lögskilnaðar þegar samvistaslit hafi staðið í tvö ár hið skemmsta.Fimm tilraunir í Víetnam Í stefnunni segir að konan hafi undanfarin ár gert ítrekaðar tilraunir til þess að birta eiginmanni hennar stefnu í heimalandi þeirra, alls fimm sinnum. Í stefnunni segir að það hafi sýnt sig að stjórnvöld í Víetnam „virðast ófær um að sinna skyldum sínum til birtingar á stefnu í máli þessu.“ Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í næsta mánuði og er eiginmanni konunnar stefnt til að mæta í dómsal héraðsdóms, ella megi hann gera ráð fyrir því að útivistardómur gangi í málinu, það er að dæmt verði í málinu að honum fjarstöddum.
Dómsmál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira